Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 4
1 V í S I R Fimmtudaginn 5. maí 1960 WÍSJWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. • Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað viija þeir óánægðu ? í>eir sem hafa allt á hornum sér út af viðreisnarlögunum, eru flestir seinir til svars J þegar spurt er, hvað þeir J hefðu viljað gera í stað J þeirra ráðstafana, sem stjrónarflokkarnir urðu sam- • mála um að reyna. Fáir munu trúa því, sem kommúnistar héldu fram, að f ekkert þyrfti að gera. Flest- ! ir skilja það, að þjóðarbú- ' skapurinn verður ekki rek- ! inn með halla gagnvart öðr- ' um löndum nema stuttan tíma. Það var hægt meðan við vorum að eyða þeim J erlendu innstæðum, sem við höfðum safnað á styrjaldar- I' árunum og Marshallfénu frá Bandaríkjunum. Þegar þetta hvorttveggja var þrotið, fleyttum við okkur svo á- fram nokkur ár á erlendum ^ lánum, m. ö. o. með því að safna skuldum. Á árunum 1955—1958 er þessi halli á þjóðarbúskapnum 776 • milljónir króna, eða tæpar ! 200 millj. kr. á ári að meðal- tali. Allir viti bornir menn 1 hljóta að sjá og viðurkenna ' að svona varð ekki haldið ' áfram; við urðum að stinga 1 við fótum, því að öðrum kosti var ríkisgjaldþrot á 1 næsta leiti Þegar hér var komið sögu var gjaldeyris- aðstaða íslands orðin svo slæm, að ekki er vitað um nema tvö lönd, sem verr voru ; í vegi stödd í því efni. Allir yfirdráttarmöguleikar bank- anna voru tæmdir og varla hægt að veita yfirfærslu á gjaldeyri til brýnustu nauð- synja. Af þessu má öllum vera ljóst, að þjóðin hafðd um allmörg ár lifað um efni fram, eytt meira en hún aflaði. Má fruðulegt heita, að nokkur maður skuli vera svo skyni skroppinn, að trúa kommún- istum, þegar þeir eru að láta blöð sín og ræðumenn neita þessu. Hver ábyrg ríkis- stjórn, sem tekið hefði við fjármálum þjóðarinnar í þessu ástandi, hefði talið ó- hjákvæmilegt að binda endi á greiðsluhallann við útlönd þegar í stað. Hvaða ráðstafanir vildu þeir gera, sem fordæma aðgerðir stjórnarflokkanna? Hvorki kommúnistar né Framsókn- aremnn hafa fengizt til þess að svara því á viðhlítandi hátt; en af skrifum þeirra og áróðursræðum er þó helzt að skilja, að núverandi ríkis- stjórn hefði átt að láta reka á reiðanum eins og vinstri stjórnin gerði, m. ö. o. gera eitthvert kák til bráðabirgða, án þess að reyna að komast fyrir sjálfa meinsemdina, láta víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags halda á- fram, þ. e. halda áfram að rýra kaupmátt landsmanna og sigla hraðbyri að ríkis- gjaldþroti. IMSI fær hingað sérfræð- ing í niðursuðutækni. Um nokkurt skeið hefur stað- ið til, að fenginn yrði hingað á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands (IMSÍ) og tæknisstoðar Bandríkjastjórnar (ICA) sér- fræðingur til leiðbeiningar fyrir íslenzkan niðursuðuiðnað. Var niðursuðuverksmiðjun- um tilkynnt í maí 1959 um þetta og létu þær allflestar í ljós eindreginn áhuga fvrir málinu. Ráðgert var, að hingað kæmi þekktur bandarískur sér- fræðíngur í þessu skyni, en hann féll frá skömmu áður en för hans skyldi hefjast. Að svo komnu máli var á- kveðið að reyna að fá hingað norskan sérfræðing, sem starf- aði hér um mánaðarskeið á s.l. ári og nokkrum kunnur. Er hér um að ræða norska vélfræðing- inn hr. Carl Sundt-Hansen og er nú afráðið að hann komi hingað 4. maí. Síðan Sundt-Hansen lauk námi við Norges Tekniska Hög- skola í Þrándheimi 1940 hefur hann lengst starfað í sambandi við niðursuðuiðnað, síðustu átta árin sem sjálfstæður ráðgef andi verkfræðingur aðallega á sviði niðursuðu sjávarafurða og hafa verkefni hans aðallega ver ið skipulagning niðursuðuverk- smiðja og vélaverkfræðileg við- fangsefni í fiskiðnaði. Áður starfaði Sundt-Hansen m.a. fyr- ir vélaverkfræðifirmu, Studie- selskapet for Norsk Industri, Rannsóknarstofnun norska