Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 4
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður GuSnason. — Simar: 14900- 14903 — Auglísingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmíðja Alþýðu- blaðsins. — Askrlflargjald kr. 80.00. — I .lausasöiu kr. 5.00 eintakið. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. DÝR SEINAGANGUR ÞAÐ VAR ótrúlegur og óafsakanlegur seinagang- ■ur hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins að ákveða ekki síldarverð, fyrr en fjöldi skipa hafði verið að veiðum allt að mánuð. Þessa ákvörðun átti auðvitað að taka áður en síldveiðar hófust og tvar þá að skaðlausu hægt að deila um verðið og leiða þá deilu til lykta, áður en bátarnir legðu af stað. Þessi handvömm Verðlagsráðs er ein af meginor- sökum þess, að deilan um síldarverðið hefur leitt til stöðvunar alls flotans, þegar veiði gæti staðið sem hæst, Sjómenn, sem voru búnir að veiða þúsundir mála, fengu þá frétt að sunnan, að nú hafi Verðlags- ráð ákveðið tvenns konar verð — ekki eftir fitu- magni, heldur eftir veiðitímanum einum. Þeir höfðu lagt mikið á sig til að hefja veiðar snemma og finnst þetta kaldar kveðjur í staðinn. Sjómannasambandið, Alþýðusambandið og Far- mannasambandið taka þetta atriði fyrst allra í mót- mælasamþykkt þeirri, sem þessi samtök sendu út í fyrrakvöld. Þar segir, að samböndin þrjú átelji harð- lega þann drátt, sem orðið hefur hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins um verðlagningu sjávarafla, þar sem heita má orðið óþekkt fyrirbrigði, að lögum og regl- um sé framfylgt um að fiskverðsábvörðun liggi fyr- ir, áður en veiðitími hefst. Seinagangur Verðlagsráðs að þessu sinni hefur orðið dýrkeypt reynsla. Sam- böndin þrjú segja í ályktun sinni, að því muni ekki verða treyst í framtíðinni að hefjaiveiðar fyrr en verð- ákvörðun liggur fyrir hverju sinni. VERÐ EYSTEINS FRÁSÖGN TÍMANS af stöðvun síldarflotans og mótmælum sjómanna er næsta furðuleg. Segir blaðið, að eingöngu hafi verið mótmælt bráðabirgðalögun- um um síldarflutninga og fleira, en þessi lög voru ekki nefnd í upphaflegu skeyti sjómanna á laugar- dagskvöld. Hins vegar felur Tíminn það, sem nefnt 'var í skeytinu, sjálft síldarverðið. Af hverju grípur Tíminn til þessarar rangfærslu á mótmælum sjómanna? Skýringin á því er auðfund- in. Hún er sú, að Eysteinn Jónsson á sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og hann hafði samþykkt með öðrum stjórnarmönnum verksmiðjanna, að þær gætu ekki greitt nema 225 krónur fyrir síldina í sumar! Það er þetta verð, sem Eysteinn stóð að, sem ’sjómenn mótmæltu í skeyti sínu um leið og þeir til- Jkynntu stöðvun veiðanna. En um þessa staðreynd fá lesendur Tímans ekki að vita. Fulltrúar allra flokka stóðu að þessari ákvörðun í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, þar á meðal Ey- steinn fyrir Framsókn og Þóroddur Guðmundsson fyrir kommúnista. Það er mál út af fyrir sig, en finnst mönnum ekki smásálarlegt af Tímanum að reyna síðan að fela þessa staðreynd? 4 30. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ hannes©© á horninu GESTUR SKRIFAR mér á þessa leið: „Ég- þakka þér fyrir um mælin um síðasta þióðhátíðárdag. Hátíðarhöldunum hefur farið mik iff aftur. Þaff er ekki aðeins, aff sjálf tíagskráin hafi verið lélegri en áður, heldur var fóíkið ekki í eins miklu hátíðarskapi og áður liefm- verið, hvað svo sem þaö er, sem hefur valdið. Þetta er slæmt og verður ekki hægt að bæía úr nema með því 'að endurskoða gaumgæfilega tilhögun hátíðar haldanna. EN ÞAÐ FINNST MÉR fyrir neðan allar hellur þjsgar fjall konan er