Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 8
Kkkert Mað er ódýrara I áskrift ea Vísir. Litið hann færa yður fréttir og annað iestrarefni faeim — án fyrirbafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Laugardaginn 3. september 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendor Vísís eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaðið ókevcis til mánaðamóta Sími 1-16-Sð. Þetta er | Ralph Boston, maðurinn sern sló nýlega hið 25 ára gamla h e i msm et Jesse Ovvens í langstökki. — Nú sló hann Olympíumet hans frá 1936, stökk 8,12 m. Magnús neitaði að sanna mál sitt. Hafði borið ölvun á starfsbræður sína. Magnús Guðmundsson fyrrv. lögregluþjónn hefur neitað að renna stoðum undir ásakanir ;sínar um ölvun einstakra yfir- rnanna lögreglunnar og iög- regluþjóna, í starfi og við akstur. Það var eins og kunnugt er Magnús sem sendi lögreglu- stjóranum í Reykjavík bréf, þar sem honum var hótað líf— láti. í fyrsta réttarhaldinu við rannsókn á þeim bréfaskrifum, sakaði Magnús fyrrnefnda aðila innan lögreglunnar um ölvun við akstur og við skyldustörf. Hann neitaði hins vegar að færa fram sannanir fyrir máli sínu. Eftir að dómsmálaráðuneytið hafði kannað gögn málsins fyrirskipaði það framhalds- •fr Sagt er að í leyniskjölum frá Potsdam-fundinum, sem eru í fórum bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, séu rituð þau ummæli Stalíns sáluga, að Hitler hafi ekki látizt heldur flúið til Japans, þegar Þriðja ríkið hrundi í rústir. rannsókn um þann hátt þess, sem laut að fyrrgreindum á- sökunum. Var Magnús Guðmundsson kallaður fyrir Guðmund Ingva Sigurðsson og beðinn að stað- festa ásakanir sinar með sönn- unum. Magnús neitaði að gera slíkt að svo stöddu. Hann kvaðst hins vegar gera það, ef mál yrði höfað á hendur hon- um vegna rangra sakax-gifta. Tekizt hefur að ná nær 50 Hkum úr frönsku flugvélinni, sem fórust við Dakar á mánu- daginn. Alls voru 55 farþegar með flugvélinni og átta flugverjar, og komst enginn lífs af. Gert er ráð fyi’ir, að snöggur svifti- vindur hafi þeytt flugvélinni í sjóinn á fullri ferð, þegar hún ætlaði að reyna aðflug í 3ja smn. K.R. og Akureyringar eigast viö aftur. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. A sunnudaginn fer fram seinni leikurinn í I. deild knatt- spyrnumóts íslandsmeistar- anna, K. R. og Akureyringa. Leikurinn verður háður á Akureyri og bíða menn hans með mikilli eftii’væntingu vegna úrslita fyrri leiks þessara félaga, sem lyktaði mjög>óvænt með glæsilegum sigrl Akureyr- | inga. Má segja að þau úrslit ] hafi bjai’gað þeim frá falli úr 1. deild. Leikurinn hefst kl. 2 e. h. á íþróttavellinum. A morgun og sunnudaginn verður háð mikil frjálsíþrótta- keppni á Akureyri, þar sem fjögur héraðasambönd norðan- lands og sunnan keppa sín á milli. Þeir aðilar sem þarna eig- ast við eru íþróttabandalag Akureyrar, Ungmennasamband Eyjafjai'ðar, Ungmennasam- band Kjalarnesþings og íþrótta- bandalag Keflavíkur. V.-Þjóðverjar smíða tundurspiila. Vestur-þýzki flotinn hefir fengið tundurspilli afhentan, hinn annan, sem smíðaður er. Er þetta 3000 lesta skip, sem gefið var nafnið Schleswig- Holstein. Þjóðverjar ætla að smíða fjóra tundurspilla fram til 1963. Þeim fyrsta var hleypt af stokkunum í marz og heitir hann Hamburg. Björgun líkanna er mjög erf- ið, því að flugvélin liggur á 20 metra dýpi og fjöldi hákai’la sveimar umhverfis flakið. — Hefur franski flotinn haft sæg vopnaði’a sjóliða til að bægja bákörlunum frá með skothríð. Htísgöp fyrir 15 míElj. kr. Líkum náð úr sjú, þótt hákarlar sveimi um. Náð úr flugvélarflaki á 20 m. dýpi siærri Dakar. Allur fiskifloti Esbjerg stöivaður af verkfalli. Um 2000 sjómenn gengnir á land. Frá fréttaritara Vísis. Khöfn í gær. Um 400 fiskibátar liggja nú bundnir við bryggju í Esbjerg og næstum 2000 sjómenn hafa gengið í land. Aðeins fáeinir bátar eru á sjó, og þegar þeir koma að landi um helgina, verður al- ger stöðvun á útgerð íiskibáta frá Esbjerg. Það, sem um er deilt, er það hvort fiskimenn eigi að fá uppbætur