Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 5
Laugardaginn 3. september 1960 V1SI R 5 Hrollvekjandi frásögn og sönn. Atburður sá, er hér verður frá sagt, gerðist 20. október 3944. Þá höfðu hinir frelsandi herir Bandaríkjanna hafið sig- urför sína á Filipseyjum og voru komnir fimm kílómetra inn á Leyteeyju. Skömmu eftir klukkan sextán steypti japönsk sprengjuflug- vél sér niður að beitiskipinu Honolulu og skaut tundur- skeyti að því. Skeytið hitti og olli miklum skemmdum. — Stjórnborðshlið skipsins rifn- aði og myndaðist sjö—átta metra breið glompa. Sextíu manns létu lífið. Þar sem skipið fékk hliðhalla (slagsíðu) rann sjórinn inn yfir þriðja þilfar og nokkurn hluta annars þilfars. En á þriðja þilfari myndaðist, vegna hins mikla þrýstings vatnsins og þunga loftvari í útvarpsklefa 3, og í þessari dauðans gildru var hinn nítján ára gamli loftskeytamaður, Lee Karsian, innilokaður. Hér kemur svo frásögn hans: Eg var þreyttur og sveittur, er eg kom niður í loftskeyta- klefa 3. Það var um hádegis- bilið. Þetta var neyðarstöð okk- ar, lítill klefi hér um bil þrír sinnum fjórir metrar að stærð. En þar var það, sem eg þarfn- aðist: rafmagnsvifta í loftinu. Eg setti hana í gang, lokaði dyr- unum, breiddi út teppi, fór úr skónum og lagðist til svefns. Það var dýrlegt. Þegar eg vaknaði var klukk- an fimm mínútur gengin í fimm. Eg stökk á fætur og greip skóna. Áður en eg hafði rétt úr mér, lyftist eg upp eins og risahönd væri þar að verki, hentist áfram og lenti á klefa- gólfinu, sem auðvitað var úr stáli. Á broti úr sekúndu slokkn aði ljósið, geysimikill blossi rauf myrkrið eins og elding, og langdi'egin druna kvað við frá sprengjunni. Hinir lausu hlutir í klefanum þeyttust ofan yfir mig og loftið varð þykkt af ryki. Eg heyrði sjóinn ólga við dyrnar, og óp kváðu við, sem frystu blóðið í æðum mínum. Þá missti eg meðvitundina. — Eg veit ekki hve iengi eg lá í yfirliði. Reykur og ryk ollu sviða í nasaholunum, og bragð- ið í munninum var afar vont. Eg var lurkum laminn, og varð þess var að vatn var á gólfinu. Tvær þungar málmplötur höfðu ient á bakinu á mér. Mér tókst að losna við þær. Eg skreið um gólfið og veitti því athygli að halli þess var mikill. Þetta var ekki álitlegt. Sjór- inn fossaði inn með óhugnan- legum hraða. Loftskeytatækið var eyðilagt, ennfremur nauðlýsingarhylkið. Eg fann stóra þjöl og tók að berja í þilið á næsta klefa. — Ekkert svar. — Eg gekk þá fram og aftur í vatninu og myrkrinu og fann innan skamms gat, sem sjórinn foss- aði inn um. Gatið hafði mynd- ast af sprengjubroti og var á stærð við undirskál. Mér var , Ijóst að eg var kominn í gildru. Eg gat fyllt gatið með innmat úr dýnu. Er eg fann vasaljós- ker, sem lýsti, varð mér hug- hapgra. En sú ánægja, sem ljós- kerið veitti, varð skammvinn. Við birtu þess sá eg þúsundir smágata á stærð við títu- prjónshaus. Gegnum götin smaug vatnið og var það bland- að olíu. | Eg fékk afarmikla hósta- kviðu og varð að halla mér að .útvarpsboi'ðinu. Á því augna- bliki slokknaði ljósi í ljósker- inu. Eg stóð aftur í kolniða- |myrkri. Voðaleg angist greip mig. Eg barði Ijóskei'inu í borðið — og við gráti. Eg vildi 'gráta, en gat það ekki. j Þá minntist eg skyndilega taltækisins sem notað er á með? Sprauta eða eitthvað sterkt hlýtur að vera þar.“ Eg vissi að í meðalaskápnum var töluvert af morfíni. Eg sagði: „Vertu rólegur, Bill. Ef eg verð að sökkva með skipinu mun eg fara þá ferð sofandi“. „Ágætt. Eg fer síðastur úr skipinu. Og er eg fer verður tíminn korninn til þess að þú takir svefnskammtinn.“ Við töluðum báðir mjög ró- lega, eins og við værum að tala um bindi. Næsti maður sem ávarpaði mig var séra Sharkey. Daginn áður hafði eg sagt pretsinum, meðan orusta stendur yfir. Eg; að eg hefði aðgöngumiða að fót- En gleði mín varaði ekki lengi. „Mér fellur ílla að þurfa að segja þér, Lee, að kassinn kom ekki að gagni. Það var ómögu- legt að komast niður til þín.