látin mæla af munni fram óljóð í stað þess að Iesa Ijóð eins og hún hefur alltaf gert- Ég er ekki með þessu að segja að það sem hún las, og hún las ákaflega vel og af mikilli smekk vísi, hafi ekki verið fagurt og gott, en það var ekki ljóð heldur atom „kveðskapur" og þar með er rofin ófrávíkjanleg hefð. og þjóðhótíðin á að vera og um turnað í honum til þess eins að Hóknast einhverskonar nýjunga girni, hversu fráleit sem hún er. En ef til vill er þetta eitt dæmið um upplausnina sem óneitanlega er meðal þjóðarinnar. Við hendum frá okkur andlegum og veraldleg um verðmætum án þess að skeyta liið minnsta um það sem við hrifs um tii okkar í staðinn. EN NÓG UM ÞETTA. Ég sendi þér þessar línur til þess að for stö*i,monn bióShátíða-nefndarinn ar gerl gér ljóst, að það vakti atliygli hversu dagskrá hátíðarhald anna var léleg, hversu ruglingsleg hún var og engar skorður nein staðar. Jafnvel felldar niður stoð ir, sem hafa allt frá upphafi staðið undir dag kránni- Það tók þó út yfir allan þjófabálk að Fjallkonan skuli liafa verið látin mæla atom „ljóð“ af munni fram“ ÞETTA SEGIR GESTUR. Ég Enn um hátíðahöld- m 17. jum. ★ Breytingar, sem ekki voru til bóta ★ Fjallkonan las „atómljóð.” ★ Ófrávíkjanleg hefð broíin. lieyrði ekki flutning hátíðarljóðs ins enda er ekki verið að finna að því sjálfu heidur formi þess- Ég er sammála bréfritaranum um það að við megum ekki fella stoðir ef við eigum ekki aðrar í staðinn. Og að taka upp atomljóðalestur á þjóð hátíðardaginn, hversu sómasam lega sem samin eru, finnst mér alls ekki eiga við. Nefndin mun alltaf hafa leitað til skálda um hátíðarljóð. Þannig mun þetta einnig hafa verið nú — og skáldið skilað atom „ljóði“ og nefndin samþykkti. Hannes á horninu. ÞAÐ ER EINS og við íslending ar getum ekki eignast hefð, á neinu sviði. Það er jafnvel ruðzt inn í sjálfan helgidóminn eins T/L SÖLU Notuð Eldavél. Fjölritari, alve? sjálfvirkur. Trésmiðir, athugið : Nýr FRÆSARI til sölu. HANNES PÁLSSON, Sími 23-081 Mjóuhlíð 4. M. s. GuSmundur góði M.s. Guðmundur góði fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms, Hjalla- ness, Króksfjarðarness og Flat- eyjar. Vörumóttaka í dag. M.s. Herðubreið M.s. Herðubreið fer vestur um land í hringferð 3. júlí. Vörumóttaka í dag til Kópa- skers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopiiafjarðár, Borgarfjarðar, Stöðvarfja^'ðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliðavog Sími 41920. um í Reykjavík Maður með stýrimannspróf verður væntanlega ráðinn til að veita forstöðu 4ra mánaða námskeiði til undirbúnings fyrir hið minna fiskimannapróf, sem haldið verður á Akureyri á hausti komanda verði næg þátttaka fyrir hendi. Umsókn ásamt kröfu um kaup og dvalarkostnað sendist undirrituðum fyrir lok júlí-mánaðar. Væntanlegir nemendur á þessu námskeiði og Reykjávíkurnámskeiðinu sendi undirrituðum umsóknir sínar einnig fyrir júlílok. Sérstök deild fyrir þá, seip lokið liafa hinu minna fiski- mannaprófi en ætla að lesa undir fiskimannapróf, verður hald- in viff skólann næsta vetur verði næg þátttaka fyrir hendi. Deildin mun starfa með sama hætti og síöastl. vetur. Umsóknir sendist undirrituðuin fyrir 1. september. SKÓLASTJÓRINN. ÚTBOD Tilboð óskast í sölu á 10.000 m3 af óhörp- uðu steypuefni. Útboðsskilmála skal vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. FRAMTÍÐARSTARF Tæknifræðingur, vélstjóri eða vélvirki, óskast til þess að veita áhaldahúsi Hafnarfjarðar forstöðu. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf, skulu berast fyrir 10. júlí næstk. til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.