Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 7
Ávarp frá Stór- stúku fslands Engum blandast hugur um að áfengisneyzla á beint og óbeint sök á fjölmörgum slysum og marg- víslegum ófarnaði öðrum. Er hér ekki aðeins um að ræða böl ein- staklinga og fjölskyldna, sem fyrir þessu verða, — og væri það þó nægilega hörmulegt, — heldur er hér um stórfellt þjóðarböl að ræða, sem varðar hvern einstakling, hvar sem hann er búsettur og hverju starfi sem hann sinnir. Bendir og margt til þess, að þeim fari nú stórum fjölgandi, sem gera sér þetta ljóst og telja brýna þörf á, að eitthvað sé gert til umbóta, svo að um muni. Öllum þeim mönn um, sem þanlnig hugsa, vill Stór stúka íslands (I.O.G.T.) benda á, að frumskilyrði nokkurra veru- legra umbóta á þessu sviði er það að sem flestir einstaklingar temji sér bindindissaman hugsun- arhátt og séu sjálfir bindindis- menn í orði og verki Jafnframt Ný Doddðbók Doddi og kökuþjófurinn nefnist nýútkomin Doddabók og er sú átt- unda í röðinni af þessum vinsælu barnabókum eftir Enid Blyton. Út- gefandi er Myndabókaútgáfan. Hersteinn Pálsson þýddi. Eins og aðrar Doddabækur gerist þessi í Leikfangalandi þar sem Doddi lendir í ótal ævintýrum, er yngstu lesendurnir kunna áreiðanlega vel að meta. Fjöldi litmynda er í bók- inni. skorar Stórstúkan á menn karla og konur unga og gamla, að fylkja sér í bindindissamtök, ekki sizt í Góðtemplararegluna, því þánnig kemur góður vilji þeirra að sem beztum notum. Einnig beinir Stór- stúkan því til allra áhugamanna um bindindismál, að þeir hefji hver í sínu umhverfi umræður um algert áfengisbann á íslandi, með það markmið fyrir augum að skapa í hugum landsmanna nauðsynleg- an grundvöll undir örugga fram- kvæmd slíks banns. í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands: Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar. Indriði Indriðason, stórkanslari. Þóra Jónsdóttir, stórkapilán. Jón Hafliðason, stórgjaldkeri. Gunnar Þorláksson, stórgæzlum. ungmennastarfs. Jón F. Hjartar, stórfræðslustjóri. Kristinn Stefánsson fyrrv. stórtemplar. Þórhildur Hjaltalín stórvaratemplar. Kjartan Ólafsson stórritari Sigurður Gunnarsson, stórgæzlum. unglingastarfs Sveinn Helgason, stórgæzlum. löggjafarstarfs. Nj áll Þórarinsson, stórfregnritari. Frú Sólveig Pétursdóttir heldur nú sýningu í Mokkakaffi á Skóla- vörðustíg á .myndum móluðum á rckavið. Mýndirnar eru 45 að tölu og málaðar með olíulitum á við og rótarhnyðjur, sem listakonan hefur fundið sjórekið. Margar myndanna eru úr þjóðsögum, bæði íslenzkum og erlendum, t. d. sjást þarna húsfreyjan og Gilitrutt, nátttröllið á glugganum og skess- an á nökkvanum. Úr erlendum þjóðsögum má nefna myndirnar t.d. veiðimaður og skógarpúki og skógarvilla. Sýning frú Sólveigar er sölu- sýning, og ekki er að efa', að marg ir munu leggja leið sína i Mokka- kaffi þessa dagana. frá Lnndi Sögur hennar eru spegill þjóðlífsins. Hún sýnir fólkið við sirif daglegs lífs. Fólkið er íslenzk alþýða. LEIFTflt gegn áfengisbölinu Tímabil jólanna nálgast, en það sem áfengisneyzlan veldur þjóð- eru dagar hraða, annríkis og mik- inni og mörgu heimiíi. Því ekki illar umferðar. Þá þurfa menn að binda endi á allt þetta sjálfskap- vera gætnir, en umfram allt alls aða böl? Slíkt er ekki mikil fórn, gáðir, Hundrað þúsundir manna en myndi veita mikla farsæld