Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 6
22 SKÓLABLAÐIÐ íhuga, hvaöa ráh mundu best til þéss að reyna aö hefta út- breiðslu tannsýkinnar eöa aö hún færi svo mjög i vöxt meSal æskulýSsins. Menn sáu þaS brátt, aS fyrsta skilyrSiS til þess aS eínhverju yrSi áorkaS i þessum efnúm væri þaS, aS vekja á málinu at- hygli og áhuga þeirra, sem meS uppeldiSmál fara. Sérstakri nefnd, sem kölluS hefur veriS „Internationale Hygiene Cóm- mission“,* hefur veriS faliS aS hafa framkvæmdir i þessu at- riSi. Var hún skipuS mönnum úr ýmsum löndum. Hefur þaS tekist, meS aSstoS ýmsra góSra manna, aS koma þvi i vérk, aS víSa hefur veriS komiS á fót sérstökum tannlækningastof- um í sambartdi viS barna- eSa unglingaskólana. í þéssar tann- lækningastofur, sem kostaSar eru af almannafé aS nokkru eSa öllu leyti, er nemendum skólanna gert aS skyldu aS koma á ákveSnum tímum. Þar eru þeir rannsakaSir og tennurnar læknaSar eftir því sem þörf krefur, aS minsta kosti í þeim, sem eru frá fátækum heimilum; efnuSum foreldrum er þá aftur á móti send skrifleg tilkynning um þaS,, aS börnin þeirra þurfi aS fá tannlæknishjálp. Öll börn, sem koma á þessa staSi, eru frædd um þaS meS auSskildum fyrirlestrum, hversu mikla þýS- ingu þaS hefur fyrir heilbrigSi þeirra, likamlegan vöxt og viSgang, aS hafa heilar tennur og ósjúkar, og hve mikil prýSi þaS er, aS þær séu vel hirtar. Þeim er enn fremur kent og sýnt í verkinu, hvernig þau eigi á réttan hátt aS hirSa munn- inn, til þess aS sýkingarhættan verSi sem minst. VíSa er börnunum gefinn rétt tilbúinn og viSeigandi tann- bursti í fyrsta skifti, er þau koma í þessar lækningastofur. Þeir menn, sem tekiS hafa þetta mál aS sér í öSrum löndum og barist hafa fyrir því, aS fólkiS hefSist handa til þéss aS reyna aS koma í veg fyrir, aS þessi mjög svo almenni kvilli — tannsýkin — færi sífelt í vöxt, hafa séS um aS gefin hafa veriS út smárit til þess aS fræSa almenning um þessi éfni og ekki síst til þess aS vekja athygli foreldranna og uppeldis- fræSinganna á því, hversu skaSleg áhrif þaS hefur á heilsu hinnar uppvaxandi kynslóSar, aS tennurnar sýkist og eySi- * Hefur hún látið búa til ágæta tannbursta handa börnum, sem seldir eru við lágu verSi, eftir gæðum. Fást þeir í lyfjabúðinni'hér í Reykja- vík og geta fnenn þekt þá á því, að þetta sama nafn er letrað .á skaftið-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.