Skólablaðið - 01.11.1916, Side 9

Skólablaðið - 01.11.1916, Side 9
SKÓLABLAÐIÐ 169 Kvenfólkiö heldur uppi heimilisiönaSinum, þeim litla sem tíl er nú á dögum. ÞaS sem kvenþjóöin vinnur í höndunum til heim- ilisþarfa og híbýlaprýöis er í rauninni mikiS og góSra gjalda vert. Kvennaskólarnir hafa útbreitt kunnáttuna og gefiö lystina til þess. En karlmennirnir kunna ekkert og vinna ekkert í hönd- unum. Islenskur heimilisiönaSur er ekki til nema á kveji- höndina. ÞaS er nú ekki til neins aS vera aö staglast á því aS þetta veröi svona aö vera af því aö karlmennirnir hafi ekki tima til neins. Nógur er vinnukrafturinn, en hann er bara ónotaður. Og hann er er ónotaöur af því aö drengjunum hefur aldrei veriö kent neitt í höndunum. Til þess aö byggja upp þjóðlegan heim- ilisiönaö fer langur tími og mikil vinna og fyrirhöfn. Sjálf- sagt er aö byggja hann upp aö neðan. Viö veröum aö b y r j a í barnaskólunu m. Handavinnan — fyrir stúlkur og drengi — verður þar aö veröa jafn sjálfsögö skyldunámsgrein eins og lestur og skrift. Og heimilisiönaöargreinin er sú vínna, sem sjálfsagt verður horfið að. Til hennar þarf lítið húsnæöi og fátt áhalda fyrst í staö. En brátt munu þær kröfur nú samt hækka, vinnustofa í hverjum skóla með fullkomnum áhöldum kemur með tímanum, og einhverntima kemur að því að vinnu- stofa fyrir heimilisiðnað verður til á öllum betri heimilum. En þess verður langt að bíöa, enda er það mikil breyting frá því sem nú er, og sú breyting kemur hvorki á stuttum tíma né af sjálfu sér. Heimilisiðnaðarfélög geta gert mjög mikið, og gera von- andi mikið hér, en undirstööuna verður samt sem áður nauð- synlegt að leggja í barnaskólunum. Til þess þurfa kennararnir að læra til þeirra hluta svo að þeir geti kent þá námsgrein eins og aörar. Næst lægi því aö kennaraskólinn undirbyggi kennaraefnin í þvi eins og öðru. En heimilisiðnaðarfélögin gætu líka tekið að sér að menta barnakennarana í þessari grein eins og Heimilisiðnaðarfélag íslands hefur verið aö leit- ast viö að gera undanfarin ár með því að halda uppi .nám- skeiðum fyrir fullorðið fólk, að vorinu; hafa nokkrir barna- kennarar notið tilsagnar þar, og einstaka kennari síðar tekið kensluna upp í skólanum sinum. Námskeið þessi hafa verið á sama tima og framhaldsnám-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.