“ Það var Bill sem talaði. ,;Eg bjóst við þessu,“ bætti hann við. Örvæntingin hertók mig. En að fáum minútum ]iðnum heyrðist rödd Bill aftur: „Lee! Þeir hafa fundið möguleika til þess að dæla litla ganginn við hliðina á loftskeytaklefanuiri og þeir búast við að geta skor- ið g'at inn til þín.“ Eg hlustaði og heyrði hávaða J. X, ariian: INNILOKAÐUIi í SÖKKVANDI HERSKIPI þreifaði mig áfram yfir í horn klefans, ■ setti með skjálfandi höndum tækið í gang og setti á mig höfuðsímann. Eg náði sambandi. Eg heyrði rödd segja: „Heyrirðu til min?“ Eg þekkti þessa rödd. ,,John,“ sagði eg forviða á því hve ró- lega eg talaði. „John! Það er eg. Lee Karsian“. — „Lee Karsian? Já, en — þú ert dauður!“------ Það var augnabliks þögn, — Þá spurði John: „Hvar ertu?“ — „Eg er innilokaður í loftskeyta- klefa 3.“ I Margir fóru að tala. En ein rödd frá stjórnpalli skar sig úr: „Yfirstýrimaður Thurber hér. Heyrið þér til mín. Við munum gera allt sem í okkar |Valdi stendur til þess að losa yður úr gildrunni svo fljótt og unnt er.“ Þá heyrði eg rödd Bill Gall- aghers. Hann var bezti vinur jminn. „Bill,“ sagði eg. „Segðu mér sannleikann. Erum við að sökkva?“ j Hann svaraði ekki þegar í stað. Þá mælti hann: „Þeir eru i að letta skipið, Lee. Þeir henda öllu lausu fyrir borð til þess að reyna að halda skipinu ofan- sjávar. Þegar eg frétti meira mun eg segja þér það. Eg slít ekki sambandinu eina sek- úndu.“ < Eg fékk nýja hóstakviðu og yfirlið. En er andlit mitt kom í vatnið sem nú náði mér í kné komst eg til meðvitundar. Eg fór aftur að tækinu og stóð þar sjálfandi. Ekki veit eg hve lang- ur tími leið. „Karsian! Heyrið þér til mín?“ heyrði eg skyndilega sagt. Það var liðsforinginn sem talaði. „Mér fellur illa að þurfa að segja yður það að útlit er fyrir að við verðum að yfirgefa skip- ið. Föst ákvörðun hefir þó ekki verið tekin enn. En þegar eftir að ákvörðunin hefir verið tek- in mun einu af herskipum okk- ar falið að sökkva Honolulu. Við munum óska, að verkinu verði lokið skjótt. Annað get- um við ekki gert fyrir yður!“ Þá heyrði eg rödd Bills. Hann sagði: „Lee. Er ekkér.t þarna hjá þér, sem þú getur svæft þig bóltaleiknum á milli hersins og jfrá björgunarsveitinni. Bill flotans. „Það virðist ekki útlit} styttí tímann eða biðina með fyrir að eg geti notað þessa að- því að tala um allt hið skemmti- göngumiða“, tautaði eg lágt. „Nei. Eg býst ekki við því,“ svaraði presturinn. Eg missti meðvitundina. En svo heyrði eg rödd prestsins. Hann sagði .... „Eg óttast ekk- ert illt þar sem þú ert með mér. Þú ert huggun mín og von Eg fann hugrekki mitt glæðast. En á næsta augnabliki veiktist eg af angist. Mér varð ljóst, hvað presturinn var að tala um. Hann var að halda líkræðu yfir mér. Rödd hans suðaði með mærð- arsemingi í eyrum mínum. En hugsanir mínar fengu vængi. Eg hugsaði um bernskuheim- ili mitt og foreldra. — Eg sá pabba sitja og hlusta á út- varp og mömmu þvo leirtau í eldhúsinu. Skyndilega þagnaði rödd prestsins. „Bill“ hrópaði eg í dauðans angist. — „Bill!“ „Já, eg er hér, Lee. Það er möguleiki til þess að bjarga þér. Herskip er k.omið til hjálp- ar. Tveir dráttarbátar hafa lagst við stjórnborðshlið Hono- lulu. Reynt verður að halda okkur ofansjávar." Önnur rödd sem eg þekkti ekki tók fram i: „Við höfum rannsakað þil- farið yfir loftskeytaklefa 3. Sjórinn er þar einungis hálfur annar metri að dýpt. Við höf- um beðið birgðaskipið að búa til kassa, sem hægt er að sökkva yfir höfði þér. Svo dæl- um við vatninu burt, skerum gat á þilfarið, og náum þér í gegnum það.“ Það leið löng stund þar til eg fékk meiri fréttir." Nú var sjórinn orðinn svo djúpur í klefanum sem eg var innilokaður í, að vatnið náði mér undir hendur. Eg hóstaði án afláts, og alltaf þyrsti mig meira og meira. Eg hlýt enn að hafa misst meðvitundina. En er eg kom til sjálfs rtiín, varð eg þess var, að skipið var næstum komið á réttan kjöl. lega, sem við höfðum notið í félagi. „Hvers vegna gengur þetta svona seint!