Vestri


Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 2

Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 2
62 VjESTRI 6. bl. Gullfoss kemur til ísafjaröar. Gullfoss Snemma á föstudags* kemur. uninn skieið Gullfoss hingað inn Skutils* fjörðinn. Varla hafði verið um annað rætt siðustu dagana, en um komu hans hingað, og nú var hann loks kominn. Ghillíoss beið út i Sundi nokkurn tíma, því lágsjávað var. Um kl. 10 létti hann akkerum og lagöi af stað inn fyrir. Mót- Var þá uppi fótur og fit taka. til þess að taka á móti skipínu, og þyrptist fjöldi fólks niöur í Neðstakaupstað, þar sem skipið lagðist aö bryggju. — Lúðrasveit bæjarins léK allmörg )ög meðan skipið var að leggja að bryggjunni. Þegar skipið var Jandfast orðið, hóf Magnús Torfasón bæjarfógeti máls og bauö skipið velkomið til ísafjarðar og mælti fram þetta erindi. er ort hafði Guðmundur kennari Geirdal: Heill þér Gullfoss! HJjóma fjöllin heillavætta gígjuslætti. — fslands fornu óskabarna, einkunn skín á merki þínu. Farnaður allur, fararheillir fylii þig jafnan milli stafna. Himnaguð um haf þig leiði, hyltan óði Snælandsþjóðar. Velkominn Gullfoss! Margföld húrrahróp gullu við. Olgeir Friðgeirsson samgöngui málaráðanautur þakkaði fyrir hönd Eimskipafélagsstjórnarinnar. Skipið í’ustu menn síðan upp skoðað. á skipið til að skoða það hver í kapp við annan og var þröng á þingi. Skipinu skal eigi lýst hér, því svo oft er búið að gera það i blöðunum. Fyrsta farrými ér stórt og rúmgott,. Svefnklefar eru allir stórir og i úm- góðir og loftr&s ágæt, segja fai þegar. Borðsalur er á þilfari, ekki ýkja stór en piýðis smekklegur. Reyk- salur er í lyftingu, langþægilegastur og bestur af reyksölum á skipum þeim, Bem eru í förum hér við Jand. — Annað farrými er og mikið betra en á hinum skipunum. Þar eru svefnklefar með sama fyrir- komulagi og á fyrsta fanými og smáir reykklefar á þilfari. Boð um Um kvöldið hafði stjórn kvoldið. Eimskipafélagsins boð um borð í Gullfoss og bauð þangað bæjarstjórn, embætt- isn önnum bæjarins, kaupmönnum og fleirum. Var það hið ánægju* legasta, fjörugar ræður, söngur og giaðværð, þótt eigi væri vin um hönd haft. Þessir. töluðu: Olgeir Friðgeirsson, bauð menn velkomna, Magnús Torfason þakkaði og mint« ist, stjórnar Eimskipafélagsins, Karl Oigeirsson mælti fyrir mioni skip stjórans, Sigurðar Péturssonar, Guðm. Bergsson fyrir minniíslands, Árni Sveinsson fyrir minni Nielsens framkvæmdarstjóra, séra Sigurður alþm. Stsfánsson mintistfjarverandi hluthafa, Baldur Sveinsson mintist Vestui íslendinga. Ennfr. töluðu þeir Jón Laxial, Nielsen fram- kvæmdarstjóri og Eggert Claessen. Arngr. Fr. Bjarnason mælti fram svohljóðandi erindi: Sumarsólin blíða, signir sæmdarverkið, er þjóðin fátæk, fnða félags upphóf merkið. Staif, er standi lengi, studdi Drottins andi. Veiti Gullfoss gengi og gæfu fósturlandí. Skemtu menn sér síðan við söng nokkra stund eftir að borð voru upptekin og lék Jón Laxdal undir á piano. —• Hafði Laxdal ort iag við Sigurðar