Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 9
9 JMán&daginn 2. mai 1960 V í S I R Ræða Hi?gis Kjarans — f Framh. af 3. síðu. yil svara því neitandi. Þessi stefna er í beinni andstöðu við liagsmuni og hugsun allrar ís- lenzku þjóðarinnar og þó ef til vill fyrst og fremst til mestrar kjararrýrnunar fyrir verkalýð Og launþegana í landinu. Þessi stefna er engum þénanleg nema jþeim, sem notfæra vilja sér hana, sem tæki til þess að koll- steypa núverandi þjóðskipulagi ©g innleiða efnahagskerfi ríkis- sósíalismans á íslandi. Innflutn- ings- og gjaldeyrishöft eru eðli- legur hluti og bein nauðsyn í sósialistiskum áætlunarbúskap Og þau eru einmitt ein af or- sökunum fyrir því að við að- hyllumst ekki þá búskapar- hætti. Þau eru þar nauðsynleg, því að annars myndu öll plönin góðu fara út um þúfur. Okkur eru plönin bara einskis virði, afkoma fólksins er okkar áhuga- mál. J i ij * j 'l j ' Kjósum viðskipti við sem flestar þjóðir. Ég mun nú víkja að einstök- um atriðum í gagnrýni þeirra Alþýðubandalagsmanna á frum- varpi þessu og þó sérstaklega staldra við eitt atriði, sem eru viðskiptin við jafnkeypislöndin,' löndin í Austur-Evrópu. Hátt- virtur þriðji þingmaður Reykja víkur hefur sagt með leyfi hæstvirts forseta: „Það er hat- ast við þessi viðskipti.“------ „Frílistinn mun draga úr við- skiptum við sósíalistísku ríkin.“ -----En hvað er sannleikurinn í þessu máli? Það verður að vísu engu spáð um jafn óvissa hluti, sem þróun utanríkisverzl- unar' einnar þjóðar, en hinu er auðveldara að gera grein fyrir, að hverju stefnt er. Það dettur víst engum heilvita manni á ís- landi í hug að hatast við verzlun við einstök lönd, þar ráða ein- faldlega hagkvæmnis sjónarmið in. Eins og bæði hæstvirtur for- sætisráðherra og hæstvirtur viðskiptamálaráðherra hafa ítrekað lýst yfir vilja íslendinga vitaskuld eiga sem mest og bezt viðskipti við allar þjóðir, við hvaða þjóðfélagshætti, sem þær annars kunna að búa. Hitt er svo önnur saga að það hefur verið talinn hygginna manna I háttur að dreifa utanríkisvið- skiptunum, sem mest og verða engum um of háður og að leggja meiri áherzlu á þau viðskiptin, sem gefa af sér frjálsan gjald- eyri, en þann sem bundin er með klíringsamningum, því að of miklum klíringsamningum getur fylgt sú mikla hætta, að kaupandinn fái þá aðstöðu að hann fari óbeint að taka ákvarð- anir um gengi myntar okkar, með því að skammta okkur að eigin geðþótta, jafnt verð á út- flutum, sem innfluum vörum. Þetta er fyrirbæri, sem Þjóðverj ar voru ásakaðir um á dögum nazista og einnig hefur þótt gera vart við sig í viðskiptum Rússa við grannríki þeirra. Sannleikurinn í málinu er sá, að ef nokkuð er þá gerir þetta frumvarp ráð fyrir sérlegri vernd einmitt til handa við- skiptunum við jafnkeypisiönd- in, staðreynd, sem við fylgjend- ur fríverzlunarinnar