Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 11
ÍR-ingar hlutu 20 guilmerki KKÍ UHFK sigraði KR 3:1 í afmælisleik í FYRRAKVOLD fór fram á grasvellinum í Njarðvík knatt- spyrnukappleikur milli KR og liðs Ungmennafélags Keflavíkur. Leik urinn var einn liður í íþróttamót- um, sem Ungmennafélagið efnir til í sambandi við 35 ára afmæli sitt, sem er á þessu ári. Nokkuð rigndi fyrir leikinn, sem gerði grasið hált og völlinn held ur erfiðari. JAFN FYRRI HÁLFLEIKUR. Fyrri hálfleikur var næsta jafn, og það svo, að hvorugu liðin tókst að sko»-a. þrátt fyrir rétt sæmileg tækifæri, m. a. átti Hólmbert, skarpt skot í þverslá, þegar á fyrstu mínútunum. Um miðjan seinni hálfleikinn kom fyrsta markið, úr snoturri fyrirsendingu, sem Einar Magnús son nýtti mjög vel, með því að skalla óverjandi í markið, þaut boltinn inn í bláhornið, stuttu síð ar skoraði svo Hólmbert annað mark sunnanmanna, með skoti, ur þvögu stutt fyrir framan mark ið. KR-ingar tóku nú að herða sig og náðu ágætu og sam- Stilltu upphlaupi, og upp úr því skoruðu KR-ingar sitt eina mark^ í leiknum. Það var Kristinn, sem skallaði inn. Stóðu nú leikar lengi vel 2:1. En nokkru fyrir leikslok, tryggðu Keflvíkingar sér örugg- lega sigurinn með þriðja mark- inu, mjög vel gerðu, af Rúnari Júlíussyni. Þetta mark var einnig skallað inn. Sem sagt þrjú af fjór um mörkum leiksins voru skoruð með skaíla. Ekki er hægt að segja það að léikmennirnir hafi ekki not að höfuðin í leik þessum. RÉTTMÆT ÚRSLIT. Leikslokin 3:1 UMFK í hag, verða að teljast fullkomlega rétt mæi . Liðið átti y'firleitt góðan lgik, var ákveðið og samstætt. Lið UM FK er að mestu skipað sömu leik j mönnum og leika með IBK í I. ! deild. Má vissulega af þeim vænta þróttmikillar baráttu í deild inni á íslandsmótinu, þegar þar að kemur. Er fullkomlega óhæ<t fyrir hin eldri og reyndari lið í heild, að reikna með harðri and- ’ stöðu og næsta óvissum úrslitum í þeim átökum. í liði KR í þessum afmælisleik, vantaði nokkra góða leikmenn. Á MÁNUDAGSKVÖLD efndi KcVfuknattleikssamband íslands til samsætis í Tjarnarcafé. Þar voru samankomnir eldri og yngri körfuknattleiksmenn rifjaðar voru upp skemmtilegar endurminningar frá utanlandsförum landsliðanna sl. keppnistímabil og kvikmyndir sýndar. Það sem mesta athygli vakti samt, var, að nú voru í fyrsta sinn afhent tæknimerki KKI. Merki þessi, sem veitt eru piltum, er leyst hafa af hendi ákveðnar þraut ir, eru úr járni, eir silfri, og gulli. Að þessu sinni voru afhent 36 merki, þar af 20 gullmerki og það voru eingöngu IR-ingar, sem þau hlutu. Eftirtöldum drengjum voru afhent merkin: Gullmerki KKÍ: Magnús Valgeirsson, 15 ára ■ Ha.lgr. Geirsson, 15 — Viktor Ægisson, 16 — Vilhj. Sigurgeirss., 15 — Finnur Guðsteinss., 16 — Sigmar Karlsson, 15 — Skúli Jóhannsson, 15 — Þorlákur H. Helgas. 15 —• AHiar Guðlaugss., 15 — Birgir Jakobsson, 16 — Gylfi Kristjánsson, 15 —• Gunnar Haraldsson, 15 — Sigurb. Sigurst.s., 16 — Stefán Friðfinnss., 15 — Pétur Böðvarss., 15 — Einar P. Stefánss., 16 — Kristján Ólafsson, 16 — Jón Ág. Jóhannss., 16 — Framhald á bls. 13. Ekki vitum við hvað hann heitir þessi ungi ÍR-ingur, sem er að taka við gullmerki KKÍ úr höndum Boga Þorsteinssonar, formanns KKÍ, en hann og félagar hans eru greinilega hreyknir. íslandsmeistarar í sundknattleik ISLANDSMEISTARAR Ármanns í sundknattléik 1964, fremri röð, talið frá vinstri: Ragnar Vignir, Sæ- mundur Sigursteinsson, Sig- urjón Guðjónsson, Stefán Jó hannsson og Ólafur Diðriks- son. Fremri röð frá vinstri: Stefán Ingólfsson, Ólafur Guðmundsson, Þorgeir Ólafs son, Siggeir Siggeirsson og Ingvar Sigfússon. ÁRMANN ÍSLANDSMEISTÁRl í SUNDKNATTLEIK 1964 MEISTARAMOT Islands í sund knattleik er nýlokið. Aðeins tvö félög sendu lið, þ. e. Ármann, sem verið hefur ósigrandi í þessari grein í áratugi og KR. Fyrsta mót ið var háð 1938 og þá vann Ægir, næsta ár 1939 vann Ármann og 1940 sigruðu KR-ingar. Síðan hafa Ármenningar ávallt orðið ís Iandsmeistarar. Árið 1960 og 1961 sendu aðeins Ármenningar lið til keppni. Leikur félaganna var hinn skemmtilegasti, en lauk þó með öruggum og verðskulduðum sigri Armenninga, sem skoruðu 5 mörk gegn 2. KR-ingar skoruöu fyrsta markið og það var eina markið, sem skor að var í fyrstu lotu. í þeirri næstu jöfnuðu Ármenningar, þaö var Pés ur Kristjánsson. í þriðju Iotu náðu Ármenningar yfirhöndinni mei marki Siggeirs Siggeirsson. Flesvi voru mörkin í fjórðu og siðusti lotu, þá skoruðu Ármcnningai þrjú, þau gerðu Pétur 2 og Ragi. ar Vignir 1, en KR eitt úr vita kasti. Eins og fyrr segir var sigur Áv manns veröskuldaður og iiðio sýndi betri og heilsteyptari ieik en KR-ingar, sem eiga ungu og efnilegu Iiöi á að skipa. Er von andi að KR-ingar haldi áfram æí' ingum og veiti Iiinum ósigi-and,1. Ármenningum enn harðari keppní næst. Einnig væri æskilegt, að hin sundfélögin úr Reykjavík og ii Hafnarfirði sjái sér fært að verr með á næsta móti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. mal 1964 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.