Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 4
BELTI OG B v •*>,'** *>. ■•• ' v’t** Égl v' Bercó beíti og beltahlutir á allar beltavélar Höfum á lager og pöntum til skjótrar afgreiðslu hin viðurkenndu BERCO belti og beltahluti, svo sem KEÐJUR, SKÓ, RÚLLUR, DRIFHJÓL, FRAMHJÓL OG FLEIRA. B E R C O belti og beltahlatir er við- urkennd úrvalsvara, sem hefur sannað ágæti sitt við íslenzkar aðstæður undan- farin 4 ár. |B| EINKAUMBOÐ á íslandi fyrir Bertoni & Cotti verksmið.iurnar Almenna verzlunarfélagið h/f Laugavegi 168. Súnar 10199 & 10101. 6UNNLAUGUR SCHEVING SEXTUGUR Framhald af síðu 5. o— maðurinn og listamaðurinn. Hér verður hvorki reynt að rekja æviferil Gunnlaugs né marg Jþætt listastarf hans, og þetta er ■aðeins litil kveðja. Gunnlaugur lrefur vissulega verið köllun sinni trúr og verið reiðubúinn að fórna öllu íyrir listirro \ ;,st hans liefur verið í ^tóðugri þróun og rís jafnt og í>étt hærra og hærra. Scnnilega eru málverk þau, sem hann er nú -fið vinna að fyrir Kennaraskólann Jþróttmestu og glæsilegustu verk lians. Þrjú þeirra eru nú á sýn- Ingu í Listasafni íslands. Það er ánægjulegt að vita til Jþess, að kennaraefni þjóðarinnar .skuli verða í daglegri snertingu við listaverk, sem þau, á meðan íá' námi þeirra stendur. Málverk Gunnlaugs eru gædd þeim töfr- Tttm, að mí.öur þreytist aldrei á horfa á þau — og þau vekja 4vallt glfcdi og uppörvun, en slíkt ér einungis ósviknum listaverk- ém gefio. — Það er vel að Kcpn- 4raskólinn skuli vera skreyttur á Jþann hátt er fyrr getur og ætti ajaunar að vera skylda að verja Afissum hundraðshluta byggingar- líostnaðar við hyggingar á vegum 'pess opinbera í slíku skyni. Méð list Gunnlaugs var brotið lllað í listasögu okkar. Hann setti tnálaralisUna í beinni téngsl við jþjóðina sjálfa en fyrirrennarar fearís í íslenzkri list höfðu gert. •Bjöll og firnindi voru ekki helzta 1‘iðfangsefni lians, heldur fólkið <ög húsin, sem það bjó í. * Sjávarsíðan, opið haf og ára- frátur, eða sjómenn í vélbáti, er ■bs hefur verið eitt af kærustu við- ^angsefnum hans. ,Sá guli’ hefui' •pðlpzt nýtt líf og er orðinn næst- ■júmí að guðaveru í höndum hans. JEilgin stétt á ríkari taug í hjarta <5unnlaugs Schevings en sjo- ^nannastéttin. Hann sagði einu sinni við mig, Íö honum fyndist hann stanaa í «bættri þakkarskuld við sjómenn- ina, sem stæðu í því að draga iisk £ þjóðarbúið. I ,Klessumálari’ var hann kallaður og -það átti að svelta hann til auðsveipni, hér um árin, en slíkt var óhugsandi. Gunnlaugur Scheving er einn bezti mannkostamaður, sem ég hef kynnzt, jafnan reiðubúinn að taka svari þess, sem á er hallað, eða að leita að þeirri hlið máls, sem megi horfa til heilla og gleði. Eáðhollur og vingóður, bjargfast- ur og trúr list sinni. List hans er samofin þjóðar- sálinni og er hluti af þjóðinni og íslenzka þjóðin mun jafnan standa í óbættri þakkarskuld við hann. Gunnlaugur Þórðarson. Minnkandi (Framhald af 16. síðu). eftir 10391. Þarna er því um hlut- fallslega kyrrstöðu að ræða. Á hinn bóginn hefur svo orðið viss aukning í hópferðum með út- lendinga, en ferðir sem íslend- ingar efna til með langferðabíl- um falla gjarnan niður vegna þátt tökuleysis og mun einkabílum um að kenna. LAXNESS iFramhald af 1. slðu). væri ekki til í íslenzkri útgáfu. Enn sagði skáldið, að allir vildu Lilju kveðið hafa, en útgáfa af ívæðinu væri ófáan.eg, og loks nefndi hann miðaldakvæði, sem bann taldi með því fremsta í bók