hörmum 1 að gera hefur orðið af illri nauð ' syn. Með þeim listum er gefnir verða út, er frumvarp þetta hef- ur oi’ðið að lögum er meiningin að tryggja beint með aðgerðum hins opinbera að viðskiptin við þessi lönd geti ekki, ef ekki eitthvað alveg óvænt kemur fyrir orðið minni en 87% af því sem þau voru árið 1958. Og verður þá varla til minna ætl- ast en samkeppnishæfni þeirra sjálfra tryggi þau 13%, sem á vantar til þess að viðskiptin haldist a. m. k. óbreytt. Hinu er ekki að leyna, að að dómi fróð- ustu manna á því sviði þurfa viðskiptin við jafnkeypislöndin endurskoðunar við, endurskoð- unar, sem framkvæma hefði orðið alveg án tillits til þessa frumvarps, ég vil leyfa mér að segja alveg án tillits til þess frumvarps, ég vil leyfa mér að segja alveg án tillits til þess hvort núverandi stjórn fer með yfirstjórn þessara mála eða einhver vinstri stjórn, en hún er sú að koma þessum viðskipt- um á grundvöll heimsmarks- verðs, eins og viðskipti okkar við t. d. Rússa byggjast á. Það er ekki frambúðar fyrirkomu- lag að reyna að selja óvandaðri tegundir útflutningsvöru á hærra verði í þessum löndum, en fyrsta flokks vara er seld annarsstaðar. Alveg jafn óeðli- legt og það er að greiða í þessum löndum sumum 20% hærra verð fyrir járn og 10% verð fyrir sykur, en hægt er að fá sömu vörur keyptar á í öðrum lönd- um, svo að dæmi séu nefnd. Austui’-Evrópu þjóðírnar hljóta að gera kröfu til betri vöru og við hljótum að gera kröfu til hagstæðara verðs með hliðsjón af þessum staðreyndum munu viðskiptin við jafnkeypislöndin vafalítið mótast, en ekki af ein- hverjum pólitískum fordæmum. Því hefir verið haldið fram að viðskiptum við sósíalistisku ríkin fylgdi eitthvert sérstakt efnahagslegt öryggi. Því miður er þetta ekki staðreynd, um það bera viðskiptin við Pólland, minnkandi síldarkaup Rússa og vanefndir á afgreiðslum sam- kvæmt samningum frá öðrum þessara ríkja augljóst vitni. Enda tel eg að háttvirtur þriðji þingmaður Reykjavíkur hafi einmitt við þessar umræður lagt fram sönnunargögn í mál- inu, sem sanna svo ekki verður um villzt, að þessi viðskipti eru sízt tryggari en viðskipti við kapítalisk lönd, en hann sagði með leyfi hæstvirts forseta: „Mér er kunnugt um að umtal- ið um frílista hefir þegar á und- anförnum þrem mánuðum haft mikil áhrif, þannig að hin sósí- alistísku ríki eru farin að gera samninga við önnur lönd um kaup á vörum, sem þau hafa keypt af okkur. Tékkar hafa t. d. samið um fiskkaup af Norð- mönnum.“ Sér er nú hvert efna- hagslegt öryggið, ef lauslegt tal eitt um frílista rýfur fyrir- varalaust viðskiptatengsl, sem staðið hafa nú í hálfan annan áratug. — Eg veit ekki nema þeir þarna austurfrá muni segja um þessi ummæli háttvirts þriðja þingmanns Reykjavík- ur eins og karlinn: „Guð forð- aðu mér frá vinum mínum, sjálfur get eg séð um óvini mína.