nið- ursuðuiðnaðarins og dósaverk- smiðjuna A/S Stavanger Blikk- trvggeri. Á síðasta ári vann hann m.a. í fran sem ráðgef- andi sérfræðingur. Starf Sundt-Hansen, sem mun dveljast um tveggja mán- aða ske.ið hér á landi er hugs- að þannig í framkvæmd, að ein- stökum niðursuðuverksmiðjum verði gefinn kostur á að fá hann í nokkra daga til leiðbeiningar- starfs í sambandi við fram- leiðslutækni og rekstur og, að hann skili hverri verksmiðju skýslu um þau atriði, sem tekin eru til meðferðar. Þá er jafn- framt gert ráð fyrir, að hann taki saman yfirlitsskýrslu um vandamál niðursuðuiðnaðarins í heild og geri tillögur um með hverjum hætti megi örva þró- un hans. Þess skal getið, að IMSÍ hef- ur haft nána samvinnu við dr. Sigurð Pétursson, gerlafræðing við Atvinnudeild Háskólans um undribúning þessa máls og mun hann ásamt IMSÍ vinna að því að starf hins norska sérfræð- ings hér komi niðursuðuverk- smiðjunum að sem mestum not- um. Æskilegt er, að þeir aðilar, sem hugsa sér að njóta góðs af starfi Sundt-Hansen og ekki hafa þegar haft samband v,ið Iðnaðarmálastofnunina þar að lútandi gefi s'ig fram sem fyrst. (Frá Iðnaðarmálastofnun ís- lands). Sumarbústaður að Löngumýri í Skagafirði í sumar. Vonbrigði kommúnista. Aðferð vinstri stjórnarinnar var auðvitað sú bezta í augum ' kommúnista. Hún var örugg r 3eið til þess að draumur þeirra rættist. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags er J svikamyllan, sem þeir settu f- traust sitt á. Meðan hún f var í fullum gangi, voru ó- * tal leiðir opnar til þess að magna óánægju meðal verka- manna og fastlaunafólks. Meðan kaupsýslumenn og iðn- rekendur gátu velt öllum launaliækkunum yfir á laun- þegana sjálfa í hækkuðu T vöruverði og framleiðendur fengu þær jafnaðar með ( hækkuðum útflutningsupp- bótum, sem ríkið tók svo aftur af launþegunum í nýj- f um gjöldum, ríkti það ástand, * sem kommúnitsum er kærast f og þeir tengja sínar glæst- ! ustu vonir við. Þess vegna J? urðu vonnbrigði þeirra sár, f þegar þetta fyrirkomulag f var afnumið. Með þeirri leið, sem ríkisstjórn- in valdi, er gert hvort tveggja í senn: komið í veg fyrir víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds og dregið úr áhrifum gengisbreytingar- innar á lífskjör almennings mð stórauknum bótum, al- mannantrygginga, niður- greiðslum á nokkrum þýð- ingarmiklum innfluttum neyzluvörum og afnámi tekjuskatts á lágtekjur. Stjórnarandstaðan hefir ekki getað bent á neina betri leið en þessa. En það er auðvit- að barnaleg fásinna, að reyna að telja sjálfum sér og öðr- um trú um það, að hægt sé að lækna eins helsjúkt efna- hagskerfi eins og okkar var orðið eða taka upp annað nýtt í þess stað, án þess að þjóðin þurfi eitthvað að leggja að sér. Flestar aðrar þjóðir hafa fórnað meiru en við, án þess að mögla, til þess að tr-yggja efnahágslegt Eins og undanfarin ár, mun verða efnt til sumarbúða fyrir börn að Löngumýri í Skaga- firði. Hófst þessi starfsemi á vegum þjóðkirkjunnar sumarið 1954 og þótti þá strax gefa góða raun, svo að starfinu hefur ver- ið haldið áfram. Að þessu sinni munu verða fjórir flokkar í Sumarbúðunum, tveir fyrir drengi og tveir fyrir telpur. Sá fyrsti hefst 28. júní og er fyrir drengi, og stendur hann til 11. júlí, næsti drengja- flokkur hefst svo 13. júlí og j stendur til 26. júlí. Fyrri telpna- I flokkurinn hefst 29. júlí og er | til 11. ágúst, en síðari telpna- flokkurinn hefst 13. ágúst og sumarbúðunum lýkur þá 26. ágúst. Sumarbúðastjóri verður að þessu sinin séra Lárus Halldórs- son, en með honum til aðstoðar verður svo annað starfsfólk. Hver dagur hefst með fánahyll- ingu og morgunbænum, en að öðru leyti er deginum varið til þess að kynnast ungum vinum Jesús í Biblíunni, fara í leiki og synda, sýsla við alls konar föndur, syngja undir hand- leiðslu kennara, kynnast jurt- um og trjám, og