Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 10
170 SKÓLABL.AÐIÐ Þá eru skólaeldhúsin að komast þar í móð, og afar mikið látið yfir gagnsemi þeirra. »Engin kona sannmentuð, ef hún kann ekki til almennra eldhúsverka.« »Engin alþýðukona fær um að vera húsmóðir, ef hún kann ekki til eldhúsverka, og ef hún kann ekki að sauma fötin upp á sig og börnin sín.« »Heimilin þurfa meira á að halda iðnum höndum en miklu bók- viti, og þó verður bókvitið aldrei metið of hátt.« Ameríkumenn eru líklega ekki eins rígbundnir þrælar tísk- unnar í fafasniði eins og menu eru víða annarsstaðar. Ein kenslu- konan svarar seinni spurningunni: »Handavinna stúlkna er nauð- synleg ti! þess, að þær geti sniðið fötin sín eftir eigin höfði; þær hætta þá að ganga eins og apakettir til fara þegar skradd- arinn saumar ekki fötin þeirra.« Hugsið ykkur muninn á kjólbúna kvenfólkinu, ef hver stúlka saumaði og sniði kjólana sína sjálf, og hefði þá eftir sínu höfði. Ja, hvernig ætli færi? Einn svarar: »Slík kensla (handavinna) er fyrirboði betri og sælli framtíðar, og mun styðja að heilbrigði og hamingju bæði á heimilunum og í þjóðfélaginu.« Handavinna drengja er vestan hafs sumstaðar rekin á líkan hátt og á Norðurlöndum (slöjd, eða skólaiðnaður); en meira virðist þó bera þar á heimilisiðnaði, handavinnu til heimilisþarfa. Ekki svo mjög hugsað um að reka vinnuna eftir reglum og kröfum uppeldisfræðinnar, meiri áhersla lögð á að nemendurnir verði búhagir, geti hjálpað sér sjálfir sem mest þegar út í lífið kemur, til þess að þeir þurfi ekki að kaupa af handverksmönn- um hvert handarvik, sem gera þarf á heimilinu. En ekki er verkleg kensla í skólunum bundin við innan- húss vinnuna eina. Qarðyrkjan gleymist ekki. Eldri námsveinar eru látnir læra að búa til ýms garðyrkju- og jarðræktaráhöld, og þeim er kent að beita þeim við vinnuna. Garðyrkjan er einn þátturinn í náttúrusögukenslunni. Margt af þessari verklegu kenslu, sem tíðkast í skólum vest- an hafs og austan, er erfitt viðfangs hér; skortir enn ýmislegt hjá oss, ekki síst kennara. í farskólunum er að svo stöddu varla hugsandi til þess. Þar skortir meðal annars tímann, börnin eru svo stutt að námi, og hafa þann stutta tíma ærið að vinna við

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.