Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 37
af óbygðum og öræfum íslands, en það, sem er fyrir utan þá (bygðir og bygðafjöll, strendur o. fl.), hefi ég ekki snert og ber enga ábyrgð á því; ég hefi þar ekkert mælt, en aðeins rannsakað náttúruna alment, og jarðfræðina sérstaklega. Eins og kunnugt er, mældu danskir herforingjar strendur Islands á árunum 1800—1819, víðast hvar nokkra mílna breiða ræmu upp 1 landið og sumstaðar meir; mæling Vestfjarða er t. d. eingöngu eftir þá, bygðir aðrar og yfirlit hálendís mældi Björn Gunnlaugsson 1831—• 1843. Strandmælendur ákváðu alla mælistaði þá, sem merkir eru á uppdrætti íslands 1844 og allar hæðamælingar, sem þar standa, eru eftir þá. Mynd stranda og bygða hefi ég á hinum nýja uppdrætti al- veg látið halda sér; ég hefi ekki einu sinni leiðrétt það, sem ég vissi var skakt, því slík leiðrétting gat raskað nágrenninu, úr því það var ekki mælt að nýju. Af ástæðum þeim, sem fyr var getið, varð ég að sleppa meir en helmingi nafna þeirra, er standa á hinum gamla upp- drætti, og er hann því, hvað bygðir snertir, miklu fyllri en hinn nýi og jafn-ómissandi eftir sem áður. Kirkjur hefi ég leitast við að setja á rétta staði og var það ekki hægðarleikur, þvf þeim hefir nú á seinni árum verið alla vega hringlað fram og aftur, hinir fornu, nafnkunnu kirkjustaðir víða afnumdir, en kirkjur settar á kotbæi eða jafnvel milli bæja sumstaðar. Vegastefnur breytast árlega og nýjar brýr eru smfð- aðar; ég hefi ekki viljað setja vegi og brýr á þetta yfirlitskort og hefi líka slept sókna- og hreppamótum og þingstöðum; ekkert af þessu finst mér eiga við á slíku korti, enda er það stjórnarinnar hlutverk, ef þörf þykir, en eigi einstakra manna, að gefa út uppdrætti til leiðbeiningar í þessum efnum. Uppdrátturinn er steinprentaður, en eigi koparstunginn eins og hinn gamli uppdráttur; koparstunga er reyndar að sumu fegurri og smá- gerðari en steinprentun, en er nú mjög fátíð og margfalt dýrari. Lands- lagslitinn hefði ég kosið nokkuð dekkri, en bæði þótti mönnum það eigi eins smekklegt, og svo hefði það raskað nokkuð jarðfræðislitunum, sem ofan á átti að setja. Ég vona að uppdráttur þessi geti orðið ís- lendingum að notum við kenslu og á annan hátt, en ég vil biðja menn jafnan að muna eftir, að þetta er yfirlitsuppdráttur, sem eigi flytur öll smáatriði. Hvað útlit og frágang snertir, þá má ég þakka prentsmiðju Aamodt’s, að kortin standa að þeirra dómi, sem vit hafa á, mjög fram- arlega meðal þeirra uppdrátta, er út hafa komið í Danmörku á seinni árum. Þorvaldur Thoroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.