Skólablaðið - 15.03.1910, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 15.03.1910, Blaðsíða 12
44 SKÓLABLAÐIÐ vinir barnsins, þá fylla þeir flokkinn, sem á móti því er, stríða því þá og ama því ýmislega; þetta særir barnshjartað sári, sem seint eða aldrei grær. Sumir kjassa barnið, þegar ástvinir þess sjá, en eru því leiðir, þegar ástvinirnir eru hvergi nærri. Von er þótt barnið virði þvílíka lítils. Sumir eru áit af blíðir í orðum og atiotum við barnið bæði leynt og ijóst, en gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir það, ef hann kostar þá nokkra fyrirhöfn eða útlát. X. klapp- aði barninu og kysti það. „Komdu nú með mér til berja!“ bað það blíðlega. — Hann sagði „Nei“ — og fór í drykkjutúr. — Barnið fór grátandi og aleitt til berja. Sumir lofa börn, svo þau heyri, en lasta þau á bak. Þetta vekur dramb hjá börnunum, þangað til þau sjá svikin. En þá vaknar hatrið til þeirra, sem smjöðruðu. Þessir og því líkir hræsna fyrir barninu, tæla það og pretta meira og minna. En á þá ekki að heimta líka sannsögli og orðheldni af börnum? Jú eflaust. En hvað á þá að gera, ef þau þá skrökva og pretta? Meira um það síðar. Bókasöfn til sveita. Gott er það og blessað að eiga lög, sem bjóða að kenna börnum svo og svo mikið á aldursskeiðinu 10—14 ára. En skamt mundi sú fræðsla ná, ef engu væri bætl við. Fáir að tiltölu ganga að svo stöddu i unglingaskóla, en færri í gagnfræðaskóla. AUur fjöldinn stendur því illá að vígi, ef hann nær ekki í bækur. Það væri meira en lítið fróðlegt, að ransaka bókatöng á beimilunum. Af þeim mætti ráða nokkuð um bóklestur alþýðu hér á landi. Fbigu skal spáð um það, hvað kærni gflrleUt í ljós við þá ransókn um andlega fæðu þessarar þjóðar. En þeir, sem eru nokkuð kunnugir, vita ransökharlaUst, að fjöldi heimila er bókalaus, og mý-mörg af þéim héimilum, sem eiga eitthvað at bókum, eiga þó fátt af góðiun bókuih.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.