Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 9

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 9
9 aldar. Á þeim öllum er nýbreytni viðreisnartímans nákvæmlega fylgt. 2. og 4. myndin sýnir oss svonefndar »þröngar« hempur, sem vóru hneptar eða kræktar frá hálsi til mittis, en 3. myndin sýnir svonefnda »víða« hempu, sem er öll opin frá hálsi og niður úr. Á hvorumtveggja eru ermarnar þraungar um úln- liðinn, en víðar um öln- bogann. Undir hempunni var borið bæði þröngi upp- hluturinn og pilsið (3. mynd). Um hálsinn sést annaðhvort sléttur, kringl- óttur og breiður lérefts- kragi, ef til vill úr knipl- ingum, eða pípukragi. Löngun sú til að nota marglit og dýr efni, sem vér könnumst við annar- staðar að, kom og í ljós á íslandi. Hempurnar eru einlitar og dökkleitar, en pilsin ljósleitari, rauð á 2. mynd, en á 4. mynd úr rósóttu efni, ef til vill guð- vef. Búningarnir á 4. mynd eru augljóslega mjög dýrir. þar er ekkert sparað í neinu tilliti, enda vóru þær konur, sem báru þá, á hæsta stigi þjóðfélagsins. Jafnvel línbrúnirnar við úlnliðina eru skreyttar útsaum eða kniplingum. Barmarnir á hempunum eru og að framan skreyttir skartgriparöðum; auk þess er þeim haldið saman í hálsinn með tvöföldum spennum. Á 2. °g 3. mynd sést eigi vottur um pilsaglennu, en konurnar á 4. mynd hafa ef til vill haft hana. Yfirleitt minna kvenbúningar þessir á samsvarandi búninga frá Hollandi og Frakklandi á þessu tímabili. Upp frá þessu verður það og siður á íslandi, að pilsin 4Vl Jbi •Jorrufn 7. Heldri stúlka frá miðbiki 18. aldar. (Eftir Ferðabók Eggerts Ólafssonar).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.