Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 3
Tito gagnrýnir Kín- verja og hrósar K. BELGRAD ogr PEKING, 7. des- ember (NTB-Rauter). — Um leiS og- Tito forscti Júgóslavíu gagn- rýndi kínverska kommúnista harðlega í dag frétti kínverska þjóðin í fyrsta sinn í blöðum, að hinir nýju leiðtogar Sovétríkj- anna hefðu verið náir samstarfs- menn Krústjovs og héldu að mörgu leyti áfram stefnu hans. Kínversk blöð birtu í dag viku gamla ræðu Envers Hoxha hers- höfðingja, einræðisherra í Al- baníu, íþar sem hann gagnrýndi Leonid Brestjnev, Anastas Mokoj an, Mikhail Suslov, Krústjov og Tito. Ræðan, sem var haldin í Tirana í tilefni afmælis frelsun ar Albaníu, fyllti heila síðu í ,.Alþýðudagblaðinu“ í Peking. í ræðu sinni, sem Tito hélt í til efni setningar þings júgóslav- neska kommúnistaflokksins, gagn- rýndi hann kínverska leiðtoga fyr ir að reyna að beita áhrifum sín- Reykjavík, 4 des. ÓJ. ÚT ER komið annað bindi af samtölum Matthiasar Johannes- MATTJHÍAS JOHANNESSEN um til þess, að fá hina nýju leið toga Sovétríkjanna til að fylgja stefnu Stalins í utanríkismálum. Kínverjar hefðu aukið árásir sín ar á nýju leiðtogana, þótt þær væru óbeinar, og reyndu að þröngva valdapólitík á heiminn. Kínverjar vildu gegna úrslitahlut verki í heimsmálunum og alþjóða hreyfingu verkamanna. Titó sagði, að tilraun Kínverja með kjarnorkuvopn nýlega hefði WASHINGTON, 7. des. (NTB - Reuter). Harold Wilson forsætisráðherra og Lyndon B. Johnson forseti sens við Pál ísólfsson og nefnist í dag skein sól. Fyrra bindi af minningum Páls sem Matthías skráði kom sem kunnugt er út ár ið 1961 og nefnist Hundaþúfan og 'hafið. í þessari bók rifjar Páll upp minningar frá æskuárum sín- um og allt fram á þennan dag og segir margt af mönnum og kynn- um. Sérstakir kaflar í bókinni eru helgaðir þeim Albert Schweitzer og Davíð Stefánssyni, en í næst síðasta kafla, sem nefnist Gömul kynni, segir Páll af mörgum öðr- um mikilhæfum og minnisstæðum mönnum sem hann hefur kynnzt við. í dag skein sól er 195 bls. að stærð, með mörgum myndum og vegleg að frágangi. Húri er prent uð í prentsmiðjunni Odda, en Bók fellsútgáfan gefur bókina út. vakið ótta heimsins, ekki aðeins vegna þess, að þar með væri Kína orðið kjamorkuveldi heldur aðal- lega vegna þess, að Kinverjar vildu ekki taka jákvæðan þátt í starfinu að afvopnun. Titó sasði, aS Krústjov hefði haft sína galla, en hann ætti hrós skilið fyrir baráttnna gegn stalínis ma, stefnuna um friðsamlegra sam búð, hækkun lífsstaðalsins og hin bættu samskipti við Júgóslavíu. héldu I dag fyrsta fund sinn í Hvíta húsinu. Formælendur beggja sögðu á eftir, að ýmis vandamál hefðu verið tekin fyrir En áreiðanlegar heimildir herma að kjamorkufloti NATO hafi ekki borið á góma í viðræðunum^ sem stóðu í 90 mínútur. Aftur á móti voru rædd ýmis vandamál SÞ., samskipti austurs og vesturs, Suð-austur-Asiu, Af- ríku og bandalag vestrænna ríkja lalmennt. Wilson sagði blaðamönnum að Bretar gerðu sér grein fyrir nauðsyn sameiginlegra kjarnorku varna. Efni viðræðnanna hefði ver ið „gagnkvæmt sjálfstæði". Ekki mætti búast við, að leysa mætti vandamál sem NATO, Vestur- og kommúnistalönd ættu við að stríða á tveim dögum. En Bretar vildu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að styrkja bandalagið og gera það áhrifaríkt. London, 7. des. (NTB-Reuter). AÐ minnsta kosti sjö skip, þar á meðal hrezkt herskip, leitaði í kvöld að mönnum sem kunna að hafa komizt af þegar danska vöru- flutningaskipið „Scantic” sökk i OAG SKEIN SÚl Fyrsta fundi LBJ og Wilsons lokið mwwtwwwwwwiwwwMwwwwmwvwwwtwmwwvmwtiwwww KRÚSTJOVSSINNI I KAZAKSTAN REKINN Moskvu, 