Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 163 að kenna börnum biflíusöguna eftir sérstakri bók, útdrætti eða ágripi, og svo trúfræði og siðfræði eftir annari bók. Og eitt er víst: ný-guðfræðingar geta ekki notað Helgakver fyrir kristindóms- kenslubók, fyrir þá sök að í því eru villulærdómar, að skoðun þeirra; og svo má segja um hin »kverin«. Útgefendur barnabiflíunnar ætlast til að hún eigi að vera kenslubók í kristinfræðum, og biskup telur rétt að hún komi í stað »kvers« og biflíusögu. Þetta er stór breyting. Eflaust breyt- ing til blessunar af því að hún er rothögg á andlausan og deyðandi þululærdóm. Það verða þá Lúthers fræðin, sem utan- að þarf að Iæra, ef það er lagaskylda. En hvenær verður þetta reynt í verki? Er nauðsynlegt að fá Barnabiflíuna staðfesta sem barnanámsbók í kristinfræðum, og hver gengst fyrir því? Biskup? eða hvað? Það hefur verið kölluð kensla í kristinfræðum að hlýða yfir kverið, og á því bygð sú trú að heimilin gætu mætavel kent þau fræði. Nú vita allir að það er engin kensla að hlusta á börn þylja kenslubók upp úr sér. Verði Barnabiflían lögð til grundvallar fyrir kenslu í kristinfræðum, einvörðungu, verður þetta vð breytast, og kemur þá að líkindum í ljós, að heimilin eru ekki alment fær um að hafa þessa kenslu á hendi;húnmun því að mestu Ieyti lenda á prestinum, og skólunum þar sem þeir eru til. Hér í blaðinu hefur áður verið lítilsháttar minst á það (1. okt. 1910) hver ætti að kenna kristinfræði. Var þar bent á hvort prestarnir mundu ekki geta annast hana að mestu Ieyti, meðal anuars með því, að halda kristiiegan sunnudagaskóla, tala við börnin eftir messu á sunnudögum. Kristindómsfræðsla eftir Barna- biflíunni einni, mun reynast erfiðari en eftir gainla laginu, en sú fræðsla ætti þá líka að vera frjórri. Þar sem prestur hefur marg- ar kirkjur að þjóna, svo að kirkjusókn hvers barns yrði strjál, mætti bæta úr því með því að presturinn kendi kristiníræði heima hjá sér fermingarbörnum, svo langan tímá sem nauðsyn- legt væri, til viðbótar við sunnudagakensluna. Gott væri að heyra álit presta urn þessi mál.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.