Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 45
125 það ekki verið sama orðið? Eins efast ég um að það sé rétt, að úlflibur sé rangt fyrir úln-libur. Framburðurinn er úlli?)ur\ væri orðið öln- fyrri liðurinn, því er það þá ekki orðið að ol- eins og í olbogi? Hvað er á móti því að úlflibur sé rétt? Ég get talið sumt fleira af þessu tægi. Éað hefir áður verið bent á, að filungur, hangur er rangt. — Ymsar afleiðslur eru rangar, t. d. frygb, af lat. fructus. Éetta, er hér hefir verið talið, kemur eiginlega lítið við aðaltilgangi kversins. Og höf. hefði getað komist hjá því flestu, ef hann hefði gætt þess, að greina orðmyndir, gamlar og góðar, frá réttritun. Éað er kostur við kverið, að rangar orðstafanir eru settar á sinn stað og vísað til hins réttstafaða orðs, og það er kostur, að t. d. viðtengingarmyndir (flyti, flygi osfrv.) finnast á sínum stað í stafrófsröðinni. — Hins vegar get ég ekki séð, hver þörf var á að taka upp orð sem farfi, lautinant, í stað þess að brennimerkja (krossa) þau og vísa til íslenzku orðanna. Finnur Jónsson. FYRSTA BÓK MOSE (GENESIS) í nýrri þýðingu eftir frumtext- anum. Rvík 1859. MARKUSAR GUÐSPJALL í nýrri þýðingu eftir frumtextanum. Rvík 1900. Báðar þýðingar þessar eru gefnar út af »Hinu islenzka Biblíu- félagi«. Árið 1887 gjörði Biblíufélagið þá ákvörðun, að »hefja endurskoðun Biblíunnar, svo fliótt sem því yrði við komið«. En félagið gat eigi byijað á endurskoðun þessari fyr en 1897. Þá var tekið til starfa. Nefnd var sett. Undir umsjón hennar fer endurskoðunin fram. í nefndinni tóku sæti Hallgrímur biskup Sveinsson, Þórhallur lektor Bjarnar- son og Steingrímur yfirkennari Thorsteinsson. Nefnd þessi er mjög vel og viturlega valin. Það er eigi hægt að skipa hana færari mönnum, eftir því mannvali, er kostur var á. Auðvitað tekur allangan tíma að endurskoða alla ritninguna. En óskandi væri, að verkinu yrði hraðað eins mikið og auðið er. Við endurskoðunina »er frumtextinn hvervetna lagður til grund- vallar, og sérhvað það leiðrétt, er rangt reynist, ónákvæmt eða óheppi- lega orðað í núverandi þýðingu«. . . »Leitast er við að láta þýðinguna fara svo nærri orðum frumtextans, sem eðli íslenzkunnar leyfir«. þetta er meginregla endurskoðunarnefndarinnar. Fyrsta bók Móse og Markúsar guðspjall eru fyrstu bækur ritningar- innar, er birtast í þessari endurskoðuðu, íslenzku þýðingu. Á þessum bókurn sést, að þýðendurnir hafa hliðsjón af »hinni einkar nákvæmu og vönduðu ensku, endurskoðuðu þýðingu frá 1885«. Það er viturlega gjört. Þýðing sú er ágætur leiðarvísir. Um þýðinguna sjálfa er komizt þannig að orði í »formálanum« fyrir fyrstu bók Móse: »Mesta áherzlu höfum vér lagt á það, að þýð- ingin sé nákvæm og trú, þannig að orð svari orði og málsgrein máls- grein í frumtexta og þýðingu, að því leyti sem unt er, og eigi sett það fyrir oss, þótt þýðingin fyrir þá sök víða kunni að þykja miður íslenzku- leg«. í þessum orðum er bent á kost og galla þýðingarinnar. 1. Kostur þýðingarinnar er nákvæmni. Orð svarar orði og máls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.