Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 10
10 SKÓLABLAÐIÐ betur við talmálið, er hvort er sniðið eftir öðru meir en nú ger- ist. Ef þessu er rækilega gaumur gefinn, þá má og miklu fremur fella burt að skaðlausu þá stafi úr ritmálinu, er ekki tákna neitt sérstakt hljóð, svo sem x, y og z. Þeirri breyting mundu margir fagna, þeir er við ritmálskenslu fást. Það tel eg miklu skifía, ef þessu máli á að verða nokkurs verulegs framgangs auðið, að prestar landsins, alþingismenn og leikendur ríði hér á vaðið og gefi með því öllum landslýð gott eftirdæmi. Árna eg svo þessu máli góðra undirtekta. Með kærri kveðju, Pálmi Pálsson. Garðyrkja námsgrein í barnaskólum og farskólum. Merkustu uppeldisfræðingar fyrri alda hafa séð og viður- kent, hvílíka þýðingu garðyrkjan hefur fyrir uppeldi og mentun barna. Froebel (höfundur »barnagarðanna«) taldi nauðsynlegt að hver einasti skóli ætti garð til afnota nemendunum. Svo er og nú komið að fjöldi skóla í Þjóðverjalandi eiga garða og kenna allskonar garðrækt, og víða í öðrum löndum eru þeir nokkuð almennir. Kostir garðræktarinnar fyrir mentun unglinga eru einkum þeir, að sú vinna kennir þeim að gera tilraunir, vekur ejtirtekt, venur á nákvæma athugun og kennir að álykta rétt. En eigi er um þá kosti hennar minna vert, að hún eins og flest útivinna gerir bæði að herða líkamann og auka siðferðisþrek. Og loks er ómetanlegt gagn að öllu því fyrir unglinrana seinna á lífs- leiðinni, sem þeir hafa lært í garðyrkju, beint fjárhagslega. Auðvitað verður kenslan aðallega verkleg\ en sú verklega kensla verður þó að styðjast við nokkurt undangengið bóknám. Börnin verða að vita svolítið um nokkur atriði efnafræðinnar og jurtafræðinnar, svo að þau fái nokkra hugmynd um lífsskilyrði jurta, og trjá. Þegar barnið lærir um þetla í kenslustofunni,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.