Vísir - 16.05.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1960, Blaðsíða 3
Mánudaginn 16. maí 1960 V í S I R Bþróttir úr öllum áttum Spjallað um spretthlaup. Bohby Morrow hefur náh besta tíma í heim- imim í ár í 100 m blaupi — enn sem komið er a.m.k. Fá nöfu í heimi íþróttanna eru mönnum í ferskara minni en nafn Bobby Morrows, sprett hlauparans góSkunna, sem vann til gullverðlauna > bæði 100 og 200 m hlaupum, auk gull- verðlauna i 4x100 m boðhlaupi á Ol.-lleikunum í Melbourne 1956. . Morrows mun fyrst hafa verið við spretthlaup riðinn árið 1950, Þessi mynd sýnir Morrow — ákveðinn sem fyrr. þá aðeins 15 ára gamall. Tími hans í 220 y hlaupi þá var 25.1 sek, en honum fór ört fram, og árið 1952 náði hann 22.0 sek á sömu vegalengd og 19 ára var hann orðinn vel þekktur, a. m. k. í sínu heimalandi, hafði þá m. a. náð 21.1 sek í 220 y. Árið 1956, eða olympíuárið, náði hann 10.2 sek í 100 m, og 20.6 í 200 rn hlaupi á fuliri beygju, en það var þá jafnt og gildandi heimsmet. Hann var því valinn í Olympíulið Bandaríkjamarma, — með ofannefndum árangri. Að vísu var hann aðeins í fjórða sæti á heimsafrekaskrá það ár í 100 m, fyrir ofan hann voru þrír landar hans, Willie Williams, Ira Murchi- son og Leamon King, sem allir náðu 10.1 sek í 100 m það ár og var heimsmet. Þeir þre- menningarnir munu nú flestir hættir keppni. Morrow, hins vegar, hefur sýnt áhuga sinn ár eftir ár, enda mun fyrir hon- um hafa vakað að reyna að komast í Ol-lið Bandaríkjanna nú í ár. Það i sjálfu sér, væri mikið og gett afrek út af fyrir sig. Það hefur nefnilega engum spretthlaupara tekist að verja Ol-meistaratitil sinn í sprett- hlaupum fram að þessu. Andrew Stanfield, sá sem vann 200 m á Ol í Helsinki 1952 komst að vísu nærri því að sigra í Melbourne, og skildi aðeins 1/10 úr sek milli hans og Morrows. Stanfieíd var þá 29 ára gámall, og náði sama tíma og fjórum árum áður. Árið 1957 var Morrows enn upp á sitt besta, jafnaði þá m. a. heimsmetið' í 100 y, 9.3 sek, sem almennt mun talið svara til 10.1 sek í 100 m. Það ár náði hann 20.9 sek í 200 m á fullri beygju. Árið 1958 náði hann 9.4 sek í 100 y og 20.8 sek í 200 m. í fyrra fór vel af stað fyrir honum, en er ieið á sumarið varð hann fyrir slæmri tognun, erkifjanda allra spretthlaup- ara, og var hann lengi að ná sér eftir það. Hann tók þó þátt í bandaríska meistaramótinu eftir um þriggja vikna undir- búningsþjálfun, en beið herfi- legan ósigur í 200 m hlaupinu, náði þar aðeins 22.0 sek, og hefði verið um 10 m á eftir sjálfum sér, miðað við hans besta form. Nú álitu margir að Robert Joe Morrows eins og hann heitir íullu nafni, hefði runnið sitt skeið á enda. En Morrows sjálfur var á annarri skoðun. Hann sagði sjálfur i fyrrahaust, að hann væri stað- ráðinn í að gera sitt besta til þess að ná sínu fyrra formi aft- ur. Hann stóð við þau orð sín, og snemma i vetur mátti lesa Morrow í lilaupi. það í fregnum, sem bárust vesí- an um haf, að hann æfði 6 daga vikunnar. Þó var; ságt, að hann væri enn þjáður í fót eftir meiðsli þau sem hann hlaut á árinu 1959. Það næsta sem fréttist var svo að hann hefði tekið þátt í 400 m hlaupi á nýjársdag í New Orleans og orðið 3. á um 50 sek sléttum. Hann taldi sig þá ekki í nógu góðu formi til að keppa í 100 m hlaupi, og einn af höfuð- keppinautum hans á undan- förnum árum, Dave Sime, vann það hlaup á 10.4 sek — Morrow keppti hins végar ekki á innan- hússmótum í vetur, og mun ekki kæra sig um slíkt, enda telur hann þau bera keim af hringleikahússsýningum. Snemma í vor, á fyrstu utan- hússmótunum yestan hafs keppti Morrow svo til um hverja helgi, og gekk á ýmsu. f 1. 