Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 87 túnin; þau voru 1907 tæp 3% □ míla. Landið alt er 1903 □ mílus', bygt heimaland 424 Q] mílur, en afréttur (graslendi) 332 □ mílur (Þ. Thoroddsen: Lýsing íslands 2. útg. 1900, bls. 81). Ef hestsburður af mó er gerður 150 pd. þá eru árið 1907 alls tekin hér úr jörð 239279X150=35891850 pd. af þurrum mó og er það nægilegt eldsneyti handa 11963 manns ef 3000 pd. er ætlað á mann. Við öfundum Englendinga af kolunum, og kaupum kolin þeirra dýrum dómum. En ef þeir eyða framvegis jafnmiklu og nú, þá verða þeir orðnir kolalausir áður en 3 aldir eru um garð gengnar. Hvað kostar mór og hvað kol? Nú verð eg að biðja menn að lesa 2 ritgerðir, sem hér að lúta: x) Illa notuð auðœfi. Eftir O. Björnsson og Sig. Sigurðs- son í »ísafold« 1903, bls. 281, 285 og 293. 2)Mór eftir Ásgeir Torfason í 1. og 3. hetti Eimreiðarinnar 1905. í fyrri ritgerð- inni gerir Sigurður búfróði glögga grein fyrir feiknatjóninu, sem hlýstaf því, að svo miklu er brent af taði og skán. Rit Ásgeirs er svo fult af fróðleik, svo skýrt og vel »amið, að það ætti og þyrfti að komast inn á hvert heimili. Hann færir full rök fyrir því, að þó mótak sé mundangs-gott, verður mórinn, kominr. í hrauka, jafnan miklu ódýrara eldsneyti, en kolin komin upp í Jandsteina. Hann lýsir mörgum útlendum aðferðum og færir rök fyrir því, að mórinn gæti orðið bændum enn betra og ódýr- ara eldsneyti, en nú gerist, og það að miklum mun, ef þeir vildu elta móinn, fá sér áhöld til þess og lœra að vinna með þeim. Þessi áhöld kosta ekki meira en 1 eða 2 skilvindur, en víðast mundu 2—4 nágrannar geta verið í samiögum um þau. Það er hér, sem oftar, að skiftir um hver á heldur. Verkfærin eru ■einkis virði, ef enginn lærir að beita þeim; það stoðar lítið nú á dögum að segja: »stíktu páll og mokaðu reka«. En þó vill það jafnan brenna við, að árinni kennir illur ræðari, þlógnum sá, er ekki kann að plægja, en sá orfinu, sem aldrei hefði bor- ið Ijá í gras. Holt er heima hvað. Þó að sjávarbændum sé víöa hægt um aðflutninga, þá er þeim samt betra bjá sjálfum sér að taka eldsneytiö; ef til er. En

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.