Vestri


Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 3

Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 3
VESTRÍ 63 16. bl. Joffre. Menn eru nokkuð farnir að, kynnast honum, þessum þöejula, Ötula og varkára, en stálharða hershöfðingja Frakka. Sumir líkja honum við Napóleon gamla. En þeiin er eiginle^a ekkert sameiginlegt, og heruaðaraðferð þeirra er svo ólik, sem nokkuð getur verið. Napóleon hefðialdrei barist eins og Joftre gerði við Marne og Aisne. Einkenni Napoleons voru þau, að koma óvinum sínum að óvörum, ráðast á þá þar, sem þeir áttu ekki von á neinni árás. — Það er nú orðið ómögulegt. Flugmennirnir sjá nú úr lofti ofan, hvar herskararnir fara og geta í tækan tíma gefið vinum sínum vitneskju um það, hvert þeir stefni. Allir eru því viðbúnir. Nú snúaSt herflokkarnir hver um annan, og hver veit af öðrum. Öll stríðsaðferð er breytt orðin. Joffre sést varla nokkurntíma á hestbaki, eins og Napóleon, en meirihlutann af degi hverjum er hann í hraðskreiðum mótorvagni, frá einum enda fylkinganna til annars, og ökumaðurinn dugir honum sjaldan lengur en háltan dagion, þá verður annar að taka við. En þegar hann er ekki á ferðinni, þá situr hann yfir landa- bréfum inni í bóndabæ einhverj- um eða í hlöðu, eða í einhverri skotgröfinni að baki herdeilda sinna, og með honum heill hópur áðstoðarmanna hans og hershöfð- ingja. Þar hafa þeir kortin á stórum borðum og merkja þar á með prjónum hverja hersveit sína og óvina sinna. Þangað liggja svo ralþræðir trá öllum herdeild* unum, og nú færa þeir til prjóm ana með flöggin, einkum et bar- dagi er; jog viiji þeir láta eina eða tíu herdeildir færa sig til og ráðast á óvinina, þá senda þeir skipanir með rafþráðum og loft- skeytum til foringjanna, og þegar deildin er komin á nýjan stað, þá er prjónninn sá fluttur á kort' inu. Þarna veit Joffre á hverri minútu hvar hver einasta deild þessara 2 miljóna Frakka er á hinum langa vfgvelli, og þurfi hún hjálpar við, þá er hjálpin komin á stað á sömu mínútunni frá syeitum þeim, sem eru á bak við þá, sem eru í skotgröfunum. Aldrei má Joffre fara svo langt frá þessum stöðvum, að hann geti ekki innan fárra roínútna tengið tregnir um það, et að eitthvað sériegt bæri við, eða et að Þjóðverjar gerðu skyndi- lega áhlaup. Napóleon átti hvorki kost á jafnskjótum sendiboðum og rafmagnið eða loftskeytin eru, og ekki heldur á öðrum eins njósnarmönnum og flugmennirnir eru, sem heita mega altsjáandi eða alskygnir. — Það eitt er líkt með þeim báðum, að Joffre er heldur smár maður og feitur nokkuð, eins og Napóleon var á fyrri árum. Er það nokkuð einkennilegt. að flestir hinirmestu hershöfðingjar heimsins hata verið smáir menn. svo sem Alex mdcr mikli, Gengiskau, Atli Uúnkon' ungur, Gsnseric, Tamerlan, Pipin lítli — voru aliir litlir vexti og sumir haltir. Joffre er enginn bégómamaður og hirðir ekkert um lofgjörð blaðamannanna; honum er mein' illa við allan vind og blástur; hann er ekkert gefinn lyrir að sýnast. Honum er alveg sama, hvort hann er hafinn upp til skýjanna, eði hann er atyrtur og skammaður. Hatin fyrirlýtur orðróminn, Það sém honu .1 er ant um, er að gera skyldu sína og vera að gagni. En þó að hann skitti sér ekki af því, sem um hann er sagt, þá lítur hann e:tir öðrum og hlustar á leiðbeiningar annara, og er sérstaklega kurteis. Hann er mjög vandlátur að því að öll fyrirtæki séu vel hugsuð út í æsar, hvert einasta smáatriði; og eim mitt fyrir það hefir honum aldrei verið »á kné komið«. Hann er þjíöveldismaður og frímúrari. Það, sem hann fyrst lagði mikla áherslu á, var þad, að fá góða fyrírliðasveit (general staff). er sagt að hann hafi hina skörp1 ustu og gáfuðustu fyrirliða, sem til eru á Frakklandi, og hlýða þeirhonum orðalaustog tatarlaust Alla pólitík hefir hann þverbannt að í herbúðuuum. Og bestu hers- hötðingjar hans og aðstoðarmenn eru andstæðingar hans I pólitík. Mest traust ber hann til hers-* höfðingjanna De Castelnau og Pau, hins einhenta. Fimm yfir- hershötðingja rak hann undir eins og hann tók við yfirherstjórninni og tjölda annara, sem hötðu fengið stöðu sína fyrir fylgi hinna pólitísku flokka. — Hann vildi ekki taka i mál, að hata þessa menn. Uppgangur Joffre. Hann varð baccalaureus (Batche> lor of Sciense) ióáragamall; 17 ára gamall fór hann á fjöllista- skólanD. Þá kom stríðið 1870. Fékk hann þá þegar orð á sig tyrir tramkomu sína og var gerð< ur að undirtoringja; síðan var hann látinn fara að byggja víg> girðingar. FJm Parfsarborg var hann látinn starta að víggirðingi