Sigurðssonar lyfsala í Vestmannaeyjum. — o— Farþegar með Gulifoss hingað úr Reykjavík voru þeir: Eggert Claessen yfirréttarmálaflm., Olgeir Friðgeirsson samgöngumálaráða- nautur (þéir tveir úr stjórn Eim- skipafélagsins), Emil Nielsen fram- kvæmdarstjóri, Jón Laxdal kaupm., Páll Gísiason kauprn., Páll Stefánsi son umboðssaii, f’oseteinn Jónsson kaupm. á Seyðisfirði, Guðm. E. Guðmundsson kaupm. í Rvík. Fjöldi farbega kom hingað til bæjarins með skipinu. Gleðilegasti Gleðilegasti ávöxtur- ávöxturinn. inn við komu Gull- foss er þó hin stór- mikla aukning á hlutakaupum í Eimskipafélaginu. Til vei ðugs iofs Bolvíkingum má t. d. geta þess, að Pétur kaupm. Oddsson safnaði þar á einum degi nær 1100 kr. Hér í bænum og nágrenninu hefir einnig verið óvenju mikið um hlutakaup undanfarið. Mætti vel svo fara, að ísfhðingar stæðu ekki neðstir á hlut.hafaskrá Eimskipafélagsins þegi ar gert verður upp í annað sinn, ef úr réttir með árferðið. Það er satt, sem Nielsen framkv.stjóri sagði í ræðu nú á skipinu, #að þjóðin hefði fyigt þessu máli með áhuga, sem vakið hefði afdáun utanlands og innan". — Og sá áhugi mun ekki tiltölulega minni her en annarstaðar. Eru menn og alt af betur og betur að skilja þýðingu þessarar lífsnauðsynar af' skektrar eyþjóðar. Piins og kunnugt er heflr Eimi skipafélagið beðið töiuverðóþægindi við brunann mikia í Reykjavik, en lítinn eða engan efnalegan hnekki mun félagið bíða við það. Enda mun almenningur enn fiekar eD áður létta undir með þvi svo sem hægt er; því það er íslendings* einkennið: að harðna við hverja raun. Eins og að undanförnu tekur Arngr. Fr. Bjarnason við hlut.a- áskriftura til fólagsins. Fjær og nær. M a n n a I á t. t. Síra Böðvar Eyjólfsson í Árnesi í Straudasýslu lést að heimili sínu úr lungnabóigu 21. þ. m. Hafði hann komið af sýslufundi á Hólmavík fyrir næst liðna helgi með læknir til konu 8innar, er iá veik, en lagðist svo sjáltur i ákafri lungnabólgu eftir að læknir var farinn og lést effir 4 daga iegu. Ijæknis (Magnúsar Péturssonar á Hólmavík) var vitjað aftur, en sr. Böðvar var iátinn áður en hann kom. Sr. Böðvar var fæddur 20. sept. 1871, sonur séra Eyjólfs Jónssonar siðast prests í Árnesi. Útskrifaður úr lærða skólanum 1901, og úr piestaskólanum 1904. Hefir siðan verið prestnr í Árnesi, fyrst að- stoðarprestur föður síns, og við lát hans var honum veit.t brauðið. — Hann lætur eftir sig ekkju, Stein- unni rétursdóttur Söebech og 2 börn. Sr. Böðvar var valmenni og vel látinn af sóknarmönnum sínum. í þ. m. Jést. og úr lungnabólgu Benóný Jónasson hreppsDefDdar- oddviti i Laxárdal í Hrútafirði. Sagður maður sérlega vel greindur og vel að sér ger, og i tölu helstu bænda þar nyrðra. Guðjón Sigurðsson úrsmíðameist- ari, er brann inni húsi slnu „Ing- ólfshvoli" 25. þ. m., var einn af nafnkunnari borgurum Reyk javíkur. Byrjaði úrsmiði og skartgripaversl' un með litlum efnum um aldamótin, en græddist vel fé. Reisti stórhýsið „Ingólfshvol* fyrir 12 —15 árum, er þá var langmyndarlegasta ibúð* arhus