Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 3
Mai 1921 SKÓLABLAÐIÐ 51 kenslu í, heldur en þær, er þeir hafa varið mörgnm árum æfinnar til að nema? Myndu þeir kenna betur þá iðn, er þeir hafa ekki numið, heldur en hina, sem þeir hafa lært? Satt er það og að vísu, því miður, að sumir háskóla- kandídatar hafa kent næsta illa vísinda- grein sína, ofhlaðið minni nemanda sinna fánýtum smámunum, svo að til andardreps horfði, aldrei borið við að sýna þeim dásemdir andans og lögmáls- ins á því sviði, er þeir áttu um að leið- beina skilninggjörnum unglingum. En vanalega eru engar skynsamlegar lík- ur til, að háskólalærður sjerfræðingur kenni betur þær greinir, er hann hefir ekki numið meira í en hann neyddist til á skólaárunum, heldur en þá vísinda- grein, sem hann á blómárum æfinnar lagði stund á og kaus sjer til náms af ást og áhuga, að svo miklu leyti sem hann hafði andlegs áhuga fengið. Kandídatinn kennir vísindagrein sína ekki illa af hinu,að hann er sjerfróður í henni, heldur af því að önd hans er í sumum skilningi gróðurlítill sandur, honum er vamað hugkvæmni og aðdá- unargáfu, hjartanlegs hláturs og gam- ansemi, hann getur ekki gert greinar- mun á aðalatriðum og aukaatriðum, er gerður sem hinn starfsami lærdóms- maður, er Schiller lýsir svo: „Nimmer labt ihn des Baumes Frucht, den er miihsam erziehet; nur der Geschmack geniesst, was die Gelehrsamkeit pflanzt". Hvorttveggja verður að muna, þótt ýmsum veiti erfitt að hafa bæði atrið- in hugföst í einu: að gagnfræði-, menta- og kennaraskóli komast yfirleitt ekki af án sjerfræðinga í mikilvægustu náms- greinum, er þar eru kendar, og að sjer- fræðiþekkingin ein nægir ekki til að gera menn að góðum kennurum, eins og bent er óbeinlínis á í athugasemdum hjer rjett á undan. Ef ekki er í bili völ á sjerfræðing í auðan kennarastól, þá er einsætt að veita ekki þá hina sömu stöðu, heldur setja mann um stundar- sakir, veita hana ekki fyrr en sjerfræð- ingur er fenginn. Við sjerfræðing skil jeg hjer ekki eingöngu mann, sem lok- ið hefir háskólaprófi, heldur mann, sem er á almanna vitorði um, að vakinn og sofinn er í hinni eða þessari fræðigrein, leggur rækt við hana, sem óðal hæfi- leika sinna og andar, eins og Guð- mundur G. Bárðarson við náttúru- fræði og Benedikt Sveinsson við ís- lensku. Samt ber þess að minnast, að minst er undir fróðleiknum komið, hve mikið hlutaðeigandi getur þulið upp úr sjer af sundurlausum staðreyndum. Ef kensla í einhverri fræðigrein á að hafa verulegt menningargildi, verður að inn- ræta nemöndum hugsunarhátt hennar og vinnubrögð, aðferðir, er beitt er, varúð, er gjalda verður við villigöt- um og heimfærslum. En það getur sá einn, sem góða tamning hefir fengið í kenslu- eða fræðigrein sinni, hvort sem hann hefir taminn verið í háskóla eður hann hefir tamið sig sjálfur í heima- húsum. J>að virðist skoðun margra, að nokkr- ir, t. d. sumir klerklærðir menn, geti kent alt og að sumar námsgreinir geti allir kent. Og ein þeirra fræðigreina er — „mirabile dictu“ — vort göfga móð- urmál. Ef menn rengja hjer mál mitt, bið jeg þá hina sömu rengjendur að líta í skólaskýrslur landsins nokkur síðustu ár. En þeir eru áreiðanlega ekki á hverju strái, er kent geta íslenska mál- fræði, svo að hún komi að menningar- notum. það sýnir og skilningsleysi á þessum efnum, að hvarvetna hjer er sama kennara falið að kenna íslensku og íslenskar ritgerðir. Samt þarf til þess gerólíka hæfileika, sem engan veginn fara alt af saman, að vera vel að sjer í íslenskri málfræði og bera vel skyn á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.