Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 5. maí 1960 V f S I R »««, EuMÍ: MILLl TVEGGJA ★ ÁBTARSAGA ELOA 41. sókn Enid snerti. En langaði hana eiginlega nokkuð til að sjá Clarissu hérna núna, eins og öllu var komið? Sannast að segja langaði hana ekkert til þess. Þetta var staðreynd, sem hún ját- aði með hryggum huga. Og svo las hún áfram: — Ég veit að þetta kemur flatt upp á þig, en ég vona að það gleðji þig. Vitanlega hafði ég ekki ætlað mér að heimsækja þig svona fljótt — ég hélt að það væri betra að koma seinna, þegar heimþráin færi að ásækja þig. En atvikin hafa breytt áformum mínum. , Það er óskemmtilegt að segja það, Madeline, en það væri árangurslaust að láta sem hjónaband Clarissu væri hamingju- samt. Eg hef þverneitað að skipta mér nokkuð að því máli og vil hvorugs málstað taka, þó ég finni að ég mundi fremur draga taum barnsins míns, hversu hugsunarlaus sem hún getur verið. Svo mikið er víst að hún er mjög óhamingjusöm, og að þau liafa sagt sundur með sér. Clarissa segir að hún fari aldrei til hans aftur, en eins og þú veist, segir hún svo margt án þess að meina það. Eins og stendur fara þau svo í taugarnar hvort á öðru, að það væri tilgangslaust að þau byggju saman, jafnvel þó hún fengist til þess. Hinsvegar væri það hörmulegt fyrir ung hjón eins og þau eru, að skilja að fullu og öllu. Slíkt veldur háskalegri beiskju, jafnvel þó að þau sættust síðar. Eins og ástatt er fannst mér ráðlegasta málamiðlunin sú, að við Clarissa færum þessa fyrirhuguðu ferð til þín núna. Þá mundi hún upplifa ýmislegt alveg nýtt og fengi tilefni til að fara burt frá Gerald, án þess að svo væri kallað að þau skildu. Hver veit nema hún fari þá að sakna hans. Ég hef talað við Gerald um þetta, og hann er mér sammála, að svo miklu leyti sem hann getur verið nokkrum sammála eins og stendur. Þess vegna höfum við afráðið í flýti að leggja upp héðan eftir hálfa aðra viku með „Empress of Scotland". Mig tekur skiljanlega sárt að ástseðan til ferðarinnar skuli vera þessi, en þó get ég ekki amiað en glaðst við tilhugsunina um að eiga að fá að sjá þig bráðum aftur, góða mín. Það vegur á móti öllu því leiða, sem ég hef upplifað upp á siðkastið. Clarissa hlakkar til ferðarinnar og biður kærlega að heilsa þér. Bestu kveðjur frá MÖMMU. Madeline lagði bréfið varlega á rúmið sitt og talaði við mynd- ina af sjálfri sér i speglinum á þilinu á móti. — Þú ert erkibjálfi, sagði hún beisk, — að láta þér detta í hug að skrifa heim um dr. Lanyon. Clarissa mundi hafa farið tiJ Parísar og keypt sér föt til að hugga sig, ef þú hefðir ekki álp- ast til að fara að skrifa um þetta fallega bros og hve frægur skurðlæknir Lanyon væri. Nú kemur hún og setur allt á annan endann. Og hann heldur að ég eigi að nokkru leyti sökina á því. Hún var enn að handleika bréfið þegar Eileen kom inn og sagði umsvifalaust: — Heyrðu, hvað gengur að þér? Hefur ein- hver arfleitt þig að milljón og gleymt að undirskrifa skrána? — Nei. Madeline harkaði af sér og hló. — Nú, hvað er þá að þér? Eileen kom lengra inn í herbergiö og sá umslagið með ensku frímerkjunum. — Jæja! nú breyttist rómurinn. — Þú hefur vonandi ekki fengið slæmar fréttir að heiman? — Nei, sei sei-nei. Madeline hristi höfuðið. — Þvert á