Skólablaðið - 01.09.1913, Qupperneq 6

Skólablaðið - 01.09.1913, Qupperneq 6
134 SKÓLABLAÐIÐ Eyrarbakkaskóla mun fyrst 1893 hafa verið skift reglulega í deildir og hefur sú skifting haldist að mestu eða öllu síðan. Það er annars mesta furða hve snemma Eyrarbakkaskóli komst á og ekki síður hitt að honum skyldi verða haldið uppi öll þessi ár í svo mannfáu plássi og Oft illa settu með atvinnu. Oft hafa verið við skólann ágætir kennarar og sumir þeirra síðan orðið prestar, einn af þeim er síra Magnús Helgason skólastj. í Reykjavík. Má óefað þakka þetta meira dugnaði einstakra manna en almenningi. Á Stokkseyri var alt daufara með þetta, þangað til breyting kom á verslunina, kom þá breyting á fleira. Skólahúsið á Stokkseyri var bygt 1909 og það ár var skól- anum að fullu skift í tvær deildir; þá var sarnin og staðfest skóla- reglugjörð. Það ár var Stokkeyrarhreppi skift í skólahérað og fræðsluhérað; hefur síöan verið haldinn farskóli í fræðsluhér- aðinu. Nemendur hafa á þessum árum verið í skólanum c. 55, en í farskólanum c. 15. Námsgreinar og tilhögun sam- kvæmt fræðslul. 1907. Sandvíkurhreppar í Árnessýslu. Fræðslusamþ. "/j—'09. Þar er skólaságan bæði stutt og einföld. Þar fór sem víð- ar, ekki var hugsað um opinbera fræðslu fyr en fræslulögin komu í gildi. Það var um haustið 1908 að eg var þar á ferð, þá at- vinnulaus og réðst eg þar til kenslu yfir veturinn, og er það í fyrsta sinn að þar hefur verið kennari. Fann eg það og á ýmsu. Síðan hefur farið þar fram farkensla á nverju ári 6 mánuði. Fer kensla fram á þrem stöðum, 2 mánuði í stað. Er kent í fram- hýsum eða baðstofu eftir ástæðum. Veit eg það með vissu, að góð viðleitni er á að fullnægja Iögskipuðum fræðslukröfum í þessum hreppi. PiílL Bjarnason, skólakennari á Stokkseyri.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.