Alþýðublaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 3
mVWWm<WMWWW»mWtWi*iWWWWVW WWMMWWWWMWVWWWVWWWWWWMMV HMMMWMWMWWWWWMMWWMUVtiMWW HERTOGINN af Edinborg, sem kemur hingað úl lands í dag, er þekktur fyrir hreinskilni, sem mörghm gremst en enn fleira fólk um allan heim er hrifið af. í stað þess að láta venjulog, kurteisleg og vin- samleg orð falla, sem engan móðgar, talar hann af hrein- skilni um ýmis málefni, og nú orðið býst fólk við þ'essari hreinskilni af honum. Þegar Elísabet varð drottn- ing Bre.aveldis í februar 1952, var á marga .und erfitt að spá um, hvert hlutverk hertogans yrði. Hertoginn hafði haldið áfram liðsforingjastörfum sín- um í flotanum síðan þau gengu í hjónaband í nóvcmber 1947 og jafnframt gegnt vissum kon unglegum skyldustörfum. Þetta breyttist skyndilega við andlát Georgs konungs VI, og mikið var bollalagt um fram tíð eiginmanns hinnar nýju drottningar ... ★ ATHAFNASAMUR En her.oginn af Edinborg hefur sýnt sjá fstæðan persónu leika og lætur mikið að sér kveða í opinberu lífi í Bret- landi og brezka samveldinu. Hann hefur öðlazt nokkra sér- þekkingu á sviði vísinda og iðn aðar. Áhugi hans á vísindum var greinilegur , áður en Elísabet varð drottning. Árið 1951, þeg ar Bretlandshátíðin var hald- in, var hertoganum boðið að gerast formaður félags, sem stuð'ar að eflingu vísinda í Bretlandi, og fyrsta ræða hans sem formaður féiagsins vakti mikla athygli. Ræðan sýndi, að áhugi hans var ekki einung is kurteislegs eðlis, heldur að hann hefði mikinn áhuga á' þeirri hlið málsins, sem vakti mesta athygli hans, þ.e., hag- nýtu gildi vísindalegra upp- götvana. Síðan hefur hertoginn sýnt hvað eftir annað áhuga sinn á að fylgjast með þróuninni á sviði vísinda og hann hefur heimsótt margar rannsóknar- stofur og vísindastofnanir víðs vegar í heiminum. Áhugi hans á hagnýtingu vísindarannsókna í iðnaði hef úr nú vakið áhuga hans á iðn aðinum í heild .Hann hefur öðlast þekkingu sína frá fyrstu hendi með heimsóknum í verk- smiðjur og iðjuver og fundum með iðjuhöldum og með því að rannsaka náið þróunina í iðn- aðinum. Hann varð verndari Velferð arfélags iðnaðarins að Georg konungi VI látnum, og 1956 efndi hann til ráðstefnu sem karlar og konur hvaðanæva að úr samveldinu sóttu. Þetta var fyrsta rannsóknarráðstefna her togans af Edinborg, þar sem tekin voru fyrir mannleg vanda mál sem aukin iðnvæðing hefur í för með sér í samveld inu. Önnur svipuð ráðstefná var haldin í Kanada 1962. ★ ÁHUGI Á UNGU FÓLKI Áhugamál hertogans eru samt ekki einskorðuð við vís- indi og iðnað. Hann er verndari eða forseti margra félaga, sem sjá um menntun og velferð æskufólks. Eitt þessara félaga hefur það markmið, að tryggja börnum og unglingum nógu góða leikvelli og iþróttavelli. Hann er forseti samtaka um 200 félaga, sem beita sér fyrir leikfimi- og lieilsufræðimennt- un. Ef til vill kom trú hans á skapgerð og hæfileikum æsk- unnar nú á dögum bezt í ljós, þegar stofnað var til verðlauna hertogans af Edinborg. Til þess að hljóta þessi verðlaun verður iólk að vinna að ein- hverjum ævintýralegum verk- efnum, í björgunarstarfi, þjón ustu í þágu almennings eða á mörgum öðrum sviðum. Ung- lingar verða að hafa unnið tals verð afrék til að hljóta verð- konunganna Georges og Páls, en sá síðarnefndi lézt í vor. Skömmu eftir að Filippus fæddist, var gríska konungin- um steypt af stóli og fjölskyld- an fór í útlegð til Parísar. 8 ára gamall var Filippus send- ur til náms í Bretlandi, síðan til Þýzkalands og loks til S,- Frakklands og þar hlaut hann helztu menntun sína. Hann var góður nemandi og var einn- ig frábær íþróttamaður, ekki sízt í siglingum, sem hann hef- ur alltaf haft hvað mest yndi af, krikket og reiðmennsku, en prinsinn er ágætur póló-leik- maður. Filippus barðist í brezka flotanum í heimsstyrjöldinni síðari og var orðinn skipherra þegar henni lauk. Er liér var komið var farið að tala um hann sem hugsanlegan eigin- mann Elísabetar prinsessu, en þau höfðu kynnzt 1939 og oft hitzt síðan. 20. nóvember 1947 voru þau gefin saman í West- minster Abbey. Þau eiga fjög- ur börn: Karl prins af Wales, f. 1948, Önnu prinsessu, f. 1950, Andrés prins, f. 1961 og Játvarð, sem fæddist í vetur. launin, og margir unglingar reyna að vinna til verðlaun- anna á hyerju ári. Auk starfa í þágu margra félaga og ferðalaga með Elísa betu drottningu erlendis hefur hertoginn einnig farið í margar rannsóknarferðir _ á eigin spýt ur. Milljónir sjónvarpsáhorfenda hafa hlýtt á sjónvarpsræður hans um þessi ferðal., og hann skreyttar eru ljósmyndum, er hefur gefið út tvær bækur, sem hann hefur sjálfur tekið. Önn ur bókin fjallar um fugla á Bretlandi, en hin um Suður- Ameríkuferð Filippusar prins. Þar eð hertoginn af Edin- borg er ekki bundinn af kon- unglegum skyldustörfum, sem falla drottningunni í skaut og hún ein getur gegnt, hefur hann getað staðið í nánu sam- bandi við mikilvæga þætti nú- tímalífs. Hann myndar sínar eigin skoðanir og lætur þær óhikað í ljós og af einlægni, sem ekki hefur verið búizt við að meðliini konungsfjölskyld- unnar fyrr en á síðari árum. En jafnvel þeir,sem eru hon um stundum ósammála, játa að skoðanir hans byggjast á þekk ingu og reynslu, sem hann hef ur sjálfur leitað að og fundið. Filippus prins er af Batten- berg-ætt, en hin enska grein hennar kallast Mountbatten og var móðir hans systir Mountbattens lávarðar yfir- manns herafla Bretlands. Fil- ippus, sem er 43 ára að aldri, fæddist á grísku eynni Korfu og var faðir hans, Andrés Grikkjaprins, bróðir grísku MtMMMMVmMUHMmMMtmMMMUWmUUIW WWWMWMMWWMMWWMMtWWWWMWHWVWWWWMtWWWWMWWWMWWWWWWMW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. júní 1964 3 WWWMV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.