Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 11
1. blað 1922 SKÓLABLAÐIÐ 11 háttar skólar sem eru; þau halda áfram því uppeldi, sem hafið hefir verið í allskon- 'ar uppeldisstofnunum, og halda því áfram æfilangt með jöfnum rjetti allra, því að engin aldurstakmörk þekkjast þar, enginn stjettar- eða trúarbragðamunur, enginn flokka- eða skoðanamunur. Rekstraraflið er hjálpfýsi, markmiðið uppeldi, fræðsla til handa öllum, grundvöllurinn siaukin gagnsemi einstaklingum og þjóðfjelagi". Kennarar ættu að taka með þökk þessari livöt og hjálp próf. P. E. Ól. það mætti mikil blessun hljótast íslenskri þjóðmenning af þessu riti hans. Á. Á. —-o----- ZZ SKÓLAK ZZ —o— Barnaskóli Rcykjavíkur. 1. Skólabækur. Vjer íslendingar eig- um ekki margar góðar kenslubækur, hvorki fyrir börn nje unglinga. Ljelegar kenslubækur er eitt aðalmein skóla vorra. Ilið minsta, sem hægt er að krefjast, er að vjer notum þær fáu góðu kenslubækur, sem til eru. En sú er ekki raunin á. Við stærsta barnaskóla landsins, Reykjavikur barna- skóla, er t. d. notuð íslandssaga Boga Mel- steðs og Landafræði eftir Morten Hansen, þó völ sje á miklu betri bókum, þar sem er íslandssaga Jónasar frá Hriflu og Landafræði Karls Finnbogasonar. það er litil hvöt fyrir kennara til að semja nýjar kenslubækur, þegar ekki er víst að þær verði notaðar, þó þær taki mikið fram þeim sem fyrir eru. Annars ætti ekki að vera hætta á að það þurfi að koma fyrir. það ætti ekki að vera leyfilegt að nota aðr- ar en bestu bækurnar. Fræðs111má 1 astj óri og skólaráð við hans hlið ætti að fella úr- skurð um það, hvaða bækur megi nota, og koma líklega tillögur um það frá menta- málanefnd. pað má og nefna í þessu sam- bandi, að landsútgáfa á kenslubókum væri vafalaust heppilegust og mun koma, þó þess verði kannske nokkuð að bíða. 2. Skólaeftirlit. í grein um skóla- eftirlit hjer í blaðinu síðastl. vor, var meðal annars minst á nauðsyn eftirlits með barna- skólum hjer í Reykjavík og nágrenninu. Var stungið upp á þvi að tvískifta störf- um barnaskólastjórans í Reykjavik og setja annan skólastjórann til eftirlits með allri barnakenslu i Reykjavik og nágrenninu. þetta hefir að visu ekki verið gert, en skólanefnd Reykjavikur sýnir þó lofsverð- an áhuga á kenslueftirliti. I fyrravetur voru þeir sr. Ólafur Ólafsson og Steingrím- ur Arason settir til að rannsaka barna- skóla Reykjavikur eins og kunnugt er, og nú hefir Stgr. Arason nýverið verið skip- aður til að hafa eftirlit í vetur með skól- anum. þetta er að vísu lofsvert, en gall- inn á þvi er sá, að enn hafa ekki verið gerðar ráðstafanir um stöðugt kenslueftir- lit hjer í Reykjavík. það þarf meira en að senda eftirlitsmann nokkra mánuði í senn til skólans. það þarf að setja fastan eftir- litsmann með allri barnakenslu hjer í Reykjavik og nágrenni. Eftirlitsmaðurinn þarf að vera stöðugur samverkamaður kennaranna. það er að visu hægt að rann- saka skóla á einum vetri, en það tekur marga vetur að kippa því í lag, sem aflaga fer. það tekur langan tíma að endurbæta hvern stóran skóla og mikið starf, sem ekki verður leyst af hendi af neinni skóla- nefnd hversu góð sem hún er, heldur ein- göngu af föstum eftirlitsmanni, sem er samverkamaður kennaranna. Töluverður kurr virðist hafa risið meðal sumra kennara barnaskólans út af skipun Steingrims, og er það undarlegt, þar sem skólanefnd hefir ekki of mikið að gert með skipun hans heldur of lítið, eins og fyr var sagt. Ástæðan mun vera skýrsla sú, sem Stgr. og sr. Ólafur gáfu í fyrra um skólann, og ræðst stjórn kennarafje- lags Reykjavikur nokkuð hvatskeytlega á skýrsluna og rannsóknaraðferðir Steingr. 1 Mbl. Er það óvarlegt að ráðast þannig á prófaðferðir, sem margir ágætustu uppeld- isfræðingar þýskalands og Ameríku hafa unnið að á siðustu áratugum, og hvar- vetna þykja bera í flestu af gömlu próf- aðferðuniun. Vitanlega má margt að þeim finna og rannsókn Stgr. yfirleitt. En öll byrjun , stendur til bóta. Hver hefir búist við að rannsóknaraðferðir Stgr. yrðu óskeikular? Kannske stjórn kennarafjelags

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.