Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 8
20 SKÓLABLAÐIÐ Frá barnaskóla Reykjavíkur. Sýnishorn af ritgerðum við vorpróf 1915. NiSurl. 6. b. „F“. ÍSLENSKA. Reykjavík í apríl 1915. GóSi kunningi. Eg hefi lengi ætlaS aS skrifa þér, en ekki komist til þess fyr en nú. Mér líSur vel, og eg er vel frískur. TíS hefur veriS góS hér í vetur, aldrei miklar stórhríSir. MikiS hefur veriS um skemtanir hér í vetur. Kvikmyndahúsin hafa sýnt myndir á hverju kvöldi, og hefur þar oftast veriS húsfyllir. Tvö íslensk leikrit hafa veriS leikin hér i vetur, Galdra-Loftur og Syndir annara, og hafa þau veriS vel sótt. Dansleikir hafa veriS haldnir, og hefur æskulýSurinn streymt þangaS. Lítil atvinna hefir veriS hér í vetur, þangaS til fiskiskúturnar fóru út. AS- sókn aS skólunum hefir veriS lik eins og aS undanförnu. Getur veriS aS ég heimsæki þig einhverntíma í sumarleyfinu. Vertu svo blessaSur og sæll, og líSi þér altaf vel. Jón Karlsson, 13 ára. 7. b. „B“. ÍSLENSKA. Verkefni: Tómas Sæmundsson. Tómas var bóndason. Hann var fæddur áriS 1807 í Austur- landeyjum. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 15 ára ald- urs. Tómas gekk í BessastaSaskóla, og útskrifaSist þaSan 1827. GuSfræSispróf tók Tómas viS háskólann í Danmörku áriS 1832. Tómas reit um mentun íslendinga. Hann vildi kynnast mentun NorSurálfunnar, þessvegna ferSaSist hann um hana. Tómas dvaldi í Parísarborg og Lundúnum, en kom til Rómaborgai, Aþenu og MiklagarSs. Sá hann bæSi margt og mikiS, í utanför sinni. Nú kom Tómas heim, ofbauS honum þá fávísi íslendinga. Hann lagSi til, aS fræSibækur væru gefnar út, handa alþýSu en þar var viS ramman reip aS draga. Tómas varS prestur aS BreiSabólsstaS í FljótshlíS, og síSar prófastur.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.