menntum íslendinga, en væru morg oútgefin. Laxness hóf mál sitt á að ræða viðhorf smáþjóðar til stórra ná- granna, sem að vísu héidu ekki uppi skipulegri sókn gegn menn- ingu hins smáa en væru hæita engu. að síður. Hefði gengið á ýmsu, sumar smáþjóðir glatað tungu sinni og menningu, en aðr ar spymt við fæti. Þá varpaði hann fram þeirri liug mynd, að velmegun hlyti að hafa menningu í för með sér. Lýsti hann því á eftirminniiegan hátt, hvernig bókmenntir Fom-Grikkja hefðu orðið dl í sárri fátækt, en þær hefðu þó reynzt máttarstólpi allrar vestrænnar menningar í þrjú þusund ár. Á sama liátt kvað hann íslenzkar fombókmennt ir hafa orðið til, en það hefði dul izt umheiminum í mörg hundmð ár, að þessi fái.æka bændaþjóð, sem þótti standa næst viilimönn- um allra Evrópubúa, ætti ódauð- legar bókmenntir. 0 Laxness minnti á þá tíð, er kon ungsvald kom á lútersku hér á landi. Þá hefði ver.ð auðveli. að fá ókeypis biblíur á dönsku og danskar prédikanir af stólum kirknanna. Íslendingum hafi þá þótt sjálfsagður hlutur að þýða Nýja testamentið, og engum kom- ið til hugar, að það væri mannrétt indamál að fá ókeypis danskar biblíur. Se.ning Listahátíðarinnar hófst á-því, að dr Páll ísólfsson stjórn- aði flutningi þjóðsöngsins. Þá setti Jón Þórarmsson tónská.d og for- maður Bandalags íslenzkra lista- manna, hátíðina með ræðu. *Rakti hann forsögu slíkra hátíða og til- drög þess, að nú er þráöurinn lek inn upp á nýjan leik. Hann la.di, að sambúð listamanna og ríkis- valds hefði aldrei betri verið en nú, en varaði við ýmsum hættum, sem steðja að menningu og listum þjóðarinnar. Gylfi Þ. Gíslason menntamála ráðherra flutti hádðinni kveðju. Minnti hann á, að vísindi og listir yrðu að haldast í hendur, hvorugt væri eitt nóg heilsteyptum manni Þessa væri gott að minnast á þeim tímum ,er vísindum færi ört fram og ný þekking væri vegsömuð. Ráð herrann minntisi, á f jöldamiðla nú tímans, sem væru jafn sjálfsagð ir og fjöldavald lýðræðisms, þótt vel þyrfti að fara með.- Taidi hann það afturhaldsmenn okkar tímaT sem snerust gegn þessum fjölda- miðlum. Að lokum árnaði ráð- herrann íslenzkum listamönnum allra heilla. Geir Hal.grímsson borgarstjóri ræddi þær hugmyndir, að menning þjóðarinnar hefði varðveitzt og tílómgazt í dreifbýli. Það værl rétt en nútimalistir þyrftu borga við og borgirnar lis.anna ekki síður. Flutti hann hátíðjyini kveðjur Reyk j avíkurborgar. Sinfóníuhljómsveit íslands og söngfólk úr Fílharmóníu og Fóst- bræðrum fluttu undir stjórn Igor Buke.offs, Minni íslands eftir' Jón LeifS ög Lofsöng eftir Pál ísólfs- son. Loks lásu þrír höfundar upp, Guðmundur Hagalín, Guðmundur Böðvarsson og Þórbergur Þórðar son. Á sunnudag var opnuð í Lista safni íslands sýning á myndlist síðustu fimm ára og um leið var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns- ins bókasýning. Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells opnaði báðar sýningar með ræðu. Forseta hjónin voru viðstödd er þessar sýningar voru opnaðar. ÖRYGGIÐ (Framhald af 1. slðu). manna á þeim. Upplýsingar um aflabrögð hæstu skipanna kynnu að hafa fréttagildi, en ekki al- mennt upplýsingagildi að því leyti, að þær gætu gefið almenn- ingi a.veg ranga hugmynd um laun sjómannastéttarinnar í heild og af komu ú.vegsmanna, en gæfu ekki rétta heildarmynd af þessu. Ekki mætti heldur miða við tekjurnar einar, útgjöldm þyrftu að koma með, ef meta ætti afkomuna. í mörgum úlfellum gæti skip með