Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 57

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 57
57 »Ég efast ekki um það,« mælti hann, »að ykkur þyki mest um vert launin, sem þið fáið hér á jörðinni, þó að þið haldið því fram enn þá, að bæði þið sjálfir og allir aðrir eigi að standa fyr- ir dómstóli guðs og gera þar reikningsskap ráðsmensku sinnar.* fessi alvarlegu orð drápu niður hlátrinum að mestu leyti. Að minsta kosti hættu prestarnir að hlæja. Keli ræskti sig og hélt síðan áfram. Rómur hans var dimm- ur og þungur, svo að hann heyrðist gegnum allan ys um alt húsið. »Sá, sem við þjónum allir og kennum okkur við, spurði ekki um launin, meðan hann dvaldi hér á jörðunni. Launin hans voru þyrnikóróna og húðstroka, og hann bar sinn kross — ekki á brjóstinu, eins og prófasturinn þarna, heldur á blóðugu bakinu og vanmegnaðist undir honum.« Nú var orðin dauða-kyrð í húsinu. Halldór prófastur sat graf-kyr og skifti litum. Hann þorði ekki að líta upp. Hann fann það á sér, að prestarnir gutu til hans augunum í kyrþey og glottu. Enginn þeirra var riddari nema hann. Hvað hann hafði til þessarar vegsemdar unnið, var honum sjálfum bezt kunnugt um. En nú var honum ekki ósvipað innanbrjósts og drengnum í sögu Dickens, sem var látinn bera spjald með orðunum: Ég bit! Séra Keli skeytti ekkert litbrigðum prófastsins. Honum var meira niðri fyrir en svo, að hann væri að setja á sig annað eins smáræði. sÉví miður er það ekki merki krossins, heldur merki dalsins og krónunnar, sem oftast hefir blaktað yfir sam- komum íslenzkra presta,« þrumaði hann inn til prestanna. »Heit- asta stríðið, sem staðið hefir í kirkju okkar, var ekki um veginn til sáluhjálpar, heldur um yfirráðin yfir Stöðunum. Og þegar Gissur biskup Einarsson lét lögtaka kirkjuordínansíuna á Éingvelli 1541, var það ekkert’annað, sem prestar hans áskildu sér, en það, að fá að halda sínum gömlu réttindum. Með öðrum orðum: missa sem minst í af tekjunum — tekjunum! Og enn þá virðumst við ekki vera komnir mikið lengra áleiðis. Á hverjum prestafundi er talað um launakjör presta. — Auðvitað um fleira nú á síðustu tímunum, en lang-oftast um þau. Enn þá er haldið dauðahaldi í jarðnesku gæðin, engu síður en á dögum Árna bisk- ups og Gissurar biskups. — t*að er kannske helzt til mikið sagt,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.