Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 13
SKÖLABLAÐIÐ 13 Eftirlitskensla fór fram í 14 hreppum. Af þeim börnum sem gengu í farskóla, stunduðu 71 nám lengur en 6 mánuði, 22 5—6 mánuði, 83 4—5 mán., 376 3—4 mán., 2036 2—3 mán., og hin 2 mánuði og skemur. Mikill fjöldi barna fær því enn ekki einusinni 8 vikna kenslu á ári. En sé Iitið til næsta árs á undan (1911 — 12) er hér þó um fram- för að ræða. Þá fengu 2023 börn aðeins 1—2 mánaða kenslu, nú 796. Þá fengu 892 börn 2—3 mánaða kenslu, nú 2036. Kensluvikunurn á hvert barn er því að fjölga að miklum muu, og er það góð framför. Teiknnn, söngnr, leikfimi og handavinna eiga enn litlum vinsældum að fagna í farskólunum, og minni en vænta má í föstu skólunum líka. í farskólunum hafa 234 börn lært ieiknun, 1094 söng, 381 leikfimi og 101 handavinnu. Rétt sextánda hver stúlka, sem gengur í farskóla lærir eitthvað til handanna, hinar ekkert. í nokkrum af föstu skólunum er enn ekki kend teiknun né leikfimi, víst af því að kennarar eru ekki færir um það. En furðulegra er það, aðeinum 303 börnum í öllum skólum á landinu utan Reykjavík, skuli vera kerit eitthvað til handanna. Víðast mætti þó víst kenna stúlkum lítilsháttar að sauma og prjóna, ef um það væri hugsað. Prófskýrslur hafa komið úr öllum hreppum, og hafa síðastl. vor tekið próf 7670 börn. Nokkru fleiri hefðu þau getað ver- ið. En sá misskilningur er enn til, að þau börn, sem fengið hafa undanþágu eða sem ekki hafa notið hinnar opinberu kenslu, þurfi ekki að taka próf. Fræðslunefndirnar ættu að sjá það, að enn meiri ástæða er til að rannsaka með prófi kunn- áttu þeirra barna, sem ekki hafa verið undir kenslu hins skipaða kennara. Mikil brögð hafa þó ekki verið að því að börn vant- aði til prófs, þar sem nær 600 börnum fleira hefur komið til prófs en þau er opinberrar kenslu nutu. Eitthvað ávalt af lög- legum forföllum. Kennarar í kaupstaðaskólunum vóru 70, í skólum utan kaup- staða 73, í farskólum 183 og við eftirlit með heimakenslu fengust 21; samtals 347 kennarar. Koma þannig að meðaltali á hvern kennara rétt um 20 börn til kenslu; í föstu skólunum rúm 20, en nokkuð færri í farskólunnm.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.