“ Nei mergurinn málsins, er að þessu frumvarpi er ekki beint gegn viðskiptum við neina þjóð, því er hinsvegar ætlað að reyna að auka viðskipti Islendinga við sem flestar þjóðir. Það er að vísu ótal margt fleira, sem segja mætti um efni þessa frumvarps og það sem menn héfðu getað hugsað sér að því væri til viðbótar. Frum- varpið fjallar t.d. aðallega um aukna fríverzlun í innflutningi og vissulega eru hagkvæm inn- kaup til landsins jafn mikils virði fyrir þjóðarbúskapinn og hátt verð á útílutningsafurðum, því ef hægt er að spara 5—10% ef erlendum gjaldeyri með því að kaupa vörur á lágu verði kemur það þjóðhagslega svipað út og samskonar verðhækkun á útflutningsframleiðslunni. í þessu felst sú kjarabót, sem hin nýja verzlunarstefna á að geta fært neytendunum í land- inu, hinni glevmdu stétt, sem við þó allir tilheyrum. Frjáls verzlun er nefnilega alls ekki fyrst og fremst hagsmunamál fárra ríkra auðhringa og heild- sala, sem sumir hverjir vafa- laust hagnast mun betur á tím- um haftakerfisins, heldur hags- munamál almennings í landinu og þá fyrst og fremst launþeg- anna, sem byggja afkomu sína á að fá sem bezta vöru við sem' lægstu verði. Fríverzlun er því í raun og veru alþýðutrygging- ar út á við Önnur hlið málsins er það, sem lýtur að útflutningsverzl- un landsmanna og þetta frum- varp fjallar lítið um. Sumir hafa viljað halda því fram að frjáls útflutningsverzlun sé nauðsynleg forsenda frjálsrar innflutningsverzlunar. Svo er þó alls ekki. Hinu er engin laun ung á að þeir eru margir, sem telja enga ástæðu til þess að viðhalda núverandi einokun á útflutningi ýmissra framleiðslu vara, þegar nýtt viðskiptjafn- vægi hefur tryggt framleiðend- um viðunandi verð fyrir afurð- ir sínar, en um það skal ekki fjölyrt að sinni, þó að þar sé vissulega margt íhugunarefnið og þar þurfi að hefja nýja sókn, aukinnar hugkvæmni og nýrrá Framh. á 11. síðu. FIKMAMEPPIVI Bridgesambands Islands 1960 Að tveimur umferðum loknum er staðan þessi: 225 Homsteinn 219 Dagblaðið Tíminn 218 G. Helgason og Melsted 214 Flugfélag íslands 214 Ölgerðin Egill Skalla- grímsson 215 Vátryggingarfélagið 212 Opal 210 Baðstofa ferðaskrifst. 210 Tjarriarbíó 210 Steindórsprent 210 Gefjun—Iðunn 209 Skeljungur 207 Viðtækjaverzl. ríkisins 207 Heildverzl. Hekla 207 Víkingsprent 207 Osta- og smjörsalan 207 Einar J. Skúlason 205 Penninn 205 Leiftur 204 Alþýðubrauðgerðin 202 Olíuverzlun Islands 202 Skartgripaverzlun Kornelíusar Jónssonar 201 Harpa h.f. 201 Húsgv. Kr. Siggeirssonar 201 Sælgætisgerðin Víkingur 200 Hamar h.f. 197 Sindri 196 Rekord 196 S.Í.S. 195 Verzlunin Vísir 194 Iðnaðarbankinn 193 Akur h.f. 192 Eimskipafélag Rvíkur 192 Áburðarsala ríkisins 192 Teikist. Tómasarhaga 31 192 Eimskipafél. íslands 191 Alþýðublaðið 191 Prentmyndir 190 Bernh. Petersen 190 Skeifan húsgagnaverzl. 