Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 119 geti heitiö. Fræðslunefndirnar þurfa aS skilja þaS, aS viSunan- legt húsnæöi er eitt af helstu skilyröunum fyrir sæmilegu skólahaldi, eins og sýnt hefur veriö fi'am á i þessu blaöi oft og mörgum sinnum; og þær þurfa að muna þaö, aö vandi fylgir vegsemd hverri, sá vandi þeirri vegsemd, aö vera kjörinn til aö hafa á hendi stjórn fræöslumála hreppsins, að gegna þeirri skyldu aö „annast um aö herbergi þau, sem höfð eru til kenslu, séu svo, að heilsu barnanna sé ekki hætta búin.“ Því miöur lítur út fyrir að sumar fræöslunefndirnar hafi gleymt þessari setningu í 30. gr. fræðslulaganna. En þetta má ekki gleymast. Sé fræðslunefndunum ekki treystandi til aö útvega hreppnum viöunandi húsnæði til kenslu, veröur aö grípa til annara ráða. Sameining tveggja hreppa í eitt fræðsluhérað hefur blessast illa, og dregið sumstaöar til skilnaðar. Aö öðru leyti virðast farskólarnir hafa verið reknir líkt síðastl. vetur og aö undanförnu. Barnafjöldinn, sem sótt hefur skólana nokkurn veginn sami og áöur. Nokkuð vantar enn af ke n s 1 u á h ö 1 d u m, en þau smábætast skólunum eftir því sem árin líða. Flestir hreppar borga kennurum lágmark launa; að eins einstöku sem borga betur. Hörgslandshreppur og Kirkjubæjarhreppur í V.-Skaftafellssýslu þar fremstir; borga kennurum sínum 18 k r. u m v i k u 11 a ; en kennararnir fæða sig sjálfir. Nokkrir hreppar borga 7, 8 og 10 krónur. Prófin hafa víðasthvar verið vel sótt. Veðrátta lítið hindrað í ár; miklu meira í fyrra. Enda mega fræðslunefndir ekki van- rækja að ganga eftir því að börn komi til prófs; og kæra verða þær til sýslumanns hlífðarlaust þá sem að orsakalausu van- rækja að senda börnin til prófanna. Frá þessum fimm hreppum hafa engar skýrslur borist: Kjósarhreppi, Bæjarhreppi í Strandasýslu, Þverárhreppi og Staðarhreppi í Húnavatnssýslu og Holtshreppi í Skagafjarðar- sýslu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.