Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ MÁNAÐARRIT UM UPPELDI OG MENTAMÁL ÚTGEFENDUR: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HELGl HJÖRVAR OG STEINGRÍMUR ARASON XIII. ÁR MAÍ 1921 ö. BLAÐ Nokkur athugaefni eftir Sigurð Guðmundsson. III. Skifting kenslukraf ta. Ferðalangar með fullu viti fara með reiðtygi sín til söðlasmiðs, er þau þarfnast viðgerðar. Vjer myndum hlæja dátt að þeim ferðamanni, er kæmi hnakknum sínum í því skyni til bók- bindara. Bókamaður biður og venju- lega bókbindara, en ekki söðlasmið, að binda bækur sínar og bæklinga, nema ef svo stendur á, að söðlasmiðurinn er líka bókbindari, sem fá gerast dæmi til á þessum dögum. pá er unglingum leik- ur hugur á að nema járnsmíði, leita þeir sjer ekki kenslu trjesmiða nje silf- ursmiða, heldur járnsmiða. Alt slíkt er svo einsætt og auðskilið, að engan mann með óbrjálaðri skynsemi þarf að minna á slíkt. Sennilega brosir einhver lesandi greinarkorns þessa, er jeg byrja það á slíkum vísdómi. Samt getur hjer á landi menn, er virð- ast ekki hafa gefið þessum sannindum nokkum gaum. Og þeir sitja meira að segja í stólum og stofum, þar er fáir myndu slíkra leita. það er, því miður, svo að sjá, sem hinum ósýnilegu önd- um, er kenslumálum vorum stýra, sjeu jafnauðsæ sannindi hulinn leyndar- dómur. Landið á einn lærðan stærðfræðing, sem gat sjer ágætan orðstír við háskóla- nám utanlands og hlotið hefir lof fyrir stærðfræðikenslu. Ætla mætti, að þessi eini stærðfræðingur landsins hefði ver- ið notaður til stærðfræðikenslu einnar. Mentaskólanum vilcli óvart það happ til, að hann lauk í fræðigrein sinni meist- araprófi í Hafnarháskóla, einmitt um. sama leyti og eina stærðfræðikennara- staða landsins losnaði. En Iiannes Haf- stein drýgði þá óhæfu, að veita ekki þessum sjálfkjörna stærðfræðikennara stöðuna. það er ekki álitlegt ungum mönnum vor á meðal, að leggja stund á námsgreinir, er fjarri liggja þjóð- braut, þá er þannig er farið að. það er ekki uppörvun til að búa sig lofsamlega undir lífsstarf, er þeir eru látnir sitja fyrir því, er ekki hafa búið sig undir það. En sögu þessa stærðfræðikennara er ekki lokið hjer. Nokkrum árum síðar var hann skipaður kennari Kennara- skólans, er þá var nýstofnaður. þar varð hann að kenna fleiri námsgreinir en sína ment. Auk stærðfræðinnar varð hann að kenna þar landfræði og dönsku. Um nokkur ár varð að kaupa stunda- kenslu í stærðfræði handa Mentaskól- anum. Stærðfræðikennara skólans vanst ekki tími til að kenna þar alla stærð- fræði og skyldar greinir. Engin hugsun var höfð á — þess varð að minsta kosti ekki vart —, að liðka svo til, að þessi eini stærðfræðidoktor landsins gæti tekist á hendur þá kenslu, er skólinn varð að kaupa hjá öðrum en fastakenn- urum sínum. Til stærðfræðikenslu þess-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.