Skólablaðið - 01.09.1910, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.09.1910, Qupperneq 10
138 SKÓLABLAÐiÐ hér, vera dauð. En eftir er að glæða áhuga manna á bví að gróðursetja tré og runna við bæina sína. Mjög væri það æski- legt, að einn maður í hverri sveit tæki sig til og ræktaði svolít- inn trjágarð við bæinn sinn eða lnísið sitt. Það mundi vekja athygli. Það er ekki langt síðan Björn á Kornsá byrjaði. Oæti best trúað að fleiri væru byrjaðir í Vatnsdalnum. Nú er engin afsökun lengur; leiðbeiningin, sem áður vantaði tilfinnanlega, er nú auðfengin; sönnunin fyrir þvf að tilraunirnar misheppnist ekki, ef rétt er að farið, er líka fengin. Má þá ekki vænta þess, að innan 10 ára verði laglegur blómareitur og nokkur tré og runnar til prýði við hvern betri bóndabæ á landinu? Yilja ekki kennararnir brýna þetta fyrir börnunum og unglíng- unum? Börn og unglingar eru oft furðu duglegir að »agitera«, og það íellur oft ekki í lakasta jarðveginn, sem sagt er við börnin. — En fyrir alla muni, gleymið ekki að byrja á því að girða reitinn svo vel, að engin skepna komist inn á hann. Spurningar og svör. 1) Hvernig á að koma loftrásum fyrir í skólahúsum (sbr. Leið- beiningar um byggingu barnaskólahúsa)? 2) Hvernig er ætlast til að dagbók og bréfabók, sem fyrirskip- aðar eru í skólum, séu notaðar, og hvað ber að rita í þær? 3) Hvar fæ eg handhæga bók til hjálpar við kristindómsfræðslu? 4) Hver af uppdráttum íslands er bestur? Hvað kostar hann? >x * * 1) Loftrásin er venjulega í sambandi við ofninn. Ofninn er tvöfaldur (kápuofn). Op er oftast í botn ofnsins, er segir til, hve víð loftrásin á að vera. Loftrásarpípan er lögð undir gólfið frá ofnopinu og út í bert loft; hún verður að vera þétt, en má vera úr tré, eða blikki (járni). Um þessa rás streymir hreint loft að utan inn í ofninn; hitnar þar, og dreifist út í skólastofuna. Önnur loftrás er til þess að hleypa lofti út úr skólastofunni.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.