Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 10
10 SKÓLABLAÐIÐ 1. blað 1922 Kennarapróf 1922. 1. Ásbjörn Guðmundsson, úr Rvík 75 stig 2. Áslaug Gunnlaugsdóttir, frá Kolviðarhóli 67 — 3. Bjarni Bjarnason, frá Efriey í Meðallandi 88 — 4. Dóróþea Gísladóttir, frá Kjarn- holtum í Biskupstungum 78 — 5. Einbjörg Einarsdóttir, úr Rvík 71 — 6. Gísli Sigurðsson, frá Ásólfsstöð- um í Gnúpverjahreppi 68 — 7. Halldór Sölvason, frá Sveins- stöðum í Húnaþingi 85 — 8. ' Jóhanna Jónsdóttir, frá Eyri í Seyðisfirði vestra 77 — 9. Júlíus Einarsson, úr Rvík 78 — 10. Jörína Jónsdóttir, frá Blöndu- holti í Kjós 80 — 11. Klemens þorleifsson, frá Ból- staðarhlið í Húnavatnssýslu 85 — 12. Kristrún Jónsdóttir, úr Rvík 77 — 13. Lárus Halldórsson, frá Litlu- þverá í Miðfirði 83 — 14. Maria Vigfúsdóttir, frá Tungu í Önundarfirði 85 — 15. þuríður Vilhjálmsdóttir, frá Ytribrekkum á Langanesi 88 — Fimleikakenslupróf tóku nr. 2, 3, 5, 6, 7, 9, 10 og 13, og söngkenslupróf nr. 2, 3, 4, 8 og 13. ----0---- Breyting á fræðslulögum samþ. á Alþingi 25. apríl 1922. 1. gr, í þeim skólahjeruðum, utan kaup- staða, þar sem eru heimangönguskólar eða settir verða á stofn heimavistarskólar og reglugjörð þeirra og hollustuhættir samþykt af yfirstjóm fræðslumála, skulu öll hörn skóiahjeraðsins á skólaskyldualdri njóta þar kenslu að minsta kosti 12 vikur á ári, nema skólanefnd veiti imdanþágu. Heimilt er þó að ákveða í reglugerð skól- ans, að þessi skólaskylda skuli einungis ná til 12—14 ára barna, enda sje þá yngri börnum sjeð fyrir lögskipaðri fræðslu á annan hátt. 2. gr„ Geti fræðslunefnd sjeð öllum böm- um fræðsluhjeraðs á aldrinum 10—14 ára fyrir fullnægjandi fræðslu farskólalaust, með eftirlitskennara eða með eftirliti sókn- arprests eða á annan hátt, er henni það heimilt. 3. gr. Sóknarprestum skal skylt að hafa eftirlit með barnafræðslu, hverjum í sínu prestakalli, í samráði við skólanefndir og fræðslunefndir, eftir því sém önnur embætt- isstörf þeirra leyfa. þeir skulu vera próf- dómendur við barnapróf, hver í sínu prestakalli, en þó skipar yfirstjórn fræðslu- mála sjerstaka prófdómendur, auk prest- anna, við barnapróf í kaupstöðum og ann- arsstaðar þar sem fjölment er, svo og þar sem prestslaust er eða prestaköll mjög víðlend, eftir því sem henni þykir þörf. — Sóknarprestum ber engin sjerstök borgun fyrir störf samkvæmt þessari grein. ----o---- =ZZ BÆKUR =ZE- —0— Páll E. Ólason: B ikasöfn og þjóðmenning. [Sjerprentun úr Andvara 1922, 57 bls.]. Rit þetta er bygt á öðru riti, eftir sænska konu, er ferðaðist „um Bandaríkin í Norð- ur-Ameríku með styrk af rikissjóði Svía, í því skyni að kynna sjer fyrirkomulag bókasafna þar, einkum kennaraskóla — og alþýðubókasafna". þar eru kaflar um til- gang bókasafna, um bókasafnahúsin og tilhögun þeirra, um höfuðsöfn og útibú, um almennar reglur, um útlán bóka, um skrár og bókaregistur, um opnar hillur, um handbókasöfn, um harnahókasöfn, um almannasöfn og skóla, um bókasöfn skóla og kennaraskóla, um umferðasöfn og heimasöfn, um bókasafnsnefndir og um bókaverði og mentun þeirra. Má af þessu yfirliti sjá, að kverið er allfróðlegt og varð- ar meir kennarastjettina en aðrar stjettir. Kennarastjettin á að taka mál þetta að sjer til framkvæmda. það er einn liður í hinu mikla starfi hennar fyrir mentun alþýðu. Mættum við mikið læra af Ame- ríkumönnum í þessu efni. „Almannasöfnin í Amcríku taka við af skólunum, hvers

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.