Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 8
Hlýtt hugarfar er æski- iegt, en ekki skilyrði eiginmenn, sem eitthvað liafa brot ið af sér gágnvart eiginltonunni? — Nei, þeir koma ekki frekar vegna þess, nema síður sé. Blóma- kaup eiginmanna eru í vaxandi mæli, og vil ég ráðleggja þeim að halda þeim áfram og konum að taka slíkt ekki illa upp til þéss er engin ástæða. - Nei - ég hef aldrei Ólafur Guðmuni — Hvað mundu blómin þola langan fiutningstíma? — Þau mundueflaust þola sólar- hring, en flutningstíminn þyrfti aldrei að vera svo langur, ef mið- að er við Evrópu og Ameríkumark að. Við höfum gert tilraun með inn- flutning á nellikum frá Hollandi og mjög lítið var um skemmdir í sendingunni. — Þið hélduð sýningu í Lista- mannaskáianum nýverið. Telur þú slíkar sýningar hafa kosti í för með sér? |— Þetta var ekki stór sýning, en fengur að henni eigi að síður. Sýningar eru mjög nauðsynleg- ar og fólk ætti að notfæra sér þær, þegar þær eru haldnar. Þessi sýning í Listamannaskál- anum, var mjög vel sótt, miðað við sýningartíma og það hversu lítil hún var. — Er það satt, að beztu við- skiptavinir blómakaupmanna séu — Verzlunin er á fleiri stöðum í bænum? — Við höfum útsölu á Lang- holtsvegi og erum auk þess með Litlu Blómabúðina í Bankastræti 14, en þær verzlanir komu seinna. Þess má geta, að ég er ekki einn með þessar verzlanir. — Þarf sérstakt skapferli til að umgangast blóm? — Þaö er mjög æskilegt, að fólk, sem umgengst blóm hafi hlýtt hugarfar, en ekki skilyrði. — Blómaframleiðslan fer eftir árstíðum, eða hvað? — Vissulega. Núna til dæmis er mest um nellikur og rósir svo og Chry antemum, og bráðum koma á markaðinn fresjur og gladiólur. Að sjálfsögðu eru flestar þessar tegundir til i fjölda gerðum og af- brigðilegum. Fyrir jólin kemur mest af skreytingum ýmiskonar, eins og til dæmis chrysantemum og hyasintum saman. Þá koma einnig túlipanar. Stuttu eftir jól koma svo páska- liljur, erokusar og ýmis önnur laukblóm. Þær tegundir eru á markaðinum fram á vor, en þá taka þær tegundir við, sem ég taldi fyrst upp, auk ljónsmunna, levkoj og fleiri tegunda. — Biðja viðskiptavinir um ráð- leggingar? — Ef viðskiptavinur vill fá upp- lýsingar, leiðbeinum við honum að sjálfsögðu eftir beztu getu. Það kemur fyrir að menn koma til dæmis til að kaupa blóm handa sængurkonu. Þá bendum við hon- um á að kaupa sérstaka sængur- konuvendi, en þeir hafa rutt sér mjög til rúms upp á síðkastið. Hitt er annað mál að venjulegur blómvörður gerir að sjálfsögðu sama gagn. — Hefur blómasala aukizt síð- ari árin? — Þau mundu eflaust þola sólar að vísu fjölgar fólkinu og hefur það sitt að segja, en mér er óhætt Texti : itagnar Lár. Myndir: ióh. Vifherg. að fullyrða, að fólk er að læra að nota blóm og venjast þeim meira og meira. — Er markaður fyrir blóm allt árið? — Að vísu já, en hann er nokk- uð misjafn. Mest er blómasalan á vorin og haustin, en þá eru ýmsir atburðir sem skapa hana, svo sem fermingar og giftingar og skóla- uppsagnir og fleira þess háttar. Yfir hásumarið er aftur á móti minni sala, sem stafar meðal ann- ars af því að þá er fólk í sumar- fríum og á þeytingi um allt. Af þessum ástæðum er framboðið miðað við þau tímabil sem eftir- spurnin er mest. — Hvað um erlendan markað, hefur verið hugað að honum? — Það hefur talsvert verið rætt .um það mál, en litið framkvæmt. Að sjálfsögðu höfum við mikla möguleika á að rækta blóm til út- flutnings, en það útheimtir mikl- um mun meiri ræktun og til henn ar þarf fjármagn. Jarðhiti er næg- ur til ræktunarinnar og skiptir þá ekki máli hvort hún er í Borgar- firði, á Reykjanesi, austur í Bisk- upstungum eða Hreppum. Öll þessi landssvæði mora í heitu vatni, sem að mestu er ónotað. En til þess að geta ræktað þurfum við að nota rafmagnsljós eins og víða tíðkast erlendis. Ef til kæmi yrði ' aS selja garðyrkjumönnum raf- magnið á stóriðjutaxta, svipað og er um Áburðarverksmiðjuna. — Hvað um tímann, sem færi í útflutninginn? — Hann er ekki til fyrirstöðu þegar flugsamgöngurnar eru svo góðar sem raun ber vitni um. — Hafa verið gerðar tilraunir með útflutning? — Við sendum sýnishorn af nell- ikum til Danmerkur, en þeir gerðu svo stóra pöntun, að ógerningur var að sinna henni, þeir vildu fá meira á einni viku en við framleið um á einu ári. HEITA VATNIÐ hefur reynzt okk ur íslendingum til margra hluta nytsamlegt. Við notum (það til að kynda upp híbýii okkar og við notum það til upphitunar á gróð- urhúsum, en það gerir okkur kleift að rækta blóm allan ársins hring. Við skulum nú ræða stuttlega við einn af blómasölum bæjarins, Ólaf Guðmundsson, og líta inn til hans þar sem hann stendur í verzlun sinni að Skólavörðustíg 3a. — Hvenær stofnsettir þú þessa verzlun, Ólafur? — Verzlunin var stofnsett árið 1950, af mér og nokkrum garð- yrkjumönnum. Fyrst var hún til húsa í Aðalstræti, í litlu húsnæði þar, síðan á Skólavörðustíg 10 og síðastliðin 6 ár hefur hún verið hér að Skólavörðustíg 3a. — Var það upphaf kaup- mennsku þinnar? i— Já, en ég hafði fengizt við verzlunarstörf áður. Ég byrjaði að selja blóm í heildsölu fyrir nokkra en sú sala þróað- síðan í smásölu og ég hélt á- að selja sömu aðilum. 8 8. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.