Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 16
32 SKÓLABLAÐIÐ lega „einföldustu hlutir“, og í rúmmáli hlutir, sem tak- markast af rétthyrndum flötum. Þaö kann aö vera verjandi samkvæmt oröanna hljóðan í 2. gr. fræðslulganna, aö heimta ekki meira en þetta. En þar sem reikningur á þessu er kendur á fáum mínútum, hverju meðalgreindu barni, þó yngra væri en 14 ára, þá er sjálfsagt meining laganna að kenna meira, svo sem um trapez og þríhyrninga og jafn- vel hring í flatarmáli, og í rúmmáli stærð allra þeirra hluta, er hafa prismatíska lögun. Enda er þetta alment kent. 3. Nei, — ekki nema hreppurinn eigi fræðslusjóð, sem fé er lagt úr til kenslunnar, móts við landssjóðsstyrkinn. Heimilisidnadarfélag' íslands heldur námskeið á komandi vori í VEFNAÐI, og, ef nógu margir gefa sig fram, í BURSTA- og KÖRFUGERÐ o. s. frv., á tímabilinu frá 15. mai til júníloka. — Efni og kensla ókeypis. Stjórn félagsins vill aðstoða utanbæjarfólk í útvegun her- bergja og matstaða. Handavinnunámskeid fyrir kennara (karla og konur) verður haldið á Akureyri í vor, 17. mai til 7. júní, ef nægileg hluttaka fæst. Námsgreinar: 1. Bursta- og sópabinding. 2. Útsögun. 3. Útskurður. 4. Saumur og prjón. 5. Körfusmíði (bast, tágar, spænir). 6. Rósabrensla á tré og pappa. Undirstöðuatriðin í vefnaði og bókbandi, ef þess verður óskað. Verkefni fæst á staðnum. Kenslugjald 12 kr. Umsóknir séu komnar til undirritaðra fyrir 1. maí. Akureyri í des. 1914. Elísabet Friðriksdóttir. Halldóra Bjarnadóttir. Útgefandi: Jón Þórarinsson. — Prentsmiðjan Rún.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.