7. des. (NTB-RB) Sovézkir koanmúnistaleið’ togar viku í dag úr embætti einum helzta leiðtoga Krúst jovs í sovétlýðveldunum og skipuðu í hans stað mann scm hinn fyrrverandi for- sætisráðherra vék úr em- bætti fyrir tveim árum. Það var aðalritari flokks- ins í Kazakstan, Isagali Jas- unov, sem leystur var frá störfum. Nýr aðalritari var skippður Dinmukliamed Kunajþv, sem var flokks- Ieiðtogi frá 1960 þar til Krustjov lækkaði hann í tign og gerði hann að for- sætisráffherir^ lýdvetdisins- Ástæðan var semiilega á- greiningur hans og Krúst- jovs. Engin skýring hefur verið gefin á breytingunum í Kazakstan( en talið er, að þær istandi í sambandi við erfiðleika í Iandbúnaðin um. Ekki liefur verið staðfest opinberlega að miðstjórn spVézka kammúnistaflokks- ins hafi haldið fund í Mosk- vu í dag eins og spáð hafði verið. Um helgina. var sagt að miðstjórnin mundi halda fund til að ræða efnahags- vandamál og undirbúa fyr irhugaðan fund Æðsta ráðs ins á miðvikudaginn. Emi fremur er búizt við, að Kos ygin forsætisráðherra muni gera grein fyrir nokkrum breytingum á stjórninni á fyrirhuguðum fundi Æðsta ráðsins. ftwwmwmMmwwwwwwmwwiwmwmtmwwwwwwwwwwm ENN er barizt í StanleyviIIe og hefur vinstri bakka Kongóár S innar verið náð af uppreisnarmönnum og gáfust 1000 þeirra f upp. Myndin sýnir hermenn úr kongóska þjóðarhernum leiða | uppreisnarmenn til yfirheyrzlu. | ðmmmwwmmwwmwwtwwwwwmmwu Rússar ásaka og gagnrýna NATO MLF New York, 7. desember (NTB-Reuter) RÚSSAR kenndu í dag NATOríkj- unum um seinaganginn í afvopn- unarumræðunum og lögðu til, að haldinn yrði fundur allra landa heims til að binda enda á vígbún- aðarkapphlaupið. Utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Andrei Gro- myko, bar fram þessa tillögu á AHsherjarþingi SÞ. Gromyko réðst á fyrirætlanirn- ar um stofnun kjarnorkuflota NATO og kvað þær helztu hindr- unina í vegi samnings um, að kom ið verði í veg fyrir dreifingu kjarnorkuvopna. Sovétríkin væru fús til að undirrita slíkan samning. Gromyko lagði fram greinar- gerð í 11 liðum, sem miðar að því að draga úr spennunni í heimin- um og koma skriði á afvopnunar- starfið. Eitt þessara atriði er á þá lund, að stórveldin dragi úr fram- lögum sínum til hermála um sem svarar 10-15% og verji þessu fé til aðstoðar þróunarlöndunum. Formaður sendinefndar Banda- ríkjanna hjá Sþ, Adlei Stevenson, sagði blaðamönnum, að ræðan bæri keim af kalda stríðinu. Hann ícvaðst vona að ræða Gromykos væri fremur áróður en stefnuyfir- lýsing og Sovetríkin vildu í raun- inni bætt samskipti við öll lönd og hraða starfinu að friði og ör- yggi. Um fyrirhugaðan kjarnorkuher- afla NATO sagði Gromyko, að slíkur herafli mundi hafa í för með sér frekari dreifingu kjarn- orkuvopna og væri því ógnun við friðinn. Með þessum fyrirætluri- um væri aðallega tekið tillit til hagsmuna vestur-þýzkra afla, sem krefðust endurskoðunar á landa- mærum Evrópu og vildu fá að- gang að kjarnorkuvopnum með f yr ir ætlununum. www»wwwww*%wy KOSIN FRAM- KVÆMDA- STJÓRN FLOKKSINS NÝKJÖRIN MIÐSTJÓRN AI- þýðuflokksins kom saman á fyrsta fund sinn í gær. Yar þar kjörinn niu manna fram-; kvæmdastjórn flokksins, og hlutu þessir kosningu: Eggert Þorsteinsson, Envil, Jónsson, Gylfa Þ. Gíslason, Guðmundur í. Guðmundsson, Erlendur Vilhjálmsson, Óskar Hallgrímsson, Jón Sigiu-ðsson, Jóna Guðjónsdóttir og Baldvin Jónsson. Varamenn: Benedikt Gröndal og Sigurður Guð- mundsson. Framkvæmdastjórnin skíptir sjálf með sér verkum. Kosið var í fleiri trúnaðar. störf innan flokksins, og ipun blaðiff geta þeirra síffar. WWWWWWWWWWM ALÞÝÐUBLAÐJÐ — 8. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.