“ spurði eg örvænt- ingarfullur. „Það mun mistak- ast.“ „Vertu rólegur,“ sagði Bill. „Þeir eru við hliðina á þér.“ Eg strauk hendinni um járn- plötuna. Að lokum fann eg, í augnahæð að platan var farin að hitna á einum stað. Þá varð staðurinn ljósrauður, síðar há- rauður. Nokkrum sekúndum síðar breyttist hinn glóandi blettur í glóandi gneistafoss. Þeim hafði tekist að skera gat á plötuna. En svo kviknaði skyndilega í klefanum Gneistarnir höfðu kveikt í olíunni, sem flaut á vatninu. Eg æpti eins og vit- stola maður, og sagði þéim að hætta. Svo fór eg niður í vatn- ið, náði í teppið, hóf það hátt á loft og barði á yfirborð vatns- ins með því, sem óður væri. Mér tókst að slökkva eldinn. Eg var nú gráti nær. Eg stóð þarna alveg máttþrota í vatni upp undir hendur og var ljóst að eg mundi ekki komast lif- andi úr þessari klipu; Eg hafði notað mína síðustu krafta og var brenndur bæði á sál og lík- ama. Höfuð mitt var einkenni- lega létt.'Eg bjóst við að missa meðvitund þá og þegar. En a5 þessu sinni myndi eg ekki vakna aftur. „Lee! Við höfum gert ofur- lítið gat á vegginn. Viltu fá vatn?“ Augnablik síðar var mjórri slöngu stungið í gegn- um gatið, og eg svalg vatnið með áfergju. „Þetta hressti mig. Mér líður vel,“ sagði eg. Platan var tíu sentimetra þykk, en logsuðu- eða skurðar- tækin voru fljótvirk. Innan. skamms sögðu björgunarmenn- irnir að gatið væri orðið nægi- lega stórt. Eg leit á hina beittu sagar- tenntu holu, dró djúpt andann, lyfti örmunum upp yfir höfuð og þrýsti herðunum í gegnum. gatið. Björgunarmennirnir þrifu í mig, en fóru gætilega. Þegar hinar beittu stáltennur fóru að ganga inn í mig hættu þeir að toga eitt augnablik. En,- er eg nú sá menn eftir tuttugu klukkustundir, gleymdi eg öll- um þrautum. „Togið í mig,“ sagði eg. Og; það gerðu þeir. Er eg kom upp á þilfarið, svartur af sóti og* olíu frá hverfli til ilja, hrópuðu. allir húrra. . * Það var farið með mig inn í sjúkrastofuna. Þar lágu menn. sem líktust smyrðlingum, reif- aðir sjúkrabindum með blóðið* draup í gegnum. Séra Sharkey' er sat hjá hinum særðu stóð á fætur og gekk til mín. Hann mælti: „Þeir eru afar glaðir af því að þér björguðust, Lee. Þeirr hafa óttast um yður.“ „Já, en þeir virðast vera: komnir að dauðans d>rum,“‘ sagði eg. „Það eru þeir,“ mælti prest* urinn. Eg sat þögull á meðan gert var að sárum mínum. Þau voru þvegin og bundið um þau. AfS því búnu fór eg út úr sjúkra- deildinni. Eg gekk eftir þilfar- inu. Á þvi lá fjöldi líka. Maður kom þjótandi og rakst á migv Það var Bill. „Lee!“ sagði hann og lagði. hinn sterka arm sinn á öxE mína. — „Jæja, Lee. — Þút grætur“. Kvöldskóli KFUIVi hefst í októberbyrjun. f byrjun september hófst inn- ritum nementla í Kvöldskóla K.F.U.M. og fer hún fram í verzluninni Vísi Laugavegi 1. Skólinn er fyrst og fremst ætl aður piltum og stúlkum, sem stunda vilja gagnlegt nám sam- hliða atvinnu sinni. Þessar námsgreinar eru kenndar: is- lenzka, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfaérsla og handavinna stúlkna í yngri deild, en auk þess upplestur og íslenzk bókmenntasaga í fram- haldsdeild. Einskis inntökuprófs er kraf- izt, en öllum þeim, sem lokið hafa námi 1. bekkjar gagn- fræðastigs er heimilt að sækja skólann eða öðrum með hlið- stæða menntun. Að loknu burt- fararprófi úr Kvöldskóalnumi hafa nemendur fullnægt skyldu námi sínu. Skólinn starfar aðeins í tveimí deildum, byrjenda- og fram- haldsdeild. Af þeim sökum er fólki eindregið ráðlagt að tryggja sér skólavist sem allra fyrst, þar sem f jöld.i þeirra, sem. skólavist geta hlotið er mjög takmarkaður. Nauðsynlegt er að prófskír- teini eða afrit af einkunura fylgi umsóknum. Skólasetning fer fram mánu- daginn 3. október kl. 7,30 síðd. í húsi K.F.U.M og K við Amt- mannsstíg. Umsækjendur eða aðrir í þeirra stað þurfa að’ mæta við skólasetningu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.