Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 2
146 SKÓLABLAÐIÐ árar í báf. Sumir prestar og suin heímili vinmi ennsemfyr kappsam- lega að kristindómsfræðslunni. En Því er ekki að neita að /íða er farið að brydda á því um kristindómsfræðsluna eins og annað, sem kent er í skólum og farskólum, að nlenn treysta þeirri kenslu um of; hættir við að kasta allri sinni áhyggju upp á skólakenn- arann. En þeim verður hált á því, og það þó að skólakennar- inn sé óiastanlegur. En svo mun bráðum reka að því, að ýmsir þeir menn skipi kennarastéttina, sem ekki er trúandi fyrir kristindómsfræðslunni, — sakir trúarskoðana — svo að það gæti orðið hættuleg regla, að fela farskólum og skólum hana undantekningarlaust. En út í þá sálma skal ekki farið frekar. Hitt mætti minnast á, hvort það er nauðsynlegt að þessi stuttu barnanámsskeið annist kristin- dómsfræðsluna að miklu, eða jafnvel öllu leyti. Síðastliðin ár hefur í flestum barnaskólum og farskólum verið kendur kristindómur, sumstaðar 2 —3 stundir á viku, en víða 6 stundir á viku. Kensla þessarar námsgreinar tekur þannig víða upp alt að ‘/4 alls kenslutímans. Þar sem kennarinn er góður kristindómsfræðari, mega börn verða allvel heimaí kristn- um fræðum með svo löngum kenslutíma. Og ómakinu er þann veg að mestu, eða öllu leyti létt af prestinum, Niðurlag 3. greinar fræðslulaganna segir svo, að sleppa megi kristindómsfræðslu í farskólum og föstum skólum. Hún er þá skylduverk prestanna eftir sem áður, að svo miklu leyti sem heim- ilin duga ekki til. í Prestaheitinu er það og tekið fram, að prest- urinn eigi . . »að uppfræða æskulýðinn kostgæfilega i hinum helgu sannindum kristindómsins.« Það er þannig enginn efi á því, að fræðslunefndir og skóla- nefndir geta velt þessu vandaverki af höndum skólanna, og að það er skylda prestsins að annast kensluna. Að því má og ganga vísu, að prestastéttin sé þess allfús að hafa þetta starf á hendi og sennilegt að hún vilji síður að það sé falið öðrum. Enda ættu foreldrar hvergi að geta verið eins öruggir um góða kenslu í þessari grein eins og hjá sálusorgara sínum. Nú standa barnaskólar 6 mánuði, og sumir 7. Verður þá nokkur tími til að kenna börnum kristin fræði, ef það er ekki gert í skólunum? Jú, nægta nógur. Mikið má kenna á vetrum meðan

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.