Vísir - 20.05.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 20.05.1960, Blaðsíða 3
V I S í R Föstudaginn 20. maí 1960 BJARNARBANI STALOBJÖRNINN Kfíi'l ntoð ímnthínðninfj „Vorið er komið í Lapplandi, vegirnir þurrir og árnar hafa rutt sig“. Þetta var aðalinntak skeytis frá bjarnardýraskyttunni miklu, Palto, og þá var ekki til set- unnar boðið, náð í bíl og þotið til Ilmailutoimisto, þar sem hr. K. T. B. Koskenkylá situr sem örn í hreiðri í nýju stjórnar- byggunni við forsetahöllina. Náttúrlega hefur hann valið sér efstu hæðina, og þaðan má horfa yfir fegursta hluta Hel- sinki. Turnar Stór-kirkjunnar glóa í sólinni og fram af Esplanaden er höfnin, þar sem fjöldi skipa liggur bundin, m.a. Gripsholm, stolt Svia. Thorsten Koskenkylá er ís- lendingum að góðu kunnur, hefur stutt málstað þeirra í flugmálum alla tíð með ráðum og dáð, m.a. nú síðast er Loft- leiðir skópu loftbrúna milli höfuðstaða Suomi og íslands. Hinn vörpulegi maður er af ^víkingakyni og stjórnar flug- [Labba hefur lofað góðu veðri í 'málum lands síns með mikilli röggsemi. Hefur byggt upp þétt net samgangna í lofti um allt Suomiland. Labba lofar góðu veðri. í tilefni þess að eg hafði skrif- að mikið og talað um Lapp- EFTIR GUÐMDND EINARSSON FRA MIÐDAL land, hafði hann boðið mér í ferðalag — hringferð um allt landið, með þriggja daga áfanga í Lapplandi. „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða“. PVi'stu vikurn- ! ar er ég dvaldi i Finnlandi voru bæði votviðrasamar og kaldar. En nú er vorið komið og völvan Feldurinn af Stalo-birninum. viku. Með bréfi til AERO O.Y. við Föölönkatu er mér heimilaður allur fararbeini. Ýmsar góðar ráðleggingar fylgja um veiðar og þessháttar. Að lokum eru samankomnir á skrifstofunni 4 sérfræðingar. Rétt eins og heimskautsför væri í vændum. Eg legg bréfið með 100% fyrirgreiðslu fram og stíg upp i hraðfleyga flugvél er þýtur yfir skóga og vötn til Ivalo. Þaðan er farið með bíl til Inari, og svo með báti, en að lokum með hreinsleða óraleið um ís- aðar skógargötur, unz komið er að Kleifum. Skógarbjörn er . hættulegastur. Þar býr Palto og dóttir hrein- konungsins Aikia — vinir mín- ir og ferðafélagar frá fyrri ár- um. Ekki gat eg komið til brúð- kaups þeirra fyrir 6 árum, en nú kem eg „með vorið“ eins og ungu hjónin segja. Þarna eru ríki bjarndýranna og hrein- kónga og svo veiðimanna. Bjarndýraskyttur eru virð- ingarmenn meðal Lappa, því Jekkert dýr heggur jafn stór skörð í hreindýrahjarðirnar og J skógarbj örninn. Að vísu er úlf- urinn hættulegur, en góðir hundar geta haldið þeim í ^skefjum undir venjulegum kringumstæðum. Einna frægastur veiðimanna á svæðinu er Palto bjarnarbani. Mikinn hluta ársins er hann á veiðum og allra manna feng- sælastur. Eftir að hann giftist dóttur hreindýrakóngsins Thuse, varð hann ennþá grimmari. Byssa hans er mesti kjörgripur, öll útrekin með^ silfur- og kopar-nöglum. f hvert sinn er Plto fellir stóran björn, rekur hann silfurnagla í byssuskeftið, en koparnagla ef úlfur er felldur. | Fjölskrúðugt dýralíf. Á kvöldin, hér á Kleifum, segir Palto mér ýmislegt um hætti bjarnarins; er þá tíminn fljótur að líða. í hlíðum Kleifa- j fjalla á björninn híði sín, ein-, mitt þar sem greniskógur og j birki mætast, en pílviðurinn* 1 og lyngið deyr í nepjunni á! f jallabrúnunum. Gaman er j þegar þeyrinn kemur utan af hafinu og lækirnir skoppa nið- ur eftir farvegunum gömlu. þarna vaxá einiberjarunnar, og , berjalyng þekur klappirnar. Dýralífið í hlíðum uppi er all- fjölskrúðugt, auk refa, bjarna ojg úlfa, er jarfinn, læminginn ( óg gaupan þar heimagangur. | Einstaka elgur öslar á vorin ýfir freðinn mosann og litli lappabjörninn leikur listir sín-[ ar við lækina, veiðir urriða og smádýr. Svona er dýralífið hérna á norðurslóðum, en heimaland bjarnarins í Lapplandi er stærra en fsland. Bangsi er magur á vorin. Nú í apríl—maí vaknar björninn