Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 19 Þegar merking einhvers orös er ekki tvímælalaus í sjálfu sjer, eSa er ekki gerS þaS á annan hátt, þá er ekki annaö aö flýja en til málvenjunnar. En hvaS er nú „fastur“ kennari í málvenjunni? Merkingarnar eru tvær. Önnur, hin rýmri og venjulegri, sú, sem Gísli Sveinsson notar í tillögu sinni, a5 kennarinn sje fastráöinn eöa aö staöaldri við sama skólann; þaö sje hans fasta atvinna. í þessari og svipaöri merkingu kemur „fastur‘‘ fyrir í fjölmörgum samböndum, t. d. fastur viöskiftamaöur o. s. frv. Þrengri merkingin í „fastur kennari" er sú, aö kennarinn hafi óuppsegjanlega stööu. En hitt mun nauðasjaldan gerast, þegar talaö er um „fastan“ kenn- ara I þröngri merkingu, eöa til aðgreiningar frá „stundakenn- ara“, aö hugsaö sje til þess, hvernig kennaranum eru talin laun, hvort heldur árslaun eöa mánaöarlaun alt áriö, eöa mán- aðarlaun um kenslutímann eöa þá vikulaun, eins og fræöslu- lögin sjálf gera ráö fyrir. Stjórnin hefir farið kynlega leí'S í skýringu sinni. Hún hefir einskisvirt skilning flutningsmanns aö breytingu þeirri, sem hjer ræöir um, og þar meö þingsins; hún hefir ætlaö aö fara eftir bókstafnum, en tekiö þá skýringuna, sem fráleitust var eftir málvenjunni og mest af handahófi, eins og á stendur. Og þessi harödræga skýring hennar kemur þar á ofan svo þvert sem mest má verða í bága viö þau lög önnur, sem sjálfsagö- ast var aö hafa til hliösjónar viö skýringu á þessum, en þaS eru ráöningarákvæði fræöslulaganna. En meö þessu hefir stjórnin afrekaö þaö, aö örfáir kennarar veröa aönjótandi þeirra sjálfsögðu rjettinda, sem þeim voru öll- um ætluð, í samræmi við lagavenju og viðurkend rjettindi allra annara starfsmanna landsins. Stjórnin hefir beitt bókstafnum hörðum höndum. En það er hlálegast, að þeir sem fylgt hafa gildandi lögum, fræðslulögunum, eða búiö við þau bókstaf- lega, þeir verða verst úti, en hinum, sem komist hafa á snið við þau, er gert hærra undir höfði af sjálfri stjórninni. Fyr má nú vera, að vel sje haldið á lögum landsins og fjármunum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.