Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 17 laun. Þessi breyting, og meS skilningi stjórnarinnar, hefSl því veriö til að spilla fyrir kennurum og gera hrapallega upp í milli þeirra, alveg út í bláinn. Það má fullyrða, að enginn þingmanna hafi goldið breytingunni samþykki sitt með þeim skilningi, enda er yfirlýsing flutningsmanns svo ótviræð um hug'sun hans og tilgang með breytingunni. En til þess að koma í veg fyrir allan hugsanlegan mis- skilning, leggur Gísli Sveinsson enn þá greinilegar upp í hend- ur stjórninni, hvernig þetta atriði beri að skilja. Fám dögum síðar en lögin voru afgreidd, skrifar hann stjórnarráðinu brjef, sem bjer birtist, með hans leyfi, og svo hljóðar: „Alþingi, Reykjavík, 27. sept. 1919. Að g-efnu tilefni skal það tekið fram um breytingu þá á barnakennararlaunafrv., sem gerð var i Nd. Alþingis og jeg var nokkuð við riðinn, sem sje að stöðualdur kennara til hækkunar launum þeirra skyldi teljast, ekki frá þvi lögin koma til framkvæmda, heldur frá því er þeir byrj- uðu að starfa við skólann, þá var það ákvæði meint þann- ig, þótt þar standi „fastir kennarar" (12. gr.), að árin teldust frá þeim tíma, er þeir voru ráðnir kennarar við skólann, hvort sem þeir hafa starfað sem svokallaðir „fastir“, eða að eins sem tímakennarar. Með föstum kenn- urum í þessu smbandi var þannig átt við alla ráðna kenn- ara við viðkomandi skóla (aðra en þá, sem um stundar- sakir hafa kent, en síðar horfið frá). Gisli Sveinsson. Til stjórnarráðs íslands.“ Stjórnin hefir nú virt hvorttveggja að vettugi, skýlaus ^orð Gísla Sveinssonar við umræðu málsins í neðri deild, en síðan brjef hans, það sem hjer er birt. Þeim á ekki úr að aka, kennurunum. Ekki tekur betra við um skýringu stjórnarinnar, ef litið er til sjálfra fræðslulaganna, sem enn eru í gildi um ráðningu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.