móti. KVBLDVflKUNNI . Hlilllllllllllllllllllíllllll'l Enid, stjúpa mín, kemur bráðum að heimsækja mig. — Er þér illa við hana? — Eg elska hana. Clarissa systir mín lcemur líka. — Já, einmitt. Eileen hafði munnihn fyrir neðan nefið. — Og það er hún, sem er flugan í súpuni? — Eiginlega ekki. Mér væri illa við að láta skilja á mér að mér þætti ekki vænt um Clarissu líka. En — hún hefur átt í basli með manninn sinn. Og þegar Clarissa kemur í ný veiöilönd getur hún verið hættuleg. Ég vona bara . . . Hún andvarpaði. — Ertu hrædd um að hún slöngvi snörunni sinni um Morton Sanders? spurði Eillen með hluttakandi einlægni. — Æ, nei! Hún vann hjá honum í tvö ár, og það var aldrei neitt á milli þeirra, sagði Madeline og varð dálítið forviða á hvernig hún hafði sagt það. — Þá skil ég ekki hvers vegna þú ert áhyggjufull, sagði Eileen. — Nema þú sért hrædd um að dr. Lanyon lendi á hættusvæðinu, bætti hún við og hló að fyndninni. Madeline brosti, en í rauninni var hún að brjóta heilann um hvernig hún gæti sagt dr. Lanyon fréttina til þess að honum yrði minna bylt við þegar hún kæmi. En hún mátti ekki láta hann finna, að hún hefði nokkrar áhyggjur af gestakomunni. — Hvenær koma þær? spurði Eileen. — Eftir þrjár vikur, sagði Madeline og reyndi að láta sem hún væri ekki annað en tilhlökkun, en ekki áhyggjufull. — Þú verður að útbúa skemmtiferðir fyrir þær, sagði Eileen. — Fá Morton til að aka með þær til Quebee, þegar þú átt frídag; þið verðið líka að sjá vötnin og Niagara. — Jú, Madeline var á sama máli og mundi að Enid og Clar- issa ætluðu að fara í skemmtiferðir þegar hún væri bundin við vinnuna. Það væri líklegt að þær mundu verða marga daga, kannske vikur, í ferðalagi í einu. Hún þurfti alis ekki að gera ráð fyrir að þær yrðu í Montreal að staðaldri og að Clarissa væri öllum stundum að bera víurnar í dr. Lanyon. Hún hresstist við þessa tilhugsun, og tókst að láta Eileen verða þess áskynja að hún hlakkaði til. En daginn eftir, er hún var á verði og komst ekki hjá að hafa ýmislegt saman við dr. Lanyon að sælda, setti kvíðann að henni aftur. Hún gat ekki komist hjá að segja honum að Clarissa væri í uppsiglingu, annárs mundi hann verða sannfærður um að Made- line hefði átt upþtökin að þessari heimsókn. Hann mundi vitan- lega halda það hvort sem var. En að brosa og halda sér saman og láta svo Clarissu koma eins og fjandann úr sauðarleggnum — það væri blátt áfram illmennska. — Einhvern tínra áður en þær koma.... hélt Madeline áfrarn að muldra í barminn og huggaði sig við að enn hefði hún nokk- urn frest til að leysa frá skjóðunni. En daginn sem hún var send inn til hans með ýms skjöl til athugunar, gafst tækifærið til að segja það, sem mæddi hana. — Ef einkaritari hans er inni, get ég vitanlega ekki sagt honum það, hugsaði hún með sér, sér til fróunar. — Þá verð ég ' að biða annars betra tækifæris. Þessu liggur' ekkert á. Það eru nærri því þrjár vikur þangað til þær koma. Ritarinn var ekki inni. Dr. Lanyon var einn í skrifstofunni, auðsjáanlega mjög hugsandi, þvi að hann hafði hallað stólnum langt aftur og starði út um gluggann, en pikkaði sjálfblek- ungnum sínum í tennurnar á sér. Hann sagði: - Halló, Madeline, gerðu svo vel og komdu inn. um er amma min> piiturinn £ Svo hallaði hann sér fram í stólnum og sagði: - Þú getur lagt ,.eiðbuxunum er konan mín, og þetta þama. Og svo fór hann að skrifa af kappi. lkonan í síða kjólnum er 10 ára Madeline stóð þarna á báðum áttum og hafði hjartslátt. Að gömui dóttir mín, sem þykip vissu leyti var þetta ágætt tækifæri til að tala við hann. Það ;gaman að punta sjg { fötunurri hennar langömmu sinnar.