Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 8
24 SKOLABLAÐIÐ tölum og brotum, þríliðu og nokkuð í flatamálsfræði og þykkvamálsfræði; nokkur einföld sönglög, einkum við ættjarð- arljóð; leikfimisæfingar eftir leiðbeiningum frá stjórnarráðinu um það; drengir eiga þar að auki að læra glímur. Frumvarpið er ekki langt, einar 12 greinar. Fer líklega ekki orðalaust gegn um þingið. Úr Skaftafellssýslu hinni vestri. Gleðilegu ári (1911) óskum vér Skólablaðinu og öllum þeim, sem glæða og útbreiða menta- og menningarljósið til sveita og sjávar. Eigi er ennþá alstaðar nógu bjart yfir; skuggarnir eru til, er varpa þarf Ijósgeislum á. En til þess þarf áhuga og þrek. Alla þá, er upplýsa skuggasvæðin, mundum vér flestir hjer eystra biðja heila hafa unnið happaverkið. Fátt hyggjum vér vænlegra til þjóðþrifa og blessunarríkara fyrir land vort og þjóð en sanna mentun og menningu, — og eigi síst það, sem þetta tvent er frekast sprottið af: andlegt upp- eldi æskunnar. Barnakenslan, grundvöllur mentunarinnar, er nauð- synleg, og til hennar þarf að vanda sem best, þvf að sönn »mentun er máttur« og »þekkingin vald«. — Framtíð lands og þjóðar er í æskunnar valdi. Hún þarf því ment og aukna þekk- ingu. Þetta þarf eldri kynslóðinni að skiljast. Fræðslumálin hjá okkur Skaftfellingum eru samstaðar á greiðri framrás, og alstaðar þokar þeim dálítið áfram, þó sum- staðar miður en skyldi. Fyrstir fóru Mýrdælir fyrir alvöru að hefjast handa, og voru talsvert áleiðis komnir, þegar núgildandi fræðslulög komu ífram- kvæmd. Víðar var þá þegar farið að byrja á umgangskenslu, en ófullkomin var hún víðast hvar, enda er flest erfitt í upphafi. Alt vantaði: góða kennara, kensluáhöld, hæfileg húsakynni til að kenna í og almennan áhuga á fræðslumálum. Fræðslulögin nýju hafa án efa glætt áhugann hjá mörgum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.