um og líkaði Mac Mahon hers- höfðingja það svo vel, að hann gerði hann að kaptein, þegar hann var 22. ára. Úr því fékst hann mest við þetta starf, og tókst svo vel að byggja varnar’ vígi í hinum mörgu nýlendum Frakka, að hann fór að verða hræddur um, að hann myndi aldrei annað gera, það sem eftir væri æfi sinnar, en íramar öllu öðru langaði hann til að stýra ‘nerliði. Loks var honum falið það fyrst í Cochin China (Suður Kioa), og síðan í Soudan f Atrfku, og fór: t honum hvorttveggja vel. Síðan varð hann prótessor í þessari aðaltræðigreih sinni, vélafræði og víggirðingum, og kendi á hen mannaskólanum’ i Fontainebleau skamt frá Patís og munu víst fáir lærisveinar hans þar hafa ætlað það, að hann myndi síðar verða yfirhershöfðingi yfir öllu herliði frakka og mest metinn allra manna á Frakklandi. Hann er svo blátt átram og hrokalaus, og laus við alla tilgerð og spjátr- ungshátt; þess vegna var hann í litlu alhaldi hjá fíuu Irúnum og dansmeyjunum. Hann var ekki þeirra maður. Hann var her- maður og vísindamaður um leið. Og hann skildi hermennina svo vel og vissi, hvað haun gat heimt> að af þeim, óbreyttu liðsmönunum. Hann er stuttorður og fáorður og sem dæmi þess er ávarp hans til hermannanna í Marnebardagi anum mikla og langa. Það er á þessa leið: — „Þér ve öiö að deyja, heldur en aö hopa undLan. L'óðurtnenska þolisl ekki“. Þetta er mjög ólíkt því, er Napóleon ávarpaði hermenn sína, sem að vísu ætíð var einkeunii legt og bar vott um trábaera vitsmuni. Þau voru skáldleg ávörpin hans, en æfinlega tull af stóryrðum og fagurgala. Menn þektu Joffre svo sem ekkert, þegar hann tók við yfir> herstjórn og táir til þess að gera höíðu heyrt hann netndan. Þegj< andi hafði hann unnið og startað öll þessi ár. Nú eru menn farnir ad geta sér tii þess, að Frokkar muni að stríðinu loknu taka sér konung eða keisara, annanhvorn þeira: Albert Belgakonung eða Joffre. En íyrst og fremst er þaðl óvíst eg svo hitt, að ltklega kærir sig hvorugur um það. (Eftir Iieimskringlu). K v æ ð i. (Flutt á afmælishátíð kvenfélagsina „Brautin“ i Bolungarvík 1914). \ - ' Eitt ár er liðið — lagt 1 tölu alda sem liðin eru burt í timans skaut. Yor æíi líður, áfram skulum halda að efla og stjðja gott á vorri braut,. Það er tvo margt og mikið til að atarfa að memta og göfga vora eigiu sál. Vor stefua sé, að efla alt það þarfa og inna af höndum fjölmörg h&leit mál. Því þjóðin vor hún þarf að eiga dætur tem þekkja vel og skilja meinin -þau, sem myndað hafa margra alda þrætur og marið sundur hverja góða taug. Við heyrum margt úr fornum frægðar- sögum um fljóðin þau er þjéðin hefir átt. Sú minniug skín frá löngu liðnum dögum og lýair oi* að stefua nógu hátt. Og enn |»á lifir andi þeivra kvenna, gem aldrei vildu svikja göfugt m&l. Og bornum vorum boöorð þau skal kenna, þá birtir yfir hvern ungri s&l. Vort kjörorð sé, að keppa að hinu sanna og krjúpa ei eð fótum harðstjórana. Af hjarta að vinna að heillum allramanna og hlúa að hverju fræi þessa lands. Með elfdum dug má ótal vinDa þrautir. Með einum hug má brúa hverja vök. Og leggj^ um klangur Ijóssins fagrar brautir þótt liggi í vegi óttal Giettistök. Með sannleiksást má sigra myrkraveldi úr svölum vetrum gjöra sumar hlý að fornum sið, að fara um landið eldi með frelsismerki nema óðul ný. Þá birtir yfir bygðum landsins kæra, þá breikkar sléttist framavegur þinn og afkomendur ótal þakkir færa er öllu stjórnar fagur sannleikion. Jóhamtes Friölaugsson. Hvornlg f ióðvor.jar sparn matinn. • IsIp.nBk kona, sam á heima í Svis» segir sve í bréfi, sem hún hefir ritað ættingjum sírtum hér: I morgun komu hingað allar lestir fullar af þýBku ríkislólki, sem ætlar að dvelja hér til þess að spara matinn í sinu eigin landi. Svisslsngingar geta ekki mótmælt þessu, þvi fólk þetta kemur hingað sem anuað ferðafólk og sest að á gistihúsunum, sem áður stóðu auð. Um þúsund manns kom hingað i fylkið og um önnur fylkl dreifir það sér einnig, svo og til Danmerkur og Noregs. „Morgunbl.“ NýSiomiB fjölbreytt úrval at k r ö n s u m. Jólia;ma Olgeirsson. geta fengið kaupavinnu Um 8 vikna tíma, trá 7 —10 júlí að telja. Gott kaup. Bræáurnir Proppé, tingeyrl. 30 hafsíldarnet með Kabel, kútum og öllu til reknetaveiða, lítið brúkað, tæst fyrir háltvirði. Ritstjóri vísar á seljanda. Lítið, þægilegt herbergi helst fyrir i — 2 einhleypar stúlk- ur, til leigu. Ritstj. vísar ú. Gullbaugup tundinn á götunum. Vitja má á prentsm. krentsmðja Vöstfirðmga. Z'

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.