í Reykjavík. Hann var ókvæntur. Nýlega er og látinn Ketilbjörn Magnússon bóndi að Saurhóli í Saurbæ, albróðir Benedikts kaupi félagsstjóra í Tjaldanesi. Banamein hans var lungnabólga. f Sigui ður Sigurðssoa barna- kennari frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi lóst í svefni aðfaranótt 13. þ. m. Orðlagður sæmdarmaður í sinni stétt og ágætis barnafiæðari. — Hann var hartnær áttræður að aldri, f. 25. júlí 1837. Nytt blað, er F. 1. S. (félag ísl. símamanna) á 1. fl- stöðvum laDdsins gefur út, er nýbyrjað i Rvik. Blaðið heitir ,Elektron“, og er Otto Björnsson símritari ritstjóri. Eví miður höfum vét' enn eigi átt kost á að sjá blaðið. Syndir annara hafa verið leiknar á Þinge.yri undanfarið. Eyrarprestakall. Séra Þorv. Jónssyui er veitt lausn frá þessa árs tardögum. Umsóknarfrestur er tii 2$. maí. Aðalfnndnr Fótboltafélags Isflrðinga verður haldinn i G.T.húsinu íuppi) miðyikudaginn 5. maí n. k. kl. 9 e. m. ísafirði, 27. apríl 1915. Stjórnin. Eriudsrekarnlr, sem alþingi 1913 gerði ráð fyrir að skipaðir yrðu, og áttu að leiðbeina um sölu land- og sjávarafuiða í útlöndum eru báðir fengnir. — Er mælt að Hallgnmur Kristinsson kaupfélags* stjóri á Akureyri eigi að verða fulltrúi landbúnaðarins, en Matthías fórðarson forseti Fiskifólagsins og áðui ritstjóri Ægis er þegar ráðinn fulltrúi sjávarútvegsins. Hefir hann aðsetur í Liverpool á Englandi. Fjárveitingin úr landssjóði var 4Ó00 kr. til hvovs þeina, gegn því að fólögin sem að þeim standa, Laudi bÚDaðarfélagið og B’iskifélagið, legðu jafn mikið til. ■ i Nytt blað er íslendingur nefnist kvað nýbyijað að komaútáAkúr- eyri. Fylgir „sjálfstæðinu". Útgef* endur Sigurður dýraÍækDÍrog Ingi* mar Eydal. Vatnsflóð 1 Bolungarvík. í hlákunni aðfaranótt 27. þ. m. hafði hlaupið svo mikill vöxtur í Hólsá í Bolungarvík, að hún flóði langt yfir bakkana og yfir í lækinnofan við Malirnar, við það flóði vatnið víða i kjallai a og inn á gólf í húsum; svo vandræði hlut.ust af. VillijáluiurSteránsson talinn af. Hinn heimskunni landkönnuður Jandi vor Vilhjálmur, er bjóst í langan landkönnunarleiðangur norð- ur fyrir Ameríku er nú talinn hafa látið iifið þar í vetur, ásamt félögum sínum tveimur. Ætlar Kanada- stjórn að gera út 3 skip til að leita hans er isa leysir,í vor. — Vilhjáltnui heflr með norðurferðum sinum unnið sjálfum sór og íslandi mikla sæmd. Væri óskandi að hann findist heill á húfi. Syíar efla flotann. Ekki er hervBinahugurinn í rénun enn þá, jafn vel hjá þjóðum sem sitja utan hjá striðinu. Sviar eru nú t. d. að láta byggja afarstórt og mikið herskip, sem hlaupa á af stokkun- um þessa daga. Er það stærst allra herskipa, er bygð hafa verið á Noiðurlöndum. Skipið á að heita BSverrige“. ___________ Tvær hondingar höfðu rais* símast í stefl Sig. Sigurðssonar um Gullfoss í síðasta blaði: ( Vertu gulls aflgjafl um götu breiða Draípar. Atti að vera: Vertu giftugjafl gulls, á milli stafna. Einnig atalt í stað ötull í 7. 1.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.