“ j * ! Sorgbitinn gestur. — Svara« maður brúðgumans tók eftir! 'því, að gesturinn, sam var í brúðkaupinu, virtist ekki skemmta sér. Hann gekk uns um kring eins og hann hefði misst vin sinn. Svaramaðurinrt tók það upp hjá sjálfum sér ac? reyna að hressa hann upp. „En hafið þér kysst brúður« ina?“ sagði hann svona eins og í kynningarskyni. „Ekki nýlega,“ svaraði hinr* stúrni gestur og leit í kringumí sig fjarrænu augnaráði. I Stúlka nr. 1. Hvað er síðargj nafnið þitt Annie? i Stúlka nr. 2. Eg veit það ekkí enn. Eg er ekki gift. Kunnur aðmíráll — sem héllt upp á að vera alltaf einkennis* búinn — stanzaði frammi fyrin afardigrum sjómanni, sem bac heiðursmerki og hafði það svq sem þumlungi of neðarlega. Aðmírállinn starði á sjómanrr* inn og spurði: j „Fenguð þér þetta heiðurs* merki fyrir að eta, maður minn?“ Þegar maðurinn svar* aði: „Nei herra,“ sagði aðmír* állinn hvellt: „Því í fjandanum hafið þér það þá á maganum?1* Gesturinn sagði um leið og hann nálgaðist heimili gestgjafa síns fyrir utan borgina: I „Nú þarna er eitthvað a£ fjölskyldu yðar á veröndinrfi, Stúlkan í stutta kjólnum er dóttir yðar, ungi maðurinn á reiðbuxunum er sonur yðar og konan í síða kjólnum er konars yðar og hún er töfrandi.“ Gestgajafinn svaraði: „Þetta er allt rangt til getið hjá yður. Stúlkan í stutta kjóln* var ekki oft sem maður hitti hann einan í skrifstofunni. Hins- , R. Borroughs TARZAN WOULF OÆSTION PIEREE IATEK, FOE. NOW .TLISV MUST ESCARE FEOM. NGOTÖS VENSECUL WAEEIOKS. TARZAN 3249 LMfAV’v-' DliU. by umted Feature Byndlote, Inc. Tarzan ætlaði að spyrja sinna, því nú var ekki um annað að gera en að flýja sem skjótast frá hermönnum QUICKLV WOW,TMEY RUSBEF OUT OF THE FOEEST ANI7 WEARE7 TOWACT7 XHE IMP09IWG COLON/ OF BATISfE. l-9-A'.l?- ___________ Ngotos sem hugðu á grimm- ar hefndir. Þeir fóru í hend- ings kasti út úr skóginum að hinni myndarlegu borg Bat- iste, Þeir undruðu sig á 'því að borgin var sem í sveíni. Ekkert rauf hina undarlegu kyrrð og' enginn sást á ferð á götunum. Rétt á undan messunni var* presturinn kallaður inn í for* dyrið af ungu fólki, sem bað> hann a'ð gefa sig saman. Hann svaraði að hann hefði ekki tímai til þess rétt í bili, en ef þau vildu bíða þar til messu væri lokið, skyldi hann fúslega gjöra það. Samkvæmt þessu tilkynntí hann svo rétt áður en messu væri lokið: — Þeir sem óska að giftast í dag, geri svo vel að gefa sig fram. Þrettán konur og einn maðup gáfu sig fram. ( ★ Roskinn, snyrtilegur embætt* ismaður gaf þessa skýringu á því, hvers vegna hjónaband hans hefði verið hamingju- samt. Hann mælti: „Eg liefi verið giftur í 27 ár„ konan mín hefir ætíð gefið mér leyfi til þess að gera allt, sem mig hefir langað til, og hún hún hefir ávallt gert það, sem eg hefi óskað að hún gerði. Og þetta hefir reynzt ágætlega.“ j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.