Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 149 að gagni! »Skamma stund verður liönd höggi fegin.* En einn einasti snoppungur getur skemt heilsuna og sáð hatursfræi í hjarta barnsins. Verst er þó ef þeir, sem ekkert eiga yfir börn- um að segja, fara að liirta þau. Börn hata slíka hlutsemi af öllu hjirta. Þeim er o% illa við, ef aðrir en yfirboðarar eru hafðir til að hirta þau, það hefir þó verið gert í »barnaböðlaskólum«. Það eru foreldrar, einkum mæðurnar, sem helst mega nokkuð eiga við það að hirta börnin líkamlega. Öðrum er hyggilegast að eiga ekki við það — en foreldrarnir verða þá líka að uppala börnin svo val, að ekki þurfi að hirta þau, þegar þau fara til annara, En andlegu hirtingarnar þá? Qeta þær ekki farið ver með barnið en líkamshirtingarnar? Langar og ólundarfullar áminningar, kaldar og særandi aðfinningar, skammir og stóryrði — hvað þá nú blót og ennþá klúrari orð — er það nú nokkuð betra en snoppungurinn? Er það nú ekki verra en vöndurinn! Jú oft er það svo, að fúlyrðin eru flengingunni verri. Og þegar nú öll þessi ósköp dynja yfir barnaumingjann! Quð varðveiti það. — »því eru nú allir hættir.« Gott að taka því. En olbogabörnin munu enn þá allvíða stynja undir rang* lætis vendi vondrar tungu sem bítur oft sárar en birkihríslan. Stokkhólmsfundurínn, sem auglýstur var í »Skólablaðinu«, var haldinn eins og til stóð dagana 9.— ! 2. ágúst í sumar. Fund þenna sóttu yfir 7000 kennarar frá íslandi, Damnörku, Svíþjóð, Norvegi og Finnlandi. Frá íslandi fóru um 20 kennarar og kenslukonur; meiri partur frá Reykjavík, en þó nokkrir víðsvegar annarsstaðar af landinu. ívilnun var þeim veitt til helminga í fargjaldi, og hefur ferðin þó orðið talsvert dýr, eftir efnum og ástæðum. Kennarar frá öðrum löndum höfðu þar að auki styrk til fararinnar úr ríkissjóðum. En hafa þeir þá haft nokkuð í aðra hönd? Svo segist þehn frá, sem fóru. Fundurinn hafði upp á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.