greiddar, þegar síldarverksmiðjur stað- ai’ins greiða uppbætur eftir á úr varasjóðum sínum. Sjómenri eru ráðnir upp á hlut, og þeir heimta, að það komi þeim til góða, þegar uppbætur eru greiddar eftir á, en útgerðar- menn segja, að búið sé að gera upp víð þá að fullu. Frá fréttaritara Vísis. Osló. Norðmenn hafa að jafixaði flutt talsvert út af húsgögnunx en á síðustu árum hefur þessi útflutningur vaxið örí. Arið 1959 var heildarútflutningur- inn 10 milljónir króna og verð- ur með saxna áframhaldi ekki minna en 15 milljónir kr. á þessu ári. Húsgagna tízkan hefur bi’eyzt afar rnikið síðustu ár. Ný form, nýir litir hafa rutt sér rúm. Brautryð.iendui' hins nýja stíls hafa boi’ið þungar byrðar en níx eru þeir að upp- skera launin. segir formaður felags húsgagnaframleiðenda, Alf Midtbust. Helmingur freðfisksins fór til Sovétríkjanna. Utflutnlngur fyrri árskelming nam 33.630 }. Sanxkv. nýútkomnum Hag- tíðindum hefir freðfisksútfiutn- ingur íslendinga á fyrra helm- 2 mSjöRíi' gesta í Noregi. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í gær. Aldrei hafa jafnmargir ferða menn komið til Noregs og á þessu sumri. Sumarið er ekki liðið og gestatalan er þegar far- in að nálgast tvær milljónir og búizt er við að um veturnætur verði talan komin yfir það mark. Það hafa komið mjög fáai’ kvartanir frá hinum erlendu I ferðamönnurri í sumar. Flestir hafa haft við orð að verði sé í hóf stillt og enginn hefur þurft að kvarta undan veðrinu sem sérstaklega seinni hlutann hef- ur verið með eindæmum gott. ingi þessa árs nunxið alls 33,630 tonnum og þar af hafa Sovét- ríkin keypt mest eða 17,675 tonn. Þar næst eru Bandaríkin með I 6,982 tonn og A-Þjóðverjar eru þriðju í röðinni með 4,173 tonn og fyrir allt fiskmagnið höfum við fengið 364,7 milljónir króna. Næst stærsti útflutningsliður okk'ár er saltfiskur óverkaður, en hann höfum við selt fyrir 139,5 milljóniir króna og alls flutt út um 15,186 tonn. Stærsti kaupandinn er Portúgal með 7,213 tonn og næst Ítalía með 4,402 tonn. Við höfum á fyrra helming þessa árs flutt út 3,305 tonn af skreið. Þar er Nígeria lang- stæi’sti kaupandinn. hefur nú keypt 2,532 tonn fyrir 42,909 milljónir króna, en ski-eiðin hefur alls verið seld fyrir 56,002 milljónir. Laxveiðinni senn lokið. Veiðí hætt í Eiíiðaám, en á nokkrum stöðum veröur enn veitt næstu tvær vikur. Laxveiðinni er nú víða lokið, | þótt hún haldi áfram í nokkrum ^ám næsta hálfa mánuðinn. Síð- asti veiðidagur í Blliðaánum var í fyrradag, en þar mun veið- iix hafa verið í meðallagi í sum- ar. Norðanlands *var veiði á flestum stöðum undir meðallagi, len í Borgarfirði voru sumar ár | fyrir ofan meðallag t.d. Þverá, íþrátt fyrir þá miklu þurrka sem valdið hafa tilfinnaxxlegu vatnsleysi og dregið úr laxa- gengd. Enn liggja ekki fyrir heild- artölur um veiði í Elliðaánum, en telja verður þó, að meðal- veiði þar í þessum þurrkum megi teljast allgóð. Þverá í Borgarfirði var betri í sumar en verið hefir nokkur undanfarin ár, en veiði er ekki lokið þar, mun standa fram undir miðjan mánuð. Norðurá hefir einnig gefið allvel, og í Grímsá hefir veiðzt vel á köfl- um, en veiðin þó legið niðri annað kastið. Víðidalsá hefir gefið allvel, en sama verður yfirleitt ekki sagt um árnai’ noi’ðanlands, t. d. hef.ii’ Laxá í Þingeyjai’sýslu verið nokkuð fyrir neðan meðallag bæði hvað snertir laxafjölda og stæi’ð. Þess má geta að fyrir nokki’u var stærsti laxinn sem komið hafði á land þar aðeins 22 pund. Laxá í Kjós hefir verið ivatnslítil undanfarið og veiðin lítil sem engin nú síðustu daga. Þetta eru nxenn þeir, senx stjórn Jórdaníu sakar um að liafa konxið fyrir sprengjunni, er varð Madjali forsætisráðherra að bana. Þeir beita Kamal Shamout (t. v.) og Hassan Dubas, en því veitist þeim auðvelt að koma henni fyrir, að þeir voru sendimenn í stjórnarskrifstofummi og gáiu gengið út og inn um skrifstofu ráðherra að vUd. Sprengjuna, sexn varð Majali að bana, létu þeir í skrifborð hans. Þeir eru nú flúnir til Sýrlands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.