Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 6
r^iiiiiiiiMiii»ii»iiiiiiiiiiiiiiui»tin»iiM«MiMi»Miiiiiiiiminiiiimiiiiiiiii»i»ii»iii»iMinii«t»«*M«««>n*«i»i Stjörnurnar kvikna hver á fætur annarri á himni kvik- myndanna, sumar vara lengi, en aðrar hverfa og gleymast eftir skamman tíma. Suzanne Pleshette heitir sú af ungu leikkonunum í Hollywood, sem einna mesta athygli vekur um þessar mundir. Ef til vill staf- ar það af því, að leikarinn Troy Donahue hefur litið hann hýru auga, eii einnig geðjast áhorfendum vel að útliti henn ar og gáfulegum leik. Suzanne lék til dæmis í Hitchock-kvilunyndinni ,Fugl- arnir.’ Troy kynnist hún, þeg- ar verið var að taka myndina „Ævintýri í Róm” og síðan hafa þau verið mjög góðir vinir, að ekki sé meira sagt. Suzanne hefur þegar sagt álit sitt á karlmönnum yfirleitt: — Heimilislegir menn eru Atriði úr nýjustu mynd Suzanna, „Hljóðmúrinn“. Þar leik- nr hún með Ty Hardin. þægilegastir, segir hún, — og fallegir menn eru ekki eins spennandi, þegar til lengdar lætur. Mín reynsla er sú, að þeir séu oft leiðinlegir og eyði alltof miklum tíma í að dást að sjálfum sér fyrir framan spegil. Nei, má ég þá heldur biðja um ósköp venjulegan mann, sem hegðar sér eðli- lega. Þar að auki eru þeir oft- ast miklu athyglisverðari en hinir laglegu menn, sem vilja helzt tala um sjálfa sig. Lítum bara á einn laglegan, sem gengur inn í næturklúbb! — Hárið á honum glansar af briliiantíni og hann lagar á sér slipsið og lítur snöggt í kringum sig, til þess að gæta að, hvort kvenfólkið hafi ekki tekið eftir honum! Suzanne Pleshette er fædd í Brooklyn 31. janúar fyrir um það bil 25 árum. Rétt fæðing- arár hennar fæst hún ekki með nokkru móti til að gefa upp. Faðir hennav • ar for- stjóri kvikmyndahú ■ >g Suz- anne hitti marg stórar stjörnur, þegar hún • r að al- ast upp, sérstakh i þegar frumsýningar voru ' aldnar í kvikmyndahúsi föður hennar. Þessi kunningsskapur hennar við þekktar kvikmyndastjörn- ur, samfara sterkum vilja til þess að gerast leikkona, varð til þess, að henni var veitt tækifæri á Broadway. Hún stóð sig vel, gerði samning við siónvarp og hafði komið þar fram 200 sinnum, þegar lienni var boðið að leilca í myndinni „Geisha Boý” með Jerry Lew- is. Sú mynd heppnaðist svo vel, að Suzanne fékk strax hlutverk í nýrri mynd. Hún er þegar orðin þekkt kvik- myndastjarna, þótt hún hafi aðeins leikið i þrem myndum. Næsta mynd liennar verður „Hljóðmúrinn” og þar leikur hún með Ty Hardin. dargt er skrýtið í kýrhausnum og öðru- vísi en búizt er við. Og oftast kemst það ekki upp fyrr enn á elleftu stundu, eins og sjá má til dæmis í eftirfarandi smáklausu, sem við rákust nýlega á: Fyrir nokkrum árum reyndi Rúmeni að svipta sig lífi með því áð skjóta af skamm byssu nokkrum skötum vinstra megin í brjóst sitt. Komið var að honum og var honum samstundis ekið snarlega á sjúkrahús. Þar komuzt læknarnir að raun um sér til mikillar undrunar, að hjartað í honum var hægra megin! í Hoboken fékk maður nokkur tafarlaust skilnað við konu sína, sem hann hafði ný- kvænzt. Maðurinn var 57 ára gamall, grand var í hvívetna og mátti ekki vamm sltt vita. Skilnaðarorsökin var svohljóðandi: Konan hans kvaðst eiga stðlpaðan son, sem hún vildi hafa hjá sér, en af tilviljun komst maðurinn að því, að hér var um fyrrverandi eiginmann konunnar að