Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 2
98 SKÓLABLAÐIÐ Er hún lá þannig og blundaði og býflugurnar ffugu suð- andi yfir höfði henni, komst hún í svo undarfegt hugarástand. Henni þótti býflugurnar ,vaxa og verða stærri og stærri ; þær í- klæddust mannshömum og svifu fram og aftur í kring um hana. Alt í einu vék ein sér að henni og mælti blíðlega: »Lof mér að leggja höndina undir hjartastað þér, þar sem barnið hvílir og sefur. Fái eg að snerta hann, þá verður hann eins og eg.« Móðirin spurði: »Hver ertu þá?« »Eg er Heilbrigðin«, svaraði hún. »í' hverjum þeim, semi eg snerti, verður blóðið fagurrautt og hraust, og hoppar í æð- unum. Aldrei mun hann kenna þreytu né sársauka. Fyrir hon- um verður lífið aðeins leikur.« »Nei, lof mér heldur að komast að barninu«, sagði annar. »Ég er Auðurinn. Fái ég að snerta hann, þá skal. hann aldrei þekkja fjárkröggur og búksorg nema af; nafninu einu saman. Alt ikal hann fá, er hugur hans girnist'. Aldrei skal hann skorta neitt, sem til er í þessum heimi.* En barnið lá blýþungt undir brjóstinu og bærði ekki ásér. Þá sagði annar: »Lof mér að snerta hann. Ég er Heið- urinn. Sá, sem ég snerti, kemst svo hátt, að allir mega sjáhann.. Ekki gleymist hann, er hann deyr. Nafn hans lifir, þótt tímar líði, og gengur mann frá manni. Hugsaðu þér annað eins og það, að gleymast ekki mannsöldrum saman! Móðirin Iá og dró djúpt andann. Þéttar og þéttar hópuð- *st draummennirnir í kring um hana. »Lof mér að komast að barninu,« sagði einn þeirra. »Ég er Ástin. Fái ég að snerta hann, þá skal hann ekki verða ein- mana í lífinu. Jafnvel í hinu svartasta myrkri skal hönd nokkur halda í hönd honum og leiðbeina honum. Þegar á móti blæs, skal hann ávalt eiga vin, sem segir: þú og ég.« Þá þótti henni barnið bifast lítið eitt. En nú ruddist annar að og sagði: »Lof mér að snerta hann, því ég er Hœfileikinn. Ég get alt—alt, sem nokkur maður hefir nokkurn tíma gert. Ég fylgi hermanninum, stjórnvitringnum, spekingnum, stjórnmálamannin- um sem hefir hamingjuna sín megin; og ég fyigi þeim rithöf-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.