verður m. a. I eitthvað gróðursett af trjá- ^ plöntum. Þá verður einnig farið i í ferðalög um Skagafjörð, kom- ið að Hólum í Hjaltadal og víð- ar. Aðsókn að Sumarbúðunum hefur verið mjög góð undanfar- in ár og er foreldrum því ráð- lagt að tilkynna þátttöku barna sinna sem fyrst, en þátttökutil- kynningum er veitt móttaka í Biskupsskrifstofunni, sími 15-015, í Æskulýðsráði Reykja- víkur, síma 1-59-37 og hjá ölum sóknarprestum úti á landi. sjálfstæði sitt. En engin þjóð, sem býr við efnahagslegt sjálfstæði og mannsæmandi lífskjör, hefir látið kommúnista marka stefnu sína í efnahagsmál- um eða á öðrum sviðum. Saltfiskur - varð aðeins 3000 lestir árið sem leið. Þegar þess er gætt, að fyr- ir aðeins þrem árum voru flutt- ar út 14000 lestir á ári á þennan markað, sézt hve gífurlegur samdráttur hefur orðið í út- flutningnum. Orsakanna er fyrst og fremst að leita í fisk- verðinu. Portúgalar hafa ekki viljað borga það verð, sem Norðmenn telja sig þurfa að fá til að selja fiskinn hallalaust. Sjálfir auka Portúgalar fisk- veiðar sínar og öll vinna og annar kostnaður er þar svo langtum ódýrari en í Noregi, að erfitt er að segja um, hvaða áhrif það kann að hafa á salt- fiskútflutninginn En horfurnar eru að minnsta kosti ekki upp á það bezta. (Norges Handels- og Sjöfarts- tidende). Sinfóníutón- leikar. Sinnfóníuhljómsveit fslands hélt 5. afmælistónleika sína í tilefni af 10 ára afmælinu s.L föstudagskvöld í Þjóðleikhús- inu undir stjórn tékkneska hljómsveitarstjórans dr. Václav Smetácek. í upphafi var fluttur forleik- ur að gamanleik eftir Jinrich Feld, eitt af yngri tónskáldum Tékka, og tókst flutningur þess mjög vel. Þá kom að eina ísl. verkinu á þessum tónleikum, sem var Intrada og kanzona fyr ir strengjasveit eftir Hallgrím Helgason. Verkið er mjög lipur- lega samið og var ágætlega leik ið. Var höfundur kallaður upp á sviðið og hylltur ákaflega að loknum flutningi. Dansar frá Mærj nutu sín mjög vel, en síð- ast, en ekki sízt skal nefnt stærsta verkið, sinfónía nr. 9 („Frá nýja heiminum“) eftir Dvorák. Fer ekki milli mála, að það var langbezt leikið, og kom greinilega í ljós, hvílíkur af- burða stjórnandi dr. Smetácek er. Hann var kallaður upp á sviðið hvað eftir annað og hyllt ur,, og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna. Enn skal flytj- endum öllum þakkað fyrir ein- staklega ánægjulega tónleika. Ó. B. Skýrsla barna- og gagnfræða- skóla Reykjavíkurbæjar Fræðsluskrifstofa Reykjavík- ur hefur gefið út skólaskýrslu barna- og gagnfræðaskóla Reykjavíkurbæjar fyrir skóla- árin 1957—’'58 og 1958—’'59, og hefur hún inni að halda geisi mikinn fróðleik um skólastarf- semina á þessum tíma. Gefur efnisyfirlitið nokkra liugmynd um þetta: Yfirstjórn og skólar. Skólar 31. des. 1958, Breytingar á skólum og nýbygg ingar, Kennsluhúsnæði 1. okt. 1958, Hlutföll kennsluhúsnæðis og nemendafjöldi. Fjöldi deilda og nemenda, Skrá yfir kennara, fjöldi Nafnaskrá barnaskóla- kennara, Nafnaskrá gagnfræða- skólakennara, Breytingar á kennaraliði frá 1956—’57. Leyfi og orlof, Fast starfsfólk, For- fallastundir kennara, Skóla- sókn nemenda, Stundafjöldi í barnaskólum. Skýrsla um vor- barnaskólum vorið 1.959, Náms- gagnfræðaskólum 1958 og 1959, Prófverkefni í unglingaskólum próf 1958, Stundaskrá gagn- brigðilegra barna, Kennara- skrá gagnfræðaskóla, Próf í efni og námsbækur gagnfræða- skóla, Gagnfræðaskóli verk- náms, Barnalesstofur, Tal- kennsla, Kennsla treglæsra barna, Athugun á ' lestrargtu barna, Námskeið í kennslu af- námskeið haustið 1958, Skóla- þroskapróf, Heimavist Laugar- nesskóla, Heimakennsla, Heima vistarskólinn að Jaðri, Sérdeild gagnfræðastigs, Heilsugæzla, Félagslíf, Sparifjársöfnun, Lúðrasveitir barna, Umferðar- kennsla, Vinnuskóli , Rvíkur, Skólagarðar Rvíkuf. ,k '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.