ræða! Hestamaðvr nokkur stóð upp við klárinn sinn og gaf honum heytuggu úr litlum poka. Skammt frá stóð annar maður og horfði á og tuldraði í barm sér um leið og hann hristi höfuðið í sífellu: — Þetta getur aldrei gengið. Þetta tautaði maðurinn aftur og aftur og loks missti hestamaðurinn þolinmæðina með öllu. Hann sneri sér snöggt við og spurði ævareiður: — Hver. fjandinn er það, sem getur aldrei gengið? Maðurinn svaraði með hægð: ' — Þér komið aldrei svona stórum hesti ofan í þetta litla poka ræksni. Margar sögur eru sagðar af orsökum hjóna skilnaði. Hér kemur önnuh til viðbótar, einnig frá Amer/ku. Ung kona krafðist skilyrðislaust skilnaðar við mann sinn og var orsökin sú, að hann vildi éndiiega herða hana undir næsta sum- arléyfi, sem þau höfðu ákveðið að eyða í tjaldi. Hann bjó hana undir væntanlegt sum arleyfi á svofelldan há,tt: Á hverri nóttu, meðan hún svaf, læddist hann að rúmi hennar með fulla fötu af ísköldu vatni, og hellti úr henni yfir höfuðið á herniil $ 7. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! HÉR 06 ÞAr{ Nú eru liðin 38 ár síðan franski tónsmiðurinn. Satie lézt. Samt sem áður er hann jafnan talinn í hópi frumlegustu nútíma- höfunda. Fyrir skömmu var píanóverk hansK „Vexations” frumflutt í New York. Flutningurinn tók 18 tíma og 10 píanóleikarar fluttu verkið. hver á fætur öðrum. Áhorfendur höfðu vitaskuld engan til að leysa sig af, enda reyndist það svo, að ékki voru nema þrír eftir í salmun þegar tónleikunum lauk- ☆ í Stavropolhéraði í Rússlandi hefur bónda einum tekizt að rækta það, sem liann kallar tveggja hæða ávaxtatré. Efri hluti trés- ! ins ber sítrónur en hinn neðri i appelsínur. Á þessum slóðum eru mönnym veitt bæði appelsínuverðlaun og sítrónuverðlaun, en hér reis upp vandamál um það, hvor þeirra bóndinn ætti að fá. Til þess að losna við að veita lionum tvenn verðlaun fyrir aðeins eitt tré, — fundu þeir upp það snjallræði, , að veita lionum sérstök „Krús- tjovs-verðlaun.” ☆ ^ í mörg herrans ár hefur hár- sléttun verið lrelzti starfi hár- greiðslumanna á liárgreiðslustof- ; um í hinum svonefndu „svörtu” hverfum bandarískra borga. Nú er kominn mikill afturkippur "f þá starfsemi, núna láta svörtu konurnar hins vegar stuttklippa sig og kauna sér síðan sléttlrærð- ar hárkollur. Þessar hárkollur eru miög ó- dvrar, framleiddar úr nlasti með vólum. Hinar betur stæðu negra- konur fá sér hins vegar hand- i gerðar hárkollur úr raunverulegu ■ mannshári, sem aðallega kemur frá Þýzkalandi, Frakklandi og : Rússlandi. Ein sÞ'k hárkolla kost- ; ar um það bil 20 þús. ísl. kr., sVo að það er nokkuð dvrt garnan, ef maður vill eiga eitthvað til skipt- anna. '~r ☆ ^ Dýrasti siónvarnsbáttur, sem um getur, er í bann veginn að leggja upp launana lanet um aldiu* fram, vegna bess. að ætlunin var að hann genei í fimm ár. en hann hafði aftur á móti nvhafið göngu sína, þegar hætt var við hann. Stjórnandinn var bó ekki áf verri endanum, s.iálfur Jerry Lewis. Auglýsendumir, sem stóðu að þættinum komust- að þeirri nið urstöðu, að það mundi borga sig betur að borga Jerry umsamda upphæð út í hönd heldur en láta þáttinn ganga áfram. Bandaríkjamenn hafa reiknað það út, að venjulegur maður eyði 139 dögum ævi sinnar í það að raka sig og fjarlægl á þessum tíma 11 metra af skeggi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.