Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 11
i karlafiokki ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. nóv. 1964 Frá Reykjarvikurmótinu í handbolta: KR sigraði Fram Landsleikir við Spán og heimsókn Dan merkurmeistara 1 handbolta Margrt og mikið verður a döfiniu handknattleiks iþrottinni 1 þessum manuði. Laugardaginn 14. nov. eru Danmerkurmeistararmr, Aj ax, væntanlegir hingað tii Reykjavikur á vegum Vals og leika fyrsta leik smn her a landi dagmn eftir. Ajax mætir þa Islandsmeisturum Fram iþrottahusinu a Keflavikurflugvelli. Alls leika Danirnir f jóra leika her a landi að þessu sinni, auk leiksins við Fram, leika þeir við Val, FH og úrval lands- Framhald á 10. siðu KR varð bikar- meistari i fimmta sinn KR-INGAR sigruðu í úrslitaleik bikarkeppní KSÍ, en leikurinn fór fram meðan á prentaraverkfall- inu stóð. KR vann Akranes í úr- slitaleiknum með yfirburðum eða 4 mörkum gegn engu. Þetta er í fimmta sinn, sem keppnin ííer fram og KR hefur ával'lt borið sig- ur úr bítum. Guðmundur Svein- björnsson, varafoi-maður KSÍ af- henti sigui-vegurunum verðlaun- in. Við sama tækifæri voru Skaga mönnum afhent verðlaun fyrir sig ur í bikarkeppni 2. aldursflokks. Á sunnudaginn léku KR og Framarar sigur úr býtum með 1 marki gegn engu. Það var síð- asti opinberi knattspyrnukappleik ur ársins. Frá aðalfundt Skíðaráðsins: Ellen Sighvatsson endurkjörinn AÐALFUNDUR Skíðaráðs Reykja víkur var haldinn miðvikudaginn 28. október s.l. Allij- fulltrúar voru mættir frá skíðadeildunum sjö, sem starfandi eru í Reykja- vík. Formaður Skíðaráðsins, Ellen Sighvatsson, setti fundinn og fund arstjóri var kosinn Stefán G. Björnsson, formaður Skíðafélags Reykjavíkur. Ritari var Guðjón Valgeirsson, Skíðadeild Ármanns. Formaður gaf skýrslu ráðsins fyr ir síðastliðið ár. Gjaldkerinn, Þor bergur Eysteinsson, las upp end- urskoðaða reikninga, sem einróma voru samþykktir. Þrátt fyrir lítið skíðafæri á síð- astliðnu ári, voru flestöll mót haldin hjá Reykjavíkurfélögunum, og ennfremur sóttu reykvízkir skiðamenn mót til Siglufjarðar, ísafjarðar, Akureyrar og Noregs. Hið nýkjörna skíðaráð skipa: Formaður: Ellen Sighvatsson, SVÍAR SIGRUÐU UM síðustu helgi háðu Svíar og Norðmenn tvo landsleiki í hand- knattleik. Svíar sigruðu í báðum, í fyrri leiknum í Þrándheimi sigruðu þeir með 22:14 og í þeim síðari í Osló með 21:14. Markmaður Svía, Donald Lind- blom varði frækilega í leikjunmn og m. a. varði hann öll vítaköst, sem Norðmenn fengu. Lindblom er markvörður félagsins Red- bergslid, sem Ieikur við Fram í Evrópubikarkeppninni síðast í þessum mánuði. Í.K.; varaformaður: Hinrik Her- mannsson, K.R.; ritari: Reynir Ragnars, Í.R.; gjaldkeri: Leifur Miiller, Skíðafélag Reykjavíkur; æfingastjóri: Sigurður R. Guðjóns son, Ármann; fræðslustjóri: Gunn steinn Skúlason, Val; áhaldavörð- ur: Björn Ólafsson, Víking. Hið nýkjörna Skíðaráð mun inn an skamms leita tiiL bæjarbúa í sambandi við firmakeppni ráðsins. Eftir aðalfundinn var sameigin leg kaffidrykkja. MEISTARAMOT Reykjavíkur í handknattleik hófst 17. október síðastliðinn og er leikið um allar helgar og oftar. Mótinu lýkur 6. desember næstkomandi. Iíeppnl hefur verið skemmtileg og úrslit komið nokkuð á óvart, en mest á óvart hefur komið framniistaða KR-inga, sem ekki hafa tapað Ieik og m. a- unnið þau tvö félög, sem flestir töldu Iíkleg ■ til sigurs, áður en mótið hófst, ' þ. e- íslandsmeistarana Fram og | Ármann, sem sigraði í Hraðmóti á dögunum. ÍR-ingar hafa einnig komið nokkuð á óvart og eru í öðru sæti ásamt Fram. Þar sem Gunnlaug- ur Hjálmarsson og Gylfi bróðir hans hafa yfirgefið raðir ÍR-inga bjuggust víst ekki margir við miklu af liðinu, en ÍR hefur unn- ið Þrótt og Víking og tapaði fyrir Fram, en veitti íslandsmeisturun- um harða keppni. Urslit Ieikja í meistaraflokki ! karla: I Þróttur-ÍR 9-10; ■ Ármann-Víkingur 8-7; KR-Valur 10-9; Ármann-Valur 6-9; Þróttur-KR 11-15; Fram-ÍR 17-10; Ármann-Þróttur 10-10; Víkingur-Valur 9-11; Fram-KR (10-13; Ármann-KR 8-9; ÍR-Víkingur 11-7; Valur-Fram 7-13. Staðan í mfl. karla: KR 4 4 0 0 47:38 8 Fram 3 2 0 1 40:30 4 Í.R. 3 2 0 1 31:33 4 Valur 4 2 0 2 36:38 4 Ármann 4 1 1 2 32:35 3 Þróttur 3 0 1 2 30:35 1 Víkingur 3 0 0 3 23:30 0 I meistaraflokki kvenna hafa farið fram tveir leikir og hafa úr- slit orðið þessi: Ármann-Víkingur 10-5; Fram-Valur 6-7. Á morgun birtum við iirslit leikja í yngri flokkunum. Mótið heídur áfram n.k. laugardag. Karl Jóhannsson, KR. WiiWWWWWWWMWA HARALD krónprins Nor egs var meðal keppenda á Olympíuleikunum og hann var fánaberi norska flokks ins við setningu leikanna. Á myndinni sézt hann á- samt tveim norskum stúlk- úm, sem kepptu í Tokyo.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.