af vetrardvala í híð- um sínum, nuggar eyrun og hristir skankana unz dofinn hverfur og blóðið fær eðlilega rás. Eftir hinn langa vetrar- svefn er bangsi venjulega mag- ur og framlágur. Feldurinn hangir í fellingum á skrokkn- um og tungan er skrælnuð af þorsta. Palto segir að það fyrsta, sem björninn geri, er hann vaknar af vetrarsvefni, sé að leita uppi mauraþúfu, róta í henni unz urmull maura tollir við hramm- ana; síðan sleikir hann fram- lappirnar á víxl. Lætur annan hramminn liggja á rústum maurabúsins meðan hann sleik- I ir hinn. Hrammurinn sem fallhamar. Það er ekki um mat að ræða, því maurarnir eru bæði agnar- smáir og eitraðir, en hann þarfnast einmitt maurasýru til að koma meltingunni af stað. hefir atað hunangi. Dvergbjörninn vegur einn fjórða af þyngd stóra bjarnar, eða jafnvel minna þegar um risabjörn er að ræða (Stalo- björn). Litli bangsi er snar í snúningum, og ræður hæglega niðurlögum hreindýra. Hann er mesti æringi, og er gaman að sjá hann leika við afkvæmi sín (birnir eru ekki samkvæmis- dýr heldur félagsdýr). Grenjaði eins og krakki. * •« V Fyrir nokrum árum er eg reikaði um hin úrgu fjöll í haustskrúði í fylgd með Aikin og Atta bróður hennar þá sá eg þessi skemmtilegu dýr veiða lax og læmingja, setjast síðan kyx-filega að berjaáti. Þeir úð- uðu í sig bei-jum með hrömm- um og trýni unz kviður þeirra og læri voru útötuð, rauð og blá af safa berjanna. Svo byrj- uðu húnarnir að leika sér við foreldra sína, steyptu kollhnís og hlupu kringum steina. Mest var þó gaman að sjá þá veiða, ýmist stóðu þeir (full- orðnu birnirnir) úti í straum- unum og biðu unz lax eða sil- ungur kom nærri þeim. Voru. þá snör tök, því björninn sló fiskinn á land, en húnninn (eða húnarnir) reyndu að , ]•] Birna mcð hún á baki. Þegar þessari athöfn er lokið, þá leggur bangsi af stað, gleið- gengur og framlágur. Ekki er gott að mæta honum þá, því hann eirir engu, er bæði skap- illur og rymjandi. Sama hvort læmingi eða hreindýr verður á vegi hans — eða þá maður! Hrammur bjarnai’ins stóra er sem fallhamar, rífur allt og tætir er á kemur. Hann hefir tólf karla afl, en vitið er sára lítið. Þó telur Palto bix’ni bera vissa vii’ðingu fyrir mann- skepnunni, séi’lega kvenfólki Kona, sem gengur hálfnakin og vopnlaus á móti bjarndýri, verður ekki fyrir árás. Björn etur ekki að jafnaði menn sem hann drepur, heldur grefur þá vandlega, og ber jafnvel grjót á hauginn! Dvergbjörninn er gæfur. Þessar sögur eru nú ekki beinlínis hvetjandi fyrir mig, sem ætla að teikna bjarndýr. En sá er munur, að hér er.tii dvergbjörn, bæði lítill og held- ur geðgóður, ef maður kann að blístra á hann og hefir hun- angsdós meðferðis. Þá er hann viás með að sléikja dósina og lappir sínar klukkutímum sam- an. Ef ungi er með móður sinni, þá fær hann að sjúga annan hramminn á móðui’inni, er hún grípa. Eitt sinn missti smá- björn af fiski fyrir klaufaskap. Þá grenjaði hann eins og krakki, en móðii’in hrein fyrst af vonzku, en reyndi svo að hugga greyið litla. Þannig er lífið hérna í fjalla- hlíðum og er þá ósagt frá hinu eilifa stríði dýra og manna við hríðarveður, bjargarleysi og myi’kur. Barizt upp á líf og dauða. Plato er veiðimaður 20. ald- arinnar. Útbúnaður hans er svo vandaður og góður sem verða má, en hann getur sagt frá bjarndýraveiðum eins og þær tíðkuðust um og fyrir aldamót. Hann hefir gengið í þann harða skóla með gamlan framhlaðn- ! ing og bjarnýi’alensu með horn- | skeiðum, líkt og segir í sögum Topelíusar. Hinar gömlu þrautreyndu hetjur voru venjulega hjarð- menn, er tapað höfðu dýra- stofni sínum í snjóflóðum, ofsaveðrum, jarðbanni eða þá í úlfa- og bjarnarkjafta. Þá var það ef til vill byssan og dýra- bogarnir, sem bjargað gátu frá hungurdauða. Var barizt upp á Iíf og dauða, stundum méð lensunhi eða þá bara hníf einan að vopni. •, i Fi’amh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.