200 m hlaupinu varð hann 3. á frekar Jéiegum tíma. En svo fór heldur að hallast á gæfu hliðina, og í hlaupi, sem fram fór í Lafayette í Louisiana- fylki í fyrra mánuði, náði hann 10.2 sek í 100 m, og þar með að jafna þann besta tíma sem náðst hefur í heiminum í ár. Ef til vill tekst honum að verja titil sinn í Róm í september, en \afalaust verður róðurinn þyngri en þá, því að slíkur urmull er nú til af góðum spretthlaupurum í heiminum, ekki sízt í Evrópu, að búast má við að keppni verði svo hörð, að annað eins hafi ekki þekkst fram lil þessa. — Þess má til gamans geta, að fyrir- hugað er, að fyrstu riðlar í und- anrásum fari fram að morgni dags kl. 9, síðan fari næstu riðlar fram síðdegis sama dag. Þeir sem standast þá eldraun fara síðan í undanúrslit kl. 9 næsta morgun, og síðan í úr- slit síðdegis jnilli kl. 3 og 4. Keppni gengur yfir á tveimur dögum. Það er því bersýnilegt að menn þurfa ekki aðeins að vera fljótir, heldur einnig í það góðu úthaldi, að slíkt verði þeim ekki fjötnr um fót. Þeir sem einnig eru skráðir til leiks í 200 m þurfa að ganga i gegn um sVipaða raun hvað það snertir. Loks kemur svo 4x100 m boðhlaupið, sem einnig mun standa yfir í tvo daga. Það verður því ekki heiglum hent að vera fulltrúar landa sinna í slíkri keppni, enda er hér um að ræða eins konar „mara- þon“ spretthlaupakeppni. En víkjum aðeins að nokkr- um öðrum góðtim spretthlaup- urum og hvernig þeim hefur vegnað á hinu nýbyrjaða keppn istímabili. í Bandaríkjunum er sem fyrr hópur góðra sprett- hlaupara. Einn af þeim þekkt- ari er Dave Sime, sem er af mörgum taLinn a. m. k> jafn fjjótur Morrows, en hann er lllw Charlie Tidwell, sá sem unnið hefur athyglisverðasta afrek í spretthlaupum á þessu ári. 20,2 sek. í 220 y. á fullri beygju. mjög gjarn á að togna og mun hafa tognað að minnsta kosti tvisvar á liðnum vetri og því sem liðið er af sumri. Þó mun hann hafa náð 10.2 sek. Hlaup- ari nokkur að nafni Sid Garton hefur náð 10.3 sek. Bill Wood- house, einn af þeim fjórum sem eiga heimsmetið í 4x100 m boð- hlaupi, mun einnig í góðri þjálfun. Hann sigraði m. a. Manfred Germar í fyrra. Ray Norton mun best hafa náð 10.4 sek í 100 m ( náði 10.1 sek í 100 m í fyrra), en hann hefur náð 20.6 sek i 200 m og er af mörgum talinn sigurstrangleg- astur í þeirri grein. Þá eru tvíburarnir Don og Dave Styr- on mjög á „uppleið" og náði annar þeirra 10.1 sek í 100 m nú nýverið, þó í meðvind. — Hann (Dave) mun þó eiga lög- legar 10.2 sek, eða sama og Wooahouse. — En eitt mark- verðasta og ótrúlegasta afrekið sem unnið hefui verið vestan hafs, er afrek blökkumannsins Charlie Tidwell í 220 yt (um | 201 m), en hann rann skéiðið á 20.2 sek, sem er hvorki meira né minna en 0.4 sek betra en ^gildandi heimsmet á fullri beygju. Vinciur var löglegur, 1.94 m/sek. Það mun samt ekki verða viðurkennt sem heims- met, þar sem timi var aðeinS J tekinn á tvær klukkur í stað- t inn fyrir þrjár, en báðar munu hafa sýnt sarna tima. — Þar sem ekki virðast ástæður til að ! efa, að tímarakan hafi verið heiðarleg, og (kki um „þjóf- start“ að ræða, þá verður að gera ráð fyrir, að hann sé einn Frh. á 9. s. j Manfred Germar Jiefur náð bezt- um árengri í Evrópu fram til þessa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.