lítinn afla komizt betur af en skip með mikinn afla, ef útgjöldunum væri me.ra í hóf stillt . Þá minnnti ráðherrann á, að brátt yrði haldið upp á 20 ára af- mæli lýðveldjisins og taldi, að segja mæ.ti, að stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar hefði eflzt á ýmsan hátt á þessum 20 árum og minnti í því sambandi á, að íslendingar hefðu nú öðlazt óskerc an rétt yfir 12 mílna fiskveiði.and helgi sinni í smð 3 áður, auk þess sem samstarf okkar og vinátta við erlendar þjóðir hefði aukizt. Emil sagði, að margir undruðust, að við skyldum geta hald.ð hér uppi sjálf stæðu menningarríki. Forsendur þess væru fyrst og fremst okkar forni menningararfur og afrakstur þjóðarinnar af a<.vinnuvegunum, sem skotið hefði fjárhagslegum stoðum undir pólitískt sjálfstæði og menn.ngu hennar. Þar bæri fyrst og fremst að telja sjávarút- veginn, þó að ekki mætd gleyma landbúnaði og iðnaði. Ekki væri nema mannsaldur síðan íslending ar stunduðu mestmegnis fiskveið- j ar á árabátum qða litlum seglbát um, en nú ættu þeir stóran og glæsilegan fiskveiðiflota og hefðu lileinkað sér beztu veiðiaðferð- ir, sem nú þekkjast, svo að afla- | magn og tekjur þjóðarinnar færu j sívaxandi. Enn sem fyrr kvaðst j ráðherrann vænta mesta búsílags- ins frá sjávarútveginum. Þess vegna bæri að sýna honum fulía alúð og ræktarsemi og tryggja þróun hans og vöxt hér efúr sem hingað til. Þá gat Emil þess, að undanfarið hefði gengið illa að manna nokk- urn hluta flotans, einkum togar- anna. Hann kvaðst ekki ætla að rekja ástæðurnar úl þess, en sagð ist vilja undirstrika, að það mætti ekki koma fyrir, að skipin lægju bundin í höfn vegna þess, að ekki fengjust áhafnir á þau, af því að svo margir stunduðu vinnu í landi ýmist við óarðbær störf eða önn- ur, sem bíða mædu að skaðlausu. Hann sagði loks, að öllum bæri nú saman um, að aldrei hefðu ver ið jafngóð tækifæri og margir möguleikar til veiða og nú af ýms um ástæðum, en ótti hefði þó kom ið upp um, að nýjungarnar væru ekki með öllu hættu.ausar, enda hefðu í seinni tíð orðið hér óeðli lega margir skipstapar, og ynni nú sérstök nefnd að því að rann- saka orsakir þeirra og gera tiltögu til úrbóta. Þó að góð aflabrögð veru eftirsóknarverð og bezt væri að fjárhags.egur ávinningur sjó- manna og ú.gerðarmanna væri sem mestur yrði öryggið alltaf að ganga fyrír. ,,Nú eru síldveiðar fyr ir norðan og austan að hefjast“, sagði Emil og minnti á, að þar hefði oft verið tefU á tæpt vað. Og þó að sumarveðráttan væri þar oft góð, gæti það reynzt nauðsynlegt að setja um þær veiðar svipaðar reglur og setiar voru um shdveið arnar sunnanlands í vetur. ^ Loks óskaði hann sjómönnum allra heilla og velfarnaðar í lífi og starfi og lét í ljós þá von, að þeir mættu jafnan koma heilir i höfn úr hverri ferð um höfin. Hannes á horninu (Framhald af Z. síðu). ast. Eg veit hvernig það bregzt við hégómanum og hisminu. Það hlustar á þögult. Það skiptir sér ekki af. En það ber í sér fræ fram tíðarinnar. Á TÍMUM ÞRENGINGANNA skóp það, einmit það, listaverkin í málí og myndum, ekki aðeins á íslandi heldur og í mörgum öðrum lönd um og álíuiii. Þetta er elkki „menntað“ fólk. En í sál þess em fræin. Og það er einmitt þessi arfur, sem við vitum nm og beztu listamennirnir þekkja i innsta inni sem valda bjar sýni okkar og gera lífið svo fagurt og ríkt af fyrir- heitum, — þrátt fyrir allt. Hannes á horninu. 9. júní 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.