Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 2
82 SKÓLABLAÐIÐ og áhuginn er miklu meiri hjá nemendunum, þegar þeir hafa fengið myndir að teikna eftir, heldur en hluti. Skólablaðið segir: »Barnið verður ekki minstu ögn hug- fangið af svörtum dráttum rósablaðs á hvítu spjaldi. Því Ieiðist að draga upp eftirlíking þess með nákvæmni, sem barni er óþojandi. En f^ið því hn'fuhaus, hefil, sög eða stól.« Þétta er hreinasti misskilnipgur. Eg hef aldrei séð bÖrn gera ánægðari námsverk sín en einmitt þegar þau eru að teikna »rósir«; enda þótt þeim þyki teikning skemtileg yfirleitt. Hitt er annað mál, að sá maður kann ekki að kenna, sem t. d. skipar barninu að telja duftberana á »rósar«-myndinni og teikna þá alveg jafnmarga og þeir eru þar, eða segir því að hafa hvert smáskarð í blöðunum alveg jafnstórt og er á mynd- inni. Aðalatriðið verður að vera hér, sem annarstaðar, að eftir- myndin sé náttúrleg, þó að hún sé ekki alveg nákvæmlega eins og fyrirrayndin. Og eg get ekki séð, a,ð þessi »óþolandi nákvæmni«, sem Skólablaðið tekur réttilega frapi, þurfi frernur að koma til greina, þó að teiknað sé eftir myndum, hddur en þó að teiknað sé t. d. amboð eða því um líkt. Annars mega þau börn vera undarleg og næsta fátæk af fegurðartilfinningu, sem eru hrifnari af því að teikna smíðaða hrífuhausa eða einhverjar kirnur, heldur en fagrar og hugðnæmar myndir af ýmsu því, sem fegurst er f skauti nátúrunnar. Og í þeim skólum þar sem börn vantar þennan smekk, þá eiga kennararnir að glæða hann. Hitt er annað mál, að af praktiskum ástæðum er það ekki nema sjálfsagt og rétt að kenna börnum að teikna ýmsa hluti. En til þess verða börnjn að vera töluyert þroskuð. Og verður að minsta kosti að kenna þeim að teikna all-lengi eftir mynd af hlutunum fyrst, áður en þau fara að fást yið þá eins og þeir koma fyrir — smíðaðir. En, eins og áður er sagt, þá er eg ekki á því, að börnin geti ekki orðið hrifin eða, »sjáandj« af því að teikna eftir mynd- um.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.