Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 7
7 Við höfum alls enga vissu fyrir því, að mannkynið muni lifa með- an líft er á jörðunni. Pegar grafið er fyrir húsum hér í miðbænum, má jafnan sjá mörg lög hvert ofan á öðru, sand og möl og leir, og í þeim öll- um ýmsar leifar dýra og jurta. Elztu lögin liggja vitanlega neðst. Nú hafa menn víða á jörðunni fundið þess konar sallalög, svo mörg og þykk til samans, að nemur þúsundum feta. Par eru neðstu lögin æva-æva-gömul. Pessi lög eru þá eins og blöð í bók; þau eru lífsins bók; þau segja sögu alls þess, sem lifað hefir á jörðunni. I fylgsnum jarðarinnar, langt niður, hafa fundist leifar af mikl- um og máttugum dýrum, sem nú eru löngu útdauð. Mesti sæg- ur af dýrum og jurtum hefur smátt og smátt gengið fyrir ætt- ernisstapann og önnur komið til í þeirra stað. Eitt fuglakynið gaf upp öndina hér við íslandsstrendur á öldinni sem leið. fað var geirfuglinn. Pað er því alls ekki óhugsandi, að þessi verði forlög mann- kynsins, að kyrkingur hlaupi í það, og veslist það upp og deyi út af, löngu áður en líf sloknar á jörðunni. Á hverju veltur þá lífsvon mannsins? Hún veltur auðvitað á umhyggju þeirra fyrir kyninu. Þessvegna má hiklaust segja, að uppeldi barnanna er lífs- spursmál mannkynsins. Við manneskjur getum ekki rakið ætt okkar nema örstutt upp á við. Reyndar hef ég séð hér á landi ættartölur alla leið til Adams, en ég þykist mega fullyrða, að þær hafa ekki verið teknar í Sýslumannaæfirnir, þó að þar kenni margra grasa. En svo mikið kunnum við í ættartölu mannkynsins, að við vitum, að ýmsar greinar ættarinnar hafa dáið út. Við vitum, að rauðu mennirnir í Vesturheimi eru nú að veslast upp, og sama er að segja um blámanna kynið í Suðurálfu heimsins. Jörðin er ein, og hnöttótt eins og hnykill, okkar góða gamla, jörð, en það er margbýli á henni. Hver þjóð er sem ein fjöl- skylda og býr útaf fyrir sig. Sumar þjóðir hafa stórbú og margt manns í heimili, t. d. Englendingar og Pjóðverjar, en sumar hafa fátt fólk og lítið um sig, og til eru smáþjóðir, sem hokra í„hjá- leigum; sumir segja, að ein hjáleigan heiti ísland. fað er — eins og gerist í sveitum — talsverður nábúakritur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.