og farast árlega í heiminum í um- blessun. ferðinni. í þessu mikla mannfalli á áfengisneyzlan sinn drjúga þátt. Skýrsla aðeins einnar þjóðar er á þessa leið: Áfengisneyzla átti þátt í því, að 25.000 manna fórust í Bandaríkj- únum árið 1964, 10% fleiri en ár- ið áður. Um hverja venjulega helgi drepa þar ölvaðir menn við akstur fleiri en þá, sem fallið hafa af Ameríku- mönnum í stríðinu í Vietnam á fimm árum. Um tuttugu manns ferst á hverj- um degi í landinu sökum ölvunar við akstur. Meira en 80 af hundr- aði þeirra manna, sem þannig aka eru engir glæpamenn heldur að eins menn drykkjutízkunnar, sem fá sér „hressingu" með hádegis- matnum eða í samkvæmum. Á hverri viku ferst þúsund manns á þjóðbrautum Bandaríkj- anna, en 35 þúsundir slasast. Þetta eru geigvænlegar tölur, þótt um stórveldi sé að ræða. Mest af þessu böli mætti fyrirbyggja. Við erum fá hér á landi, en nægi lega mörg til þess að þola sár og fella tár. Ef við athugum skað- ræðisverk áfengisneyzlunnar að- eins s.l. sumar, komumst við ekki hjá að skilja, að hún veitti mörg- um djúp sár og þjóðinni mikinn skaða, — Og nú eru jólin fram- undan. Höldum nú áfengislaus jól, góð- ir landsmenn. Þeir menn, sem ekki geta farið með áfengi, án þess að skaða sig og sína nánustu á einhvern hátt, eiga umfram allt að útiloka áfeng- ið. Eigingirni veitir engum manni hamingju, en að auka á ánægju og gleði annarra, það veitir ham ingju og frið. Þeir hinir, sem geta meðhöndl- að áfenga drykki, án þess að skaða sýnilega sig og sína, eiga einnig að halda áfengislaus jól og gefa þar með börnum sínum og öll- um, sem þeir umgangast, hið æskilega fordæmi. Enginn getur verið blindur gagnvart því tjóni, Leiðin er auðveld. Ekkert annað Framhald á 10. síðu. SMURT BRAUÐ Snfttur Oplð frá kl. 9-23,39. Brauðstofan Vesturgötn 25. Síml 16012 SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bflllnn er smurðnr fljótt og vel. Seljnm allar teguadir af smurolíu Hugljúf saga frá ástar- í Leiftri Bókaútgáfan Leiftur hefur sent frá sér skemmtibókina Gleðisögur að morgni eftir Betty Smith. Um efni bókarinnar segir svo á kápu umslagi: „Það byrjaði ekki mjög glæsilega hjónabandið hjá Annie og Carl Brown, söguhetjum þess arar bókar. Þau voru ung fátæk og reynslulaus og allir voru því mótfallnir að þau giftu sig. Annie hljóp að heiman 18 ára og Carl varð að vinna fyrir sér með há- skólanáminu. Lífið var stundum örðugt í fátækt og basli, en þau gáfust aldrei upp og alltaf káúi eitthvað þeim til bjargar, þegár ÖE sund virtust lokuð.“ Söguþráðurinn virðist sem sé hugnæmur og heillandi lestur og gæti eins vel hafa gerzt hér upí> úr aldamótum. Saga þessi er síðasta bók hinnar frægu bandarísku skáldkonu og kom fyrst út í heimalandi hennar en áður hefur komið út eftir hana hér á landi sagan Gróð- ur í gjósti, sem átti miklum vin- sældum að fagna. Blómaskálinn vi5 Nýbýlaveg Blómaskálinn Laugavegi 63 tilkynna: Jólasalan er í fullum gangi. —- Allskonar jólaskreytmgar og skreytingarefni. GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Gerfiblóm í miklu úrvali. — Mjög ódýr. Eitthvað fyrir alla. Góð þjónusta — Gott verð. Blómaskálinn við Nýbýlaveg Opið alla daga frá kl. 10—10. Blómaskálinn við Laugaveg 63. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 16. des. 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.