Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 13
MIÐNÆTURHUÓMLEI'KAR VERÐA f HÁSKÓLABÍÓ MIÐVIKUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 23,3® HAUKUR MORTHENS KYNNIR - VINSÆLUSTU BÍTLAHLJÓMSVEITIRNAR GARÐAR OG GOSAR - SÓLÓ ■ HLJÓMAR DÚMBÓ SEXTETT OG STEINI - TÓNAR Békfelísútgáfan ÁSTARSAGA eftir KRiSTMANN Ármann og Vildís Ármann og Vildís er ein fegursta skáldsaga KKISTMANNS GUÐMUNDSSONAR og sú bókin, sem einna fyrst varð til þess að afla honum viðurkenningar og frægðar víða um lönd. Þessi saga hefur aldrei fyrr verið þýdd á íslenzku í heild og gefin út. Nú hefur höfundurinn sjálf ur þýtt skáldsöguna og jafn framt umskrifað hana að nokkru, svo að hér er raun- verulega um nýja skáldsögu að ræða. Ármann og Vildís er fag- urt skáldverk og hugnæm bók, sem jafnt eldri, sem yngri inunu hafa ánægju af að lesa. Happdrætti Alþýðublaösins ER FLUTT AÐ HVERFISGÖTU 4 kjallarinn GENGIÐ INN FRÁ HVERFISGÖTU - SÍMI 22710 Framhald úr opnu. vissulega eygja sigurvonir, og voru fundarmenn honum sammála um það, livað svo sem aðrir segja og halda. Leigubílstjórinn, sem ók okkur á fundinn var ekki á þeirri skoð- un, að Goldwater væri sigurstrang legur. — í»að ®r of mikið af gáf- uðu fólki, hér í landi til þess að hann geti náð kosningu, sagði bíl- stjórinn, sem var hvítur maður um fertugt. Það er ekki ofsagt að segja, að það hafi undarleg áhrif á mann, að heyra 78 þúsund manns æpa í kór: We want Barry, og gefa frá sér flest þau hljóð önnur, sem mannskeppnan getur framleitt. — Svona múgsamkoma vekur óneit- anlega upp myndir af fundum Hitl- ers í Þýzkalandi, þegar vegur Hitlers var sem mestur. Fólkið sem þarna var samþykkti allt, sem ræðumaður sagði, alveg sama hvað það var, og hvers eðlis, eða hvort nokkur skynsemi var í því fólg- in, því að múgurinn hafði misst hæfileibann til að hugsa. Á fundinum sá ég einn blökku- mann. Hann var blaðamaður og fór áður en Goldwater hafði lokið máli sínu. Framhald úr opnu. drei með nafni, heldur sagði hann ævinlega, „andstæðingur okkar,” og einu sinni bætti hann við, — „þessi hershöfðingi í flughern- um,” er hann var að segja, að Goldwater hefði greitt atkvæði gegn fjárveitingu til flughersins. Hvað eftir annað varð Johnson að gera hlé á ræðu sinni, þegar mann fjöldinn greip fram í fyrir honum og hyllt.i hann. Þegar Johnson var um það bil hálfnaður með ræðuna, komu 20 til 25 stuðningsmenn Goldwaters, mest unglingar, og gengu um þver- an salinn og báru spjöld með myndum af Goldwater og ýmsum slagorðum. Fundarmenn gerðu þegar í stað mikil hróp að þeim, en Jolinson lét sér hvergi bregða. Þetta fólk kemur stundum á fundi okkar, sagði hann, af því að það vilí komast í góðan félagsskap, og mér þykir vænt um að þið skulið taka vel á móti því. Þegar liópurinn var að fara út, sagði Johnson: — Eg sé meira að segja, að á spjótunum þeirra stendur: Gull fyrir hina ríku, vatn fyrir hina fátæku og Johnson fyr- ir forseta! Allt fór þetta friðsamlega fram, en Goldwatermenn kvörtuðu þó undan því að hafa orðið fyrir að- kasti eftir að þeir komu út. Það bar til tíðinda þetta kvöld, að stórblaðið The Sun í Balti- more, lýsti því yfir í forsíðuleið- ara, að það styddi Johnson. Þetta blað hefur yfirleitt ekki stutt fram bjóðendur demókrata í forseta- kosningum. Nú er talið að 398 banda- rísk dagblöð styðji Johnson og I-Iumphrey en 335 styðji Goldwat- er og Miller. Johnson-blöðin eru talin hafa 26 milljóna upplag, en upplag Goldwaters blaðanna telja áreiðanlegar heimildir ekki nema 7,5 milljónir. Hér er alltaf verið að gera skoðanakannanir og í þeim efn- um er mest mark tekið á Gallup og Louis Harris, en skoðanakann- anir þessara beggja aðila ná til alls landsins. í morgun telur Gallup að John- son njóti stuðnings 64% kjósenda, Goldwater 29%, en 7% séu óá- kveðnir, Louis Harris telur hins vegar, að 60% fylgi Johnson, 34% Goldwater, en 6% séu óákveðnir. Fróðlegt verður að sjá hve nærri þessar ágizkanir verða, en lftill vafi virðist nú leika á því, að Johnson muni vinna stórsigur 3. nóvember nk. E.G. SMURT BRAUÐ Snittur. Oplð frá U. 9—13,30. BrauSstofan Vesturgötu 25. Síml 16012 Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ásigtaður við húsdyrnar eðs kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við EUiðavof ul. Simi 41920. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. nóv. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.