190 Asiufélagið 189 Sláturfélag Suðurlands 189 Samkaup 189 Steypumöl 188 Samtr. ísl. botnvörpunga 188 Þjóðviljinn 188 Linduumboðið h.f. 188 ísafoldarprentsm. h.f. 187 Kexverksm. Esja 178 Ásbjörn Ölafss., heildv. 187 Smjörlíkisg. Smári h.f. 187 Sjálfstæðishúsið 187 Pétur Pétursson 187 Kr. Kristjánsson 187 Fálkinn 185 Silli & Valdi 186 D.A.S. 186 Ólafur Þorsteinsson & Co 186 Síld og Fiskur 186 Gunnar Ásgeirsson 186 Brunabótafélag íslands 185 Leðurv. M. Víglundssonar 185 J. B. Pétursson 185 Lárus Arnórsson 184 Búnaðarbankinn 184 Bæjarleiðir 184 Trygging h.f. 184 Veitingast. Sjómannask. 183 Félagsprentsmiðjan 183 Sparisj. Reykjavíkur 183 Mancher & Co. 183 K. ; r.rsteinssqn & Co. V..; 1 Arr-a Pálssonar 182 Sælgætisgerðin Freyja 1 í;- - öil 182 Sánitas 181 Sölumiðst. Hraðfrystih. 181 Bílasmiðjan 181 K. Þorvaldsson 181 K. Þorvaldsson & Có. 181 Helgi Magnússori & Co. 181 Kjöt & Grænmeti 181 Belgjagerðin 180 Mjólkursamsalan 180 Gotfreð Bemhöft 180 S. Stefánsson & Co. 180 Northern Trading Comp. 180 Vátr.fél. Sigf. Sighvatss. 180 Dagblaðið Vísir 180 Vífilfell 180 Egill Vilhjálmsson 180 H. Eenediktsson & Co. 180 Verzlunarsparisjóourinn 180 Haraldarbúð 179 Naust 179 Biörnsbakarí 179 Véla- og raftækjasalan 179 Veiðimaðurinn 178 Sparis.i. Kópavogs 178 Hans Petersen 177 Fgill .Takobsen 177 Áburðarsalan 177 Kjörbúð S.Í.S. 177 Veiðarfæraverzl. Geysir 177 Pétur Snæland 177 isl. Erl. Verzlunarfélagið 177 Hreyfill s.f. 177 Reynir Þórðarson heildv. 176 Björn Kristjánsson & Co. 175 Tryggingarmiðstöðin 175 Landssmiðjan 174 Haraldur Árnason heildv 174 Sveinn Egilsson 174 Sig. Þ. Skjaldberg 174 Prentsm. Oddi 173 Dráttarvélar 173 Markaðurinn 173 Öngvegi 173 Morgunblaðið 173 Drekinn 173 Húsgagnaverzl. Austurb. 172 Þórscafé 172 Árni Jónsson 172 Hagabúð 171 Happdrætti Háskólans 170 Helgafell, bókaútgáfa 170 Verzlunarfélagið Festi 169 G. J. Fossberg 168 Aðalverktakar 168 E. B. og Guðl. Þorl. málaf. 163 Almenar Tryggingar 168 Katla h.f. 167 Meiður húsgagnav. 166 Prentcm. Edda 165 Vöruhappdr. S.Í.B.S. 165 Afgr. smjörlíkisg. 164 Samvinnusparisj óð urinn 163 G. Albertsson 163 Björninn smurbr. 163 Útvegsbankinn 163 Slippfélagið 163 Álafoss 162 Elding Trading Company 162 Málning h.f. 162 Jöklar 162 Ræsir 162 Sjóvá 162 Ljómi 161 Málarinn 160 H. Jónsson & Co. 159 Borgarbílastöðin 158 Kitídabúð 158 Verzlunarsambandið 158 Kjötbúðin Borg 157 Kol & Salt 156 SIF 156 Bökaútg. Guði. O. 155 Máln. Jóns Magnússonar 155 Edinborg 153 Loftleiðir h.f. 153 Ora h.f. 153 Samvinnutryggingar 152 Ásgarður 150 Ó. Johnson & Kaaber 150 Efnagerðiri Valur 148 Lýsi h.f. 147 Eggert Kristjánss. & Co. 147 Miðstöðin 141 Árni Jónsson timburv. 137 S. Árnason & Co. •- v . -. r•• 4 • a' • ■ j'-v Úrsiitaumferðin verður spiluð í Skátaheimiiinu n. k. þriðjudagskvöld kl. 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.