Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 9
Wennerström ásamt Nordenskiold hershöfðingja, en það var liann sem kom Wennerström í klærnar á RúsSum. sinn á ákveðinn snaga, og síðan 'gekk rússneski milligöngumaður- inn í vasana. Þyrfti hann sjálfur á elnhverju að halda, t. d. filmum til að ljósmynda á, fór hann í vasa Rússans. Eina og eina filmu hafði hann oft í lófanum og af- henti hana um leið og hann heils- aði. Venjulega voru allar þessar film ur í brúnum umbúðum, en væri efni þeirra sérstaklega brátt að- kallandi, voru umbúðirnar hvítar. Stundum var.hitzt einhvers stað- ar úti. í borg á kvöldin eða úti á Lindingö. Milligöngumaðurinn fór alltaf eitthvað út í borgina nokkr- um stundum fyrir stefnumótin til þess að ganga úr skugga um, að honum væri ekki veitt eftirför eða í því skyni að villa hugsanlegum leynilögreglumönnum sýn. Þá voru einnig senditæki notuð, Það var í Austur-Berlín, sem Wennerström fékk skipun um að hlusta. Tilraunaskeyti var sent. En tæki hans voru ekki nógu góð, þrátt fyrir sérstakt loftnet. Hann keypti þá nýja ameríska sendistöð að undirlagi Rússa. í nokkrum til- fellum hafði hann fengið skipanir frá Rússlandi um talstöðina. ( -A- Hershöfðinginn með dáleiðsluhæfiieikana. Á mörgum blaðsíðum í réttar- skjölunum er talað um „hershöfð- ingjann“, sem leikið hefur afdrifa- ríkt hlutverk í lífi Wennerströms. fíver er þessi hershöfðíngi? Nafn hans er Pjotr Paviovitj Lemenov. Eftir stóru leyniskjalasending- una 1949 varð Wennerström þýð- ingarmikill njósnari. — Þér hafið náð hershöfðingjatign, sögðu Rúss- arnir. I Upp frá því gat njósnarinn hringt beint til hershöfðingjans Lemenovs. En hann mátti aðeins hringja frá almenningssímum, torg símum. Fyrst átti Wennerström að hringja þrjár hringingar, leggja síðan tólið á og hringja aftur. Þetta voru öryggisráðstafanir gegn feil- hringingum. Þyrfti hershöfðinginn að ná sam bandi við Wennerström, var því komið í kring með tvennu móti. Arínað hvorr var sérstökum bíl lagt nálægt heimili Wennerströms eða við einhverja leið, sem hann mundi ganga. Þá vissi hann, að hershöfðinginn vænti upphringing ar. Sæti hershöfðinginn hins veg- ar í bilnum, var það merki þess, að þeir skyldu hittast. Og hvernig var svo þessi hers- höfðingi? Wennerström segir þann ■g frá: — Hann var háttsettur maður í upplýsingaþjónustu Rússa. Hann Framhald á síðu 10. SÍLDARSTÚLKUR Viljum ráða nokjtrar stúlkur til síldarsöltunar. Fríar ferðir, frítt húsnæði. Einnig vantar oss nokkra góða karlmenn. Upplýsingar næstu daga frá kl. 5 — 7 í síma 32790. Kaupfélag Raufarhafnar. LAUST STARF Gæzlumaður óskast nú þegar til að hafa með hönduni eft- irlit með sorphaugum í Kapelluhrauni í sumar. Nánari upplýsingar veittar í Bæjarskrifstofunni í Hafn- arfirði. Heilbrigðisfulltrúinn í Hafnarfirði. RITARI ÖSKAST Staða ritara á rannsóknadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt reglum um Iaun opinberra starfsmanna. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í vélritun, islenzku, ensku og Norðurlandamálum. Hraðritun æski- leg. Umsóknir með upplýsingum um aldur námsferil og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 15. júlí n.k. — Reykjavík, 24. júlí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. LANDSPÍTALINN 3 námskeið í rann- sóknadeild spitaians Frá 1. ágúst 1964 getur Landspítalinn tekið 3 nemendur í nám á rannsóknadeild Landspítalans. Nemendur skulu hafa lokið stúden'tsprófi. Námstíminn er 24 mánuðir og fá nemendur greidd laun námstímann. Eginhandarumsókn sendist forstöðumanni deildarinnar í Landspítalanum fyrir 10. júlí 1964. Reykjavík 24. júní 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. TRELLEBORG þegar um hjólbarða er að ræða: TRELLEBORG hjólbarðar ýmsar stærðir. ATHUGIÐ VERÐIÐ — GÆÐIN ERU KUNN. SÖLUUMBOÐ: HRAUNHOLT V/MIKLATORG. Gunnar Ásgeirsson h.f. j t ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1964 *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.