BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 11
málsins nokkuð. Á hverju eiga þeir sem sinna áfengisvörnum annars að byggja? Sextíu nei Þess vegna eru svör sextíumenninganna, sem BFÖ-blaðið hefur birt í nokkrum undan- gengnum tölublöðum, áhugaverð þó að þau gefi e.t.v. ekki tilefni til alhæfinga eða kenn- ingasmíða um grundvöll áfengisvarna, svo margslungið sem það viðafangsefni er bæði hvað varðar markmið og leiðir, margslungið sem það viðfangsefni er bæði hvað varðar markmið og leiðir. Skipta má þeim ástæðum, sem fólk tilgrein- ir, í fjóra flokka: í fyrsta lagi er vísað til slæmrar reynslu, eigin eða annarra, af áfengisneyslu og heldur hún mörgum frá henni. Þar í hópi eru þeir sem hafa horft upp á vini eða ættingja ánetjast áfengi eða heyra þeim hópi til sjálfir. Afstaða þessa fólks byggist því m.a. á ótta við afleið- ingar áfengisneyslu og/eða andúð í garð áfengis. í öðru lagi koma margir úr bindindissömu umhuerfi og eru aldir upp í fjölskyldum þar sem áfengis er ekki neytt. Mörgum úr þessum hópi finnst skrýtið að ætla að leita skýringa á því hvers vegna þeir neyti ekki áfengis. Svo eðlilegur og sjálfsagður er þeim þessi lífsmáti. Þessu viðhorfi verður að gefa gaum. Mjög er hamrað á því að bindindisfólk sé minnihluta- hópur. Sú hætta er fyrir hendi að svo mjög sé á því klifað að fólki fari að finnast það jaðra við afbrigðilegheit að vera bindindismaður. Það er ekki hvatning fyrir ungt fólk til að ganga í raðir bindindisfólks, ekki síst ungt fólk sem gjarnan hneigist til fylgis við megin- strauma og tísku á hverjum tíma. í þriðja lagi hafna margir neyslu áfengis af því sem ég vil kalla manngildisástæðum. Þeim finnst áfengisneysla vera óvirðing við manninn, þroska hans og möguleika. Maður- inn leggi mikið á sig til að fræðast og þroskast og honum sé gefið vit langt umfram dýrin og sé því ekki samboðið að leggjast svo lágt að svipta sig meðvitað þeim eiginleikum sem heQa hann yfir skynlausar skepnur og sljóvga vit og dómgreind. í Qórða lagi hafna margir áfengi vegna þess að það komi í veg fyrir að þeir nái árangri eða settu marki á einhverju sviði, s.s. í starfi og íþróttum. Þeir vilja varðveita heilsu sína, lík- Sextíumenningarnir Arndís B. Jóhannesdóttir skrifstofustúlka Auður Eir Vilhjálmsdóttir sóknarprestur Axel Jóhannesson tónlistamaður Árni Sigfússon borgarfulltrúi Árný Jóhannsdóttir dagskrárgerðarmaður Ásgeir Jóhannesson forstjóri Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Ásmundur Magnússon læknir Ásthildur Ólafsdóttir skólaritari Benedikt Sveinsson læknir Birna Viðarsdóttir bóndi Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur Davíð B. Gíslason handknattleiksmaður Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Eðvarð Ingólfsson rithöfundur Elfa-Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Elín Sigurdórsdóttir sjúkraliði Erlendur Kristjánsson æskulýðsfulltrúi Fríða R. Þórðardóttir frjálsíþróttakona Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Grétar Þorsteinsson trésmiður Guðlaugur Óskarsson skólastjóri Guðmundur Magnússon prófessor Guðrún Zoéga langhlaupari Haukur Gunnarsson íþróttamaður Haukur Heiðar Ingólfsson læknir Helgi Elíasson bankaútibússtjóri Hildur Heimisdóttir nemi Hildur Sigurðardóttir húsmóðir Höskuldur Frímannsson rekstrarráðgjafi Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur Jón Sigurðsson ráðherra Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri Jónas Gíslason vígslubiskup Jónas Jónasson útvarpsmaður Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Margrét ívarsdóttir nemi Ottó A. Michelsen fyrrv. forstjóri Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Pálmi Matthíasson sóknarprestur Pétur Sigurgeirsson biskup Ragnar Tómasson framkvæmdastjóri Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir nemi Ragnheiður Ólafsdóttir íþróttafræðingur Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona Sigrún Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona Sigrún Sturludóttir húsmóðir Sigurjón Óskarsson skipstjóri Stefanía Sæmundsdóttir líffræðinemi Styrmir Gunnarsson ritstjóri Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri Þórunn Elídóttir kennari Unnur S. Bragadóttir varaþingmaður Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður Valgerður Matthíasdóttir dagskrárgerðarmaður Þorgrímur Þráinsson knattspyrnumaður Þórdís